Prentarinn - 01.01.1996, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.01.1996, Blaðsíða 3
 LEIÐARI ■ SÆMUNDUR ÁRNASON Viðhorfskönnun " lýðræði í verkalýðshreyfingunni T^élag bókagerðarmanna lét nýlega gera A viðhorfskönnun á meðal félagsmanna. Tilgangur hennar var meðal annars sá að komast að því, að hverju gagnrýni félags- manna beindist. Mikil og hörð gagnrýni hefur dunið á verkalýðshreyfingunni und- anfarin ár og iðulega sagt að ef ekki væri um skylduaðild að ræða myndi enginn vera sjálfviljugur í verkalýðsfélögum, þau væru einangruð í fílabeinsturni og sambandslaus bæði við þjóðfélagið og félagsmenn. Miðað við þessa gagnrýni er athyglisvert að líta á þau svör er bárust, t.d. við spurn- tngu um félagsaðild. Þar segja 83% að þeir ntyndu velja FBM þótt ekki væri um skylduaðild að ræða. Ef spurt er um þjón- ustu félagsins, segja 72% að hún sé góð eða mjög góð og 60% félaga hafa leitað til sknfstofu félagsins unt aðstoð eða upplýs- tngar. Þegar spurt er urn hver sé helsti styrkur félagsins, nefna 57% þjónustu og samstöðu. Um orlofsaðstöðuna segja 82% að hun sé góð eða mjög góð. Þá er greini- legt að útgáfa Prentarans og fréttabréfa er mikils virði og kváðust 87% lesa fréttabréf- ið °S 92% Prentarann. Þannig að sé litið til þessara atriða er ljóst að félagar líta með velvilja til félagsins. Þetta sýnir, að allt tal um neikvæði til verkalýðsfélaganna er inni- haldslaust hjal áróðursmeistara er vilja verkalýðsfélögin útí hafsauga, vegna þess að þau eru eina raunverulega vörn launþeg- ans gegn atvinnurekendum og misvitrum stjomvöldum. Þá er spumingin, höfðu fé- -agarmr ekkert að athuga við félagið? Það sem helst var gagnrýnt var að ekki væru nogu margir vinnustaðafundir, trúnaðar- menn væru óvirkir, stjórnin sæist aldrei á vinnustöðum og félagsstarfið mætti vera meira. Ef við staðnæmumst við þessi atriði, sem vissulega eiga rétt á sér, þá er heimilt samkvæmt samningum að halda tvo vinnu- staðafundi á ári; þetta er því kannski spurn- ing um frumkvæði. Er það starfsfólk eða stjorn sem á að boða til fundar? Ég tel að pað sé affarasælla að starfsmenn hafi frum- kvæðu skipuleggi og óski eftir fundi, finni hentugan fundartíma, það sé betra en að rntaður segi nú verður fundur þennan eða , *nn dnginn. Óvirkir trúnaðarmenn; lítum á 1 hyerju hlutverk þeirra er fólgið. Trúnaðarmaðurinn er tengiliður á milli fé- 'ags og vinnustaðar, virkni eða óvirkni fer oftast eftir samstarfsfólki. Oft heyrast þessi orð um trúnaðarmenn: „Hann er síröflandi eða hann gerir ekkert." Ég tel að trúnaðar- maðurinn sé oftast spegilmynd vinnustað- arins. Félagsfundir, félagsstarf, mæting félaga á félags- og aðalfundi er ekki til fyrirmyndar og mætti vera betri. Svörin við því hvers vegna menn kæmu ekki á fundi voru: Langir, leiðinlegir, langar ræður, alltaf sömu mennimir sem tala. Nú er það svo að t.d. aðalfundir geta seint orðið skemmtilegir, þar sem þeir eru byggðir upp af skýrslum og tölum og kjöri í nefndir en þetta þarf að gera til að félagið geti starfað og þarna eru teknar þær ákvarðanir er allt starf byggist á. Félagsfundir mættu vissu- lega vera fleiri sem og aðrir smáfundir. Minni fundum hefur verið reynt að brydda uppá með sæmilegum árangri. Eitt er að FBM er blandað verkalýðsfélag og tekur til alls starfsfólks í prentiðnaði, það tel ég af hinu góða, enda kom fram mjög lítil gagn- rýni í þá átt, einungis 8% telja það veikja félagið, enda væru félagsntenn ekki um 1.100 í dag ef um hreint fagfélag væri að ræða og í hvaða félagi væru þá hinir? Spurt var um kjaramál og hvort beita ætti verk- fallsvopninu ef allt um þryti. 72% sögðu hiklaust já, 64% töldu að félagið ætti að hafa frumkvæði í samningum en aðeins 17% höfðu trú á ASÍ og frumkvæði þess. • Það tel ég að forysta ASÍ ætti að taka til at- hugunar, þetta algjöra áhugaleysi á samtök- unum. í þeirri umræðu sem hefur orðið um lýðræði innan verkalýðshreyfingarinnar tel ég að FBM standi einna fremst. t.d. hvað varðar kosningafyrirkomulagið. Hvar annars staðar er kosið sérstaklega um formann. þar sem 20 félagar geta stillt upp formannsefni? Hvar annars staðar er kosið persónubundið í stjórn? Gagnrýni þeirra er vilja verkalýðshreyfinguna feiga hefur beinst að kosningafyrirkomulaginu og þá hefur verið horft til þeirra er hafa lista- kosningu en ekki til þeirra er hafa persónu- bundna kosningu því það hentar ekki málstaðnum. Gagnrýnt hefur verið að örfáir einstaklingar ákveði verkföll í stórum félögum, ekki er minnst á að FBM og forveri þess HÍP hafa aldrei farið í verkfall án þess að það væri samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu, það hentar ekki heldur málstaðnum. prenturinn ■ MALGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA Ritnefnd Prentarans: Georg Páll Skúlason, ritstjóri og ábyrgðarmaður. Margrét Friðriksdóttir Páll Ólafsson Pétur Ágústsson Sölvi Ólafsson. Fréttaskot og annað efni er vel þegið og eins óskir og ábendingar lesenda til ritnefndar. Leturgerðir í Prentaranum eru: Universe, Times o.fl. Blaðið er prentað á mattan 135 g Ikonofix. Útlit og prentvinnsla: Prentþjónustan ehf. Forsíða Prentarans: Forsíðuna á Kristinn Gunnarsson, prentsmiður á Morgunblaðinu. Hugmyndin var hans framlag í forsíðu- samkeppni Prentarans og var valin ein affjórum bestu hugmyndunum. PRENTARINN ■ 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.