Prentarinn - 01.03.1987, Blaðsíða 23

Prentarinn - 01.03.1987, Blaðsíða 23
vinna að því að tryggja betri meðferð á föngum og þeim sé veitt læknishjálp og endurhæfing eftir að þeir hafa verið látnir lausir. Fé er safnað fyrir mat, fatnaði og öðrum nauðsynjum til handa föngum og einnig fjölskyldum þeirra. Hvaða lönd eru verst? Amnesty International gerir engan greinarmun á ríkisstjórnum eftir því hvernig á mannréttindamálum er hald- ið í landinu og gerir heldur ekki neinn „svartan lista“. f mörgum löndum er lokað fyrir allan fréttaflutning af mannréttindabrotum. Einnig er mjög breytilegt milli landa hvers konar kúg- unaraðferðum er beitt og hversu víð- tækar þær eru. í sumum löndum eru samviskufangar dæmdir af dómstólum til langrar fangelsisvistar, í öðrum eru þeir hafðir í varðhaldi í mörg ár án dóms og laga. f sumum lögreglustöðv- um eru menn pyntaðir með rafstraumi, í öðrum er beitt geðrænum aðferðum. í stað þess að gera samanburð einbeita Amnesty International samtökin sér að því að reyna að binda endi á þau mannréttindabrot sem til þeirra kasta koma hverju sinni. Skipuleggur Amnesty International samskipta- bönn? í viðleitni sinni til að hafa áhrif á almenningsálitið um heim allan tekur Amnesty International enga afstöðu varðandi viðskipta- eða samskipta- bönn. Þó er tekin afdráttarlaus afstaða gegn því að sérhæfur tækjabúnaður hers, lögreglu eða öryggisþjónustu sé fluttur frá einu landi til annars og miðl- að sérþekkingu sem móttökulandið notfæri sér síðan til pyntingar á sam- viskuföngum eða til að taka þá af lífi. Er þarna ekki verið að blanda sér í innanríkis- mál? Verndun mannréttinda er á ábyrgð allra þjóða heims. Þessi meginregla er viðurkennd af alþjóðlegum samtökum svo sem Sameinuðu þjóðunum. Ríkis- stjórnir eru nú opinberlega ábyrgar gagnvart umheiminum um verndun réttinda sinna eigin ríkisborgara. í þess- ari ábyrgðarskyldu felst viðurkenning á rétti alþjóðlegra stofnana til að bera fram fyrirspurnir og láta í ljós áhyggjur þegar mannréttindi eru skert. Starf Amnesty International er byggt á algildum grundvallarreglum um mannréttindi sem hið alþjóðlega sam- félag hefur sett. Ef ríki brýtur þessar mannréttindareglur snýst Amnesti Int- ernational til varnar fórnarlömbunum. Þúsundir manna eru í fangeslum vegna skoðana sinna. Margir eru hafðir í haldi án dóms og laga. Pyntingar og aftökur eiga sér stað víða um heim. í mörgum löndum hafa menn, konur og börn „horfið" eftir að hafa verið tekin í vörslu yfirvalda. Enn aðrir hafa verið teknir af lífi umsvifalaust án þess að lagaheimildir séu hafðar að yfirskini, verið leitaðir uppi og drepnir af stjórnvöldum og þeirra útsendurum. Þessi ódæðisverk eru framin í löndum með mjög mismunandi stjórn- arfari og hugmyndafræði. Brýnt er að við þeim verði brugðist á alþjóðlegum vettvangi. Mannkynið í heild sinni ber ábyrgð á verndun mannréttinda og markast sú verndun ekki af þjóðerni, kynþáttum eða hugmyndafræði. Þetta er grundvallarstefnan sem starf Amn- esty International byggist á. Hvað er Amnesty International? Amnesty Ingernational er óháð al- heims hreyfing sem gegnir sérstöku hlutverki í alþjóðlegri verndun mannréttinda. Starfsemi samtakanna er sérstaklega helguð föngum. — Samtökin berjast fyrir frelsun samviskufanga. Þar er um að ræða fólk hvar sem er í heiminum, sem hefur verið fangelsað vegna skoðana sinna, litarháttar, kynferðis, uppruna, tungu- máls eða trúarbragða og hefur hvorki beitt ofbeldi né hvatt til ofbeldis. amnesty international íslandsdeiid, Hafnarstræti 15, 5.h„ 101 Revkjavík. Pósthólf 618, 121 Reykjavík — Sími: 91-16940. PRENTARINN 3.7.'87 23

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.