Prentarinn - 01.01.1996, Page 10

Prentarinn - 01.01.1996, Page 10
Sífellt aukin þörf og eftirspurn er eftir útivistar- möguleikum fyrir fólk sem er í lengra eða skemmra orlofi. Þetta er í auknum mœli að verða þeim Ijóst sem hafa af- skipti afog taka á móti ferðamönn- um. Byggðar eru sundlaugar og önnur íþrótta- mannvirki með miklum tilkostnaði, göngustígar eru lagðir, hesta- leigur settar á laggirnar og ótal margt fleira sem orðið getur ferða- mónnum og orlofsdvalar- gestum til ánœgju og af- þreyingar. Ólafur, Guðmundur og Dagbjartur að hefja einn af mörgum hringjum sínum sl. sumar. ÓMAR FRANKLÍNSSON Aorlofssvæði okkar bókagerðar- manna í Miðdal við Laugar- vatn hefur lítillega verið brugðist við og reynt að skapa afþreyingarað- stöðu, en mikið vantar enn til þess að fullnægjandi geti talist. T.d. vant- ar tilfinnanlega merkingu göngu- stíga, þvf margar áhugaverðar gönguleiðir eru útfrá orlofssvæðinu okkar. Nú getum við þó séð stórvirki í mótun þar sem aðstaða til golfiðk- unar hjá Golfklúbbnum Dalbúa er búi aðstöðu sunnan og austan við Menntaskólann, en sú aðstaða var afar frumstæð og svæðið hentaði illa til framtfðaruppbyggingar á golfvelli sem viðunandi gæti talist. Ekki rætt- ist úr fyrr en jörðin Miðdalur losn- aði úr ábúð, en sú hafði verið von margra bókagerðarmanna um all- langt skeið. Dalbúi og FBM gerðu með sér leigusamning til 40 ára, þar sem Dalbúi fékk til afnota túnin við bæinn. Fljótlega var hafist handa við óðum að taka á sig mynd. Dalbúi var stofnaður á Laugarvatni 1989 af ýmsu áhugasömu útivistarfólki. Mestmegnis fólki sem á eða hefur afnot af sumarhúsi á Laugarvatns- svæðinu og lokið hafði að mestu framkvæmdum við hús sín og leitaði nú hollrar afþreyingar fyrir alla fjöl- skylduna. Stofnfélagar voru um 100 af báðum kynjum og á öllum aldri. f hópnum leyndust nokkrir reyndir kylfingar, en flestir höfðu þó litla sem enga kunnáttu eða reynslu af golfíþróttinni. Fyrst í stað hafði Dal- Stjórn Golfklúbbsins Dalbúa. F.v. að ofan: Baldvin Ársœlsson, Jón Þ. Hilmarsson, Ólafur Pálsson, Ómar Franklínsson, Gunnar G. Schram, formaður og Hilmar Einarsson. hönnun 18 holu golfvallar því land- rými er nægt. Á miðju sumri 1994 var sfðan byrjað að spila 9 holur þó aðstæður væru frumstæðar. 1995 var ráðist í nokkrar framkvæmdir eða einsog fjárhagur þessa litla golf- klúbbs leyfði. Má segja að aðstæður hafi verið þokkalegar síðastliðið sumar á 9 holu velli. Þá varð geysi- mikil breyting á aðstöðu til félags- starfsins þegar hægt var að opna „Klúbbhús" Dalbúa í kjallara íbúð- arhússins í Miðdal eftir mikið og fórnfúst sjálfboðaliðastarf nokkurra félagsmanna klúbbsins. Þar má fá keyptar léttar veitingar og nauðsyn- lega smáhluti til golfiðkunar. Einnig má fá leigðar golfkylfur gegn vægu gjaldi. Allt þetta hafði í för með sér að mikil fjölgun varð á félögum og auk þess komu margir utanaðkom- andi og spiluðu. Nokkur mót voru haldin í sumar sem leið, misjafnlega fjölmenn. Meirihluti klúbbfélaga virðist vera byrjendur í íþróttinni og er það eðlilegt í nýjurn klúbbi. Nú á árinu 1996 verða talsvert miklar framkvæmdir við völlinn: Byggðar verða upp nýjar flatir, teigar lag- færðir, fyllt verður uppí skurði, út- búinn verður æfíngateigur og pútt- völlur tekinn í notkun og þegar er hafin gróðursetning trjáa. Einnig stendur til að koma upp gróðurreit trjáa þar sem fólk getur sett niður græðlinga sem til falla við afklipp- ingar. Græðlingana má síðar flytja til og setja niður á skipulögðum svæðum víðsvegar á vellinum þegar aðstæður leyfa. Allar framkvæmdir og hraði þeirra ræðst þó af því fjár- magni sem klúbburinn hefur til ráð- stöfunar. Fjáröflun á sér stað aðal- lega með þrennskonar hætti: Félags- gjöldum, tekjum af mótum og vall- argjöldum. Alltof fáir bókagerðar- menn hafa enn sem komið ér gerst félagar og vil ég nota tækifærið og hvetja fólk til þess að gerast virkir félagar og taka þátt í hollri útiveru og uppbyggingu golfklúbbsins á jörðinni okkar. Félags- og vallar- gjöld eru sennilega þau lægstu sem þekkjast. Allir geta verið með, konur og karlar, ungir sent aldnir og allir eru velkomnir í heimsókn í Klúbb- húsið í Miðdal. Orlofsdvalargestir hvort heldur sem er í orlofshúsum, hjólhýsum eða tjöldum ættu að nýta sér þá ágætu skemmtun sem í golf- íþróttinni felst. Stjóm Dalbúa skipa nú eftirtaldir menn kosnir á aðalfundi 1995: For- maður Gunnar G. Schram, gjaldkeri Hilmar Einarsson, ritari Ómar Franklínsson, meðstjórnendur Bald- vin Ársælsson og Jón Þ. Hilmars- son. Varamenn: Dagbjartur Jóhanns- son og Ólafur Pálsson. Sjáumst öll með hækkandi sól á komandi vori. • W 1 0 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.