Prentarinn - 01.10.1984, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.10.1984, Blaðsíða 2
Látnir félagar Lára Kristinsdóttir, fæddist 25. apríl 1917 aö Holtum á Mýrum, Hornafirði. Lára varö félagi árið 1970, en hún vann viö aðstoðar- störf í Prentsmiðjunni Leiftri. Lára lést í Reykjavík 23. sept- ember 1984, 67 ára að aldri. Valur Jóhannsson, fæddist 11. júní 1918 í Reykjavík. Hann hóf prentnám í Félagsprentsmiðjunni 1. mars 1934 og lauk þar námi 1. september 1938. Valur vann í Fé- lagsprentsmiðjunni, Steindórs- prenti, Prentverki Akraness, Borg- arprenti og víðar við setningu. Val- ur varð félagi í desember 1940. Valur var starfsmaður félagsins í Miðdal nokkur sumur. Valur lést í Reykjavík 3. nóvem- ber 1984, 66 ára að aldri. Sigurþór Árnason, fæddist á ísa- firði 7. september 1907. Sigurþór varð félagi í nóvember 1970, en hann starfaði sem pappírsaf- greiðslumaður í Gutenberg. Sigurþór lést í Reykjavík 20. nóvember 1984, 77 ára að aldri. Stefán Traustason, fæddist 29. maí 1912 í Hrísey í Eyjafirði. Hann hóf nám í Prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri 1. október 1929 og vann þar til ársins 1939. Þá fluttist Stefán til Reykjavíkur og vann lengst af í Prentsmiðjunni Eddu, síðast sem yfirverkstjóri. Félagi varð Stefán 14. apríl 1934. Stefán lést í Reykjavík 29. nóv- ember 1984, 72 ára að aldri. Forsíðan Meginefni blaðsins er að þessu sinni helgað Guð- brandsbiblíu, bæði frumút- gáfu hennar, sem og síðari prentunum. Forsíðan teng- ist þeim atburði er bóka- gerðarmenn færðu Hóla- kirkju að gjöf eintak af frum- útgáfu Guðbrandsbiblíu árið 1940. Það ár var prentlistin talin 500 ára. í grunn forsíðunnar má sjá handrit af ræðu Magnúsar H. Jónssonar er hann flutti við afhendingu biblíunnar og síðan eru tvær Ijósmynd- ir sem teknar voru í ferð bókagerðarmanna til Hóla 1940. 2 PRENTARINN 4.4.'84

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.