Prentarinn - 01.10.1984, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.10.1984, Blaðsíða 13
Magnús H. Jónsson. Afhending Guðbrandsbiblíu Aðalveislu Hólaferðar í leikfimihúsi skólans sátu yfir 200 manns. Voru þar fluttar margar ræður og einnig Ijóð. har afhenti formaður prentarafélags- ins, Magnús H. Jónsson minningar- gjöf prentarastéttarinnar, Guðbrands- biblíu í fögru, leturskornu skríni. Hon- um fórust orð á þessa leið: Ræða Magnúsar H. Jónssonar á Hólum Góðir gestir og félagar! Það er engin tilviljun, að við íslenzkir prentarar skyldum hópast saman einmitt hér „heima að Hólum“, til að minnast þess, að Jóhannes Guten- berg komst upp á lag með að prenta með lausa- letri - fann upp prentlistina. Það var þvert á móti það eðlilegasta af öllu. Hvar frekar, en á heimili Jóns Arasonar, Guð- brands Þorlákssonar og margra annara er mikið kapp lögðu á viðhald prentlistarinnar hér á landi. Og við viljum sýna nokkurn vott þakklætis fyrir það brautryðjandastarf, sem hér hefir verið unnið í iðn okkar, en það þykjumst við bezt geta gert með því, að færa heim til Hóla ágætasta prentgripinn, sem hér var unninn, biblíu Guðbrands biskups. Því miður hefir elntak það, er okkur tekst hér að skila, orðið, sem eðlilegt var, að gjalda ferðalags þess, sem það hefir verið á þá hálfu fjórðu öld, sem liðin er síðan það lagði upp í menningar- og betrunar- starf sitt meðal landslýðsins, en reynt hefir verið að færa það sem næst sínu upprunalega útliti, og vonum við, að það hafi tekizt svo, að kalla megi það eitt bezta eintak þessarar merku bókar, sem nú er völ á. - Því viljum við biðja yður, herra vígslubiskup, að veita því móttöku, ásamt púlti því, er það er í. Það er ósk okkar, að biblían megi varðveitast meðal gripa kirkjunnar og verði geymd í henni, svo hún megi verða öllum þeim, er í það heilaga hús koma, ábending þess, að okkur mönnum beri ávallt að setja öllu ofar baráttu hins frjálsa anda fyrir góðum málefnum. Magnús H. Jónsson. ÞRENTARINN 4.4.’84 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.