Prentarinn - 01.10.1984, Blaðsíða 7

Prentarinn - 01.10.1984, Blaðsíða 7
Oddur Björnsson. „Ekki vinna nema 3 daga í viku“ P: Hvað gerðu prentnemar sér til skemmt- unar á þessum árum, eða var kannski unn- ið til 10 á hverju kvöldi? S: Nei, það þekktist varla aukavinna. Og t. d. 1934—35 þá var ekki vinna nema 3 daga í viku fyrir hvern mann. Það var á kreppuárunum. Nei, við vorum dálítið í íþróttum, ég var í KA, það voru knatt- spyrnuæfingar á sumrin og fundir og skemmtanir á veturna. Svo var geysilega mikil sjálfboðaliðsvinna þegar íþrótta- völlurinn var byggður. Ægilegt verk að tína upp grjótið. Þeir voru báðir niðri á Eyrinni KA-völlurinn og Þórsvöllurinn. Við Sigurjón (Sæmundsson) vorum í KA en Kári (Sigurjónsson) var í Þór. Þ: Hafði Oddur áhuga á íþróttum? S: Já, það má segja það. Hann lærði box þegar hann var ungur maður í Kaup- mannahöfn. Það var nú ekki algengt þá, en það kom til af því að hann varð fyrir því að misindismenn réðust á hann þar á götu. Hann kunni ekki að verja sig og datt í hug að æfa sig í einhverjum íþróttum og valdi boxið. Svo kom það honum að góðum notum seinna þegar hann var orðinn nokk- uð æfður boxari. Hann sagði frá því að þeir hefðu tveir ætlað að ráðast á sig, en þá var hann á gangi í Nýhöfninni, sem var á þeim tímum öðru vísi en seinna varð. Þá veit hann ekki fyrri til en tveir menn koma úr húsasundi og ráðast á hann, en hann var afar snar og sló þá báða niður. Þ: Hann hefur kannski verið vel klædd- ur og þeir haldið að hann hefði á sér peninga? S: Ef þú skoðar myndina af honum í Prentaratalinu, þá er hann þar með loð- húfu og hann gekk oft með þá loðhúfu á vetrum og við staf, í stuttum frakka með loðkraga, þykkum og víðum og þannig búinn var hann ákaflega höfðinglegur að sjá. Þegar maður mætti honum á götu minnti hann helst á hefðarmann eða fursta í gamla daga. Stafurinn hans, hann var ekki svona venjulegur með bognu haldi, heldur beinn og með fílabeinshnúð á enda- num. Hann var afar svipmikill, augabrún- irnar voru eins og fax og settu mikinn svip á andlitið. Já, Oddur var virkilega höfðing- legur á velli. Þegar hann kom heim fór hann að kenna Sigurði syni sínum boxið og Þorkeli Otte- sen. Þá var prentsmiðjan í fjörunni, Aðal- stræti 19, og hann bjó þar uppi á lofti. Kennslan fór fram uppi á loftinu og ef hlerinn var opinn kom það stundum fyrir að annað hvort Keli eða Sigurður komu rúllandi niður stigann. Já, það gekk á ýmsu. Þarna uppi á loftinu var eiginlega rusla- kompa, Oddur safnaði þar saman ýmis- konar dóti og sérstaklega bókum. Göml- um tímaritum og bókum var fleygt upp á loft og það var heill haugur af þessu þarna á loftinu. En svo var þar herbergi sem hann bjó í, en konuna hafði hann skilið eftir úti í Kaupmannahöfn. Þ: Var hún dönsk? S: Hún Ingibjörg, nei, nei, hún var ís- lensk. En þau skildu og hún bjó áfram í Danmörku. Og þarna bjó hann einn á loftinu, hafði fæði hjá sjálfum sér, sauð kjötsúpu og svoleiðis. Og þó ég væri bara stráklingur, var ég stundum smeykur við það að hann væri þarna á loftinu með eldunarfærin. í timburhúsi, gömlu, alveg skraufþurrt og staflar af bókum um allt, þetta gat fuðrað upp. Aldrei kom neitt fyrir. Við fórum aldrei upp, máttum það eiginlega ekki. En einu sinni fór ég upp einhverra erinda og þá var það þannig að hann svaf inni í þessu herbergi, og þar var líka fullt af bókahaugum og svoleiðis, ég get varla lýst því hvað var þarna, en rúmið hans var eins konar beddi í miðjum haugnum og þegar hann fór að sofa, stakk hann sér ofan í þetta, eins og þegar maður stingur sér til sunds, þetta var eins og veggur í kring, náttúrlega afar skjólgott. Kyndingin í húsinu var einn stór ofn niðri í prentsmiðjunni. Stiginn upp lá upp úr miðri prentsmiðjunni og svo lokað uppi með hlera. Hann stóð oft opinn og þá lagði hitann upp. Þ: Nú virðist Oddur hafa verið mikið í félagsmálum, m. a. í bæjarstjórn, en hann hefur þá ekki haldið nein boð eða boðið mönnum heim við þessar aðstæður? „Hann var dálítill gruskari“ S: Nei, nei, en ég þekki ekki svo mikið til þess, hann hafði dregið sig mikið út úr slíku þegar ég byrjaði hjá honum, enda PRENTARINN 4.4. 84

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.