Prentarinn - 01.10.1984, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.10.1984, Blaðsíða 6
Prentformarnir þvegnir með lút S: Ég kom til Akureyrar frá Hrísey haust- ið 1929 og ætlaði að læra eitthvað, ekki endilega prentiðn — hafði helst löngun til að fara í húsgagnasmíði — en það var hvergi hægt að komast að, allstaðar svo yfirsetið að ekki mátti bæta við fleiri nem- endum. En til að fá nokkra aura tók ég að mér að bera út auglýsingar um skemmtanir. Pegar félögin í bænum héldu skemmtanir í samkomuhúsinu, sem núna er leikhús, voru auglýsingarnar bornar út í 1000 eintökum í útbæinn eða innbæinn, fjöruna, og það varð að fara samviskusam- lega í hvert hús. Já, ég tók þetta að mér þó ég væri orðinn 17 ára og var einn með þetta. Ég var náttúrlega lengi með bunk- ann en af hverju sem það hefur verið voru skemmtanirnar vel sóttar. Svo hvarf ég frá þessu, þá tóku aðrir við og þá brá svo við að aðsóknin virtist ekki vera jafn mikil þótt skemmtanirnar væru jafn góðar. En einn góðan veðurdag birtist Oddur Björnsson heima og fer að tala við mömmu. Ég var úti við en mamma kallaði á mig og sagði að nú gæti ég komist til að læra. Hvort ég vildi verða prentari. Ég tók þessu hálffálega, sagðist hafa undirbúið mig undir að fara í trésmíði. Og voru ekki margir sem vildu læra prent? Af hverju var mér boðið það? Þá segir Oddur: Þú hefur sýnt það í þeim viðskiptum sem þú hefur átt við prentsmiðjuna að vera traustur og áreiðanlegur. Hvað er þetta, segi ég, ég hefi ekki átt nein viðskipti við prentsmiðj- una. Jú, það var prentsmiðjan sem þurfti að sjá um dreifinguna á auglýsingunum og það verk varð að vinna af samviskusemi. Jæja, ég fór til hans og sá alls ekki eftir því Stefán Traustason. þegar ég var byrjaður, þótt ég væri svolítið stúrinn þarna við hann fyrst. „Svissarasverð" Þ: Ég sé á samningnum að hann er gerður í janúar 1930. Og hér segir: „Lærimeistar- inn á að kenna nemanda svo fljótt sem unnt er, prentlistariðn þá er hann hefur verið settur til og láta sér annt um að nemandinn taki framförum í iðn sinni og að hann, þá er kennslutíminn er á enda, geti hjálparlaust leyst af hendi sveinspróf." Og í sveinsskírteininu stendur: „Ber því að lýsa hann prentsvein frá deginum í dag sem handsetjara og vjelprentara." Heyrðu Stefán, þú ert þá „Svissarasverð", jafnvíg- ur á báðar greinarnar? S: Já, ég er víst síðasti maðurinn sem lærði hvort tveggja á sama námstímanum. Ég var tvö og hálft ár í setningunni og svo tvö ár í pressunni, þó var ég með setning- una með, það fór dálítið eftir verkefnum. Þ: Voru ekki breytingar í uppsetningu og fleira á þessum tíma? S: Jú, jú, og Oddur fylgdist vel með, hann keypti fagtímarit, minnsta kosti frá Danmörku. En hann var nokkuð fastheld- inn og íhaldssamur en ég var ungur maður og nýjungagjarn, vildi fylgja nýjum háttum og við vorum ekki alltaf sammála, þó allt væri það frekar í góðu. Hann fylgdist vel með nemunum, næstum passaði upp á þá og hafði mikla ábyrgðartilfinningu gagnvart þeim. Oddur var einstakur mað- ur að ýmsu ieyti, hann var sérstaklega reglusamur, notaði hvorki vín né tóbak, var heiðarlegur á öllum sviðum, stundvís og reglusamur. Og ég hef sagt það að hafi ég eitthvað sem heitir reglusemi og stund- vísi, þá hafi ég lært það hjá Oddi Björns- syni. Hann átti það oft til að ganga að nem- endum þar sem þeir voru að setja við púltin og var þá vís með að leiðbeina þeim, ef þeir héldu skakkt á hakanum eða eitt- hvað þess háttar. Og einu sinni var ég dálítið þungt hugsandi. Þá var ég að setja fínan bréfhaus og allt í einu stendur hann fyrir aftan mig og segir yfir öxlina á mér: Hvað ertu nú að fikta? Þ: Brá ykkur aldrei þegar hann fylgdist svona með ykkur? S: Nei, nei, en sumir áttu það til þegar hann var að vanda um við þá að glotta að honum, það var sérstaklega einn, sem gat skælbrosað svo hæðnislega út í annað munnvikið og það leiddist Oddi. Og hann reifst stundum, það var sérstaklega við einn sem var jafn fastur fyrir og ákveðinn og Oddur og það var stundum svolítið þungt. En Oddur var smekkmaður á þeirra tíma vísu og vildi segja þeim til. Hann hafði fengið verðlaun 1918, viðurkenningu fyrir prentun og þá notaði hann ýmis konar rósaverk í ramma, ég held ég sé með sýnis- horn af því hérna. í meðfylgjandi viðtali ræðir Þóra Elfa Björnsson við Stefán Traustason um námsárin á Akureyri uppúr 1930 og meistara hans Odd Björnsson. Stefán starfaði lengst- af hjá Prentsmiðjunni Eddu og var þar yfirverkstjóri þegar hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Stefán var fæddur í Hrísey 29. maí 1912, en hann lést 29. nóvember sl. 6 PRENTARINN 4.4.'84

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.