Prentarinn - 01.01.1996, Page 8
FELAGSMAL
Við getum meira
og erum betri en við höldum
- Undirstöðurnar styrktar
Ætlið þið ekki
á félagsmála-
námskeiðið um
helgina? spurði
Margrét Friðriks-
dóttir á fyrsta
kvennafundinum
sem haldinn var
25. október niðrá
Hverfisgötu.
Undirtektir voru
drœmar og þar
sem ég hálf-
skammaðist mín
fyrir að þora ekki
á svona „rœðu-
námskeið“ afsak-
aði ég mig með
því að égfœri nú
ekki fyrr en ég
vœri búin að fara
á sjálfsstyrking-
arnámskeið og
J'annst þetta bara
nokkuð góð af-
sökun. Nógu
margar aðrar
léku þetta eftir og
ekkert varð affé-
lagsmála-
námskeiðinu
vegna lítillar
þátttöku.
GUÐNY
ÞÓRARINSDÓTTIR
En það leið ekki langur tími þar
til Margrét var búin að sjá við
mér. Hún hringdi og sagði mér að
stjóm FBM hefði ákveðið að bjóða
upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir
onur í félaginu og að allt væri
klappað og klárt. Nú væri engin
undankomuleið, á námskeiðið yrði
ég að mæta. Og auðvitað mætti ég.
Leiðbeinandi á námskeiðinu var
Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, en
hún hefur sett upp og kennt náms-
efnið víða um land fyrir Menningar-
og fræðslusamband alþýðu. Nám-
skeiðið fjallar um það hvernig fólk
getur byggt upp sjálfstraust og verið
öruggara í samskiptum. Undirtektir
við námskeiðinu voru góðar og á
síðasta degi innritunar var það full-
bókað og gott betur. Því var annað
námskeið ákveðið síðustu helgina í
febrúar.
Fyrra námskeiðið var haldið um
helgi, dagana 27. og 28. janúar og
þegar nær dró var ekki laust við
smáspennu f magavöðvum. Hvernig
færi þetta nú fram? Þyrfti maður
ekki að standa upp og halda ein-
hverja tölu í lokin til að athuga
hversu sjálfsstyrktur maður væri
orðinn? Um hvað í ósköp-
unum ætti maður að
tala? Bót í máli var
að flestar á nám-
skeiðinu voru
vinnufélagar á V
Morgunblað-
inu. Námskeiðið
byrjaði kl. 10 og
gekk ég inn í salinn v
eins ákveðin í fasi og \
mér var unnt. Leiðbein-
andinn, Ingibjörg Elsa A
Guðmundsdóttir, kynnti
sig og bauð okkur vel-
komnar en það voru varla 5
mínútur liðnar af námskeið-
inu er við vorum allar beðn-
ar um að kynna okkur og
segja á okkur deili í stuttu
máli. Nú byrjar það, námskeiðið
varla byrjað og maður á að fara að
halda ræður, en þó fór betur en á
horfðist.
Námskeiðið byggðist á fyrirlestr-
um, umræðum og æfingum. Þátttak-
endum var skipt í litla hópa og feng-
ið efni til að tala um og kryfja. Eins
og segir í kynningarbréfi um nánt-
skeiðið er markmið þess að þátttak-
endur skilji:
1. Að það er samhengi milli sjálfs-
trausts og framkomu manneskju,
sem hefur áhrif á samskipti
hennar við annað fólk.
2. Helstu þætti sem hafa áhrif á
sjálfstraust.
3. Að hver manneskja getur sjálf
haft áhrif á það hvort sjálfstraust
hennar er mikið eða lítið.
4. Helstu leiðir til að byggja upp
sjálfstraust.
Umræðurnar á námskeiðinu urðu olt
líflegar og dæmisögur Ingibjargar
féllu í góðan jarðveg og könnuðust
flestir ef ekki allir við dæmin sem
voru dregin upp, a.m.k. ef dæma má
af kollunum sem kinkað var í gríð
og erg til samþykkis. Virtist mörg-
um létt að sjá og heyra að flestir
höfðu reynt það sama eða svipað í
samskiptum sín-
um við
aðra. Sýnt var fram á að
alltof oft látum við vanmat stjóma
okkur, við miklum galla okkar fyrir
okkur og brjótum okkur niður í stað
þess að trúa því - og láta á það
reyna - að við getum meira og erum
betri en við höldum. Að það er
aldrei of seint að breyta því sem bet-
ur má fara og það eru leiðir til þess
að auka sjálfsvirðinguna og vera
ákveðnari. Athyglisvert var að heyra
hve samskiptamunstur getur haft
mikil áhrif - ekki bara á milli
tveggja einstaklinga og innan fjöl-
skyldunnar - heldur á heilu vinnu-
staðina. Farið var yfir hvemig sam-
skiptamunstur er æskilegast og
hvemig maður sjálfur getur haft
áhrif á það. Er ekki laust við að
maður sé jákvæðari eftir námskeið-
ið, bæði gagnvart sjálfum sér og
öðrum sem maður umgengst, og
umhugað um að bæta sjálfan sig og
samskipti sín við fólk. Það er auð-
velt að lesa og heyra hlutina en ann-
að að fylgja þeim eftir og breyta
rétt. En allt tekur sinn tíma.
Vinnufélagi minn, karlkyns, varð
vonsvikinn að heyra að námskeiðið
væri aðeins fyrir konur. Hann sagði
að körlum veitti ekkert síður af því
að fara á sjálfsstyrkingamámskeið,
þeir væru oft mjög lokaðir og hefðu
gott af því að auka
sjálfstraustið. Það væri
gaman að sjá hvort að-
sóknin yrði jafnmikil
og hjá konunum. En
við á námskeiðinu
vomm sammála um
það í lokin að allir
hefðu gott af því að
hrista upp í sér á
nokkurra ára
fresti, líta í eigin
barm og velta
fyrir sér sam-
skiptum sínum
við aðra, og
hvort ekki
væri þar eitt-
hvað sem bet-
ur mætti fara.
Eg hef hugsað mér að geyma
blöðin frá námskeiðinu á vísum stað
og glugga í þau annað slagið til að
minna mig á og halda því við sem
ég lærði á námskeiðinu. Að lokum
vil ég þakka FBM og Margréti
Friðriksdóttur fyrir framtakið.
8 ■ PRENTARINN