Prentarinn - 01.01.1996, Side 5
ÖRYGGISMÁL ■ ■ ■
►
>
verði EGF þannig að það verði sjálf-
stæðari stofnun í tengslum við IGF.
• Til að koma á fót sjálfstæðu EGF
með raunverulegu stjórnskipulagi og
stjómunarlegum og fjárhagslegum "
grundvelli erum við sammála um
eftirfarandi:
• Starfshópur, er samanstæði af
fulltrúum frá norrænu félögunum,
Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi.
Italíu, Austur- og Mið-Evrópu og
stjorn EGF, yrði beðinn að undirbúa
tdlögur fyrir 1. maí 1996 sem síðan
yrðu ræddar f aðildarfélögum.
• Starfshópurinn mun starfa óháð
skrifstofu EGF og stjórnun og ritara-
aðstaða verður látin í té af þeim
felógum sem sæti eiga í nefndinni.
• Meðlimir hópsins velja einn úr
smum hópi sem stjómanda/samhæf-
anda.
• Tillögur starfshópsins munu verða
sendar til allra aðildarfélaga EGF í
sfðasta lagi 10. maí 1996 og munu
mnihalda tillögur til að koma á: a)
Sjálfstæðara EGF. b) Hlutverki og
ábyrgð EGF. c) Stjómunarfyrir-
komulagi EGF. d) Fjárhags-
grundvelli EGF. e) Samþykktum
dög) EGF.
• Ákvörðun um tillögur vinnuhóps-
tns verður tekin í fulltrúaráði EGF
árið 1996.
• Að tillögunni samþ. voru eftir-
taldir samþ. f vinnuhópinn: Tom
Durbing, Tony Dubbins, Detlef
Hensce, Costantino Marconi,
András Bársony, Michel Muller og
mn Erik Thoresen sem veitir
vinnuhópnum forystu.
• Að sfðustu voru samþ. nokl
ályktanir um aðstoð við lönd
Austur-Evrópu. Einnig var stj
EGF falið að móta tillögur un
heimavinnuátölvurogmönn
prentvéla.
Oryggismál starfsmanna
Nániskcið fyrir öryggistrúnaðarnienn,
öryggisverði og stjórncndur fyrir-
tækja í prcntiðnaði var haldið dagana
22.-23. janúar sl. Það var Öryggisnefnd
prcntiðnaðarins sem stóð að þessu
námskeiði í samvinnu við Vinnueftirlit
ríkisins.
22 sóttu námskeiðið og er það frábær-
lega góð þátttaka miðað við þátttöku í
öðrum námskeiðum undanfarin ár.
Það sem helst þótti athugavert var að
námskeiðið væri of stutt. Þrír dagar er
það stysta til að hægt sé að fara í alla þætti
og gera þeim betri skil. Félag bókagerðar-
manna fékk hingað vinnuverndarfulltrúa
frá Grafiska Fackförbundct í Svíþjóð,
Göran Söderlund, og kynnti hann okkur
vinnuverndarmál í sínu heimalandi og var
það fróðlegt mjög. Eins minnti hann
okkur á Agenda 21, (þýtt á ísl. „Dagskrá
21“) en það er samþykktin sem gerð var á
Umhverfsismálaráðstefnu SÞ í Rio de
Janeiro fyrir nokkrum árum og
Islendingar eru aðilar að ásamt mörgum
öðrum þjóðum.
Kári Kristjánsson fræðslustjóri
skipulagði námskeiðið nieð Svani
Jóhannessyni frá FBM, en margir
sérfræðingar Vinnucftirlitsins tóku þátt í
fræðslunni, svo scm: Hólmfríður
Gunnarsdóttir, Sigurður Karlsson,
Hulda Ólafsdóttir, Jónína Valsdóttir,
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og
Sigurbjörg Sverrisdóttir.
Þá sagði Ágúst Guðjónsson prentari frá
reynslu þeirra í Svansprenti af notkun
sojaolíu og jurtahreinsa. Ólafur
Brynjólfsson kom frá Morgunblaðinu og
fræddi okkur um umhverfisátak sem þeir
cru að gera en þeir hafa náð sérstaklega
góðum árangri í förgun spilliefna og gæti
það verið öðrum til eftirbreytni, jafnvel í
öðrum greinum iðnaðar. Þá hélt Þórður
Sverrisson augnlæknir við Landakots-
spítala fróðlegan fyrirlestur um
augnvernd.
I lok námskeiðsins var farið í
vinnustaðaheimsókn til Morgun-
hlaðsins.
PRENTARINN ■ 5