Prentarinn - 01.01.1996, Síða 16
■ ■ ■ ORYGGISMAL
Prentarar reyna jurtahreinsa
Eins og flestum
prenturum er
kunnugt hefur
Iðntœknistofnun
í samvinnu við
Prenttœknistofn-
un staðið að
verkefni um
jurtahreinsa í
prentiðnaði.
Verkefnið, sem er
Evrópuverkefni,
er hluti SPRINT
áœtlunarinnar og
kallast
SUBSPRINT.
Það hófst fyrir
rúmu ári
hér á landi.
RAGNAR
JÓHANNSSON
IÐNTÆKNI-
STOFNUN
Fenginn var reyndur leiðbeinandi
frá DTU í Danmörku, Káre
Hendriksen til að þjálfa kennara hér
í notkun á jurtahreinsum. Hann hélt
einnig erindi hjá Félagi bókagerðar-
manna fyrir ári, eins og fram hefur
komið í Prentaranum.
Nú hafa verið haldin þrjú nám-
skeið um notkun jurtahreinsa og
fjölmargar kynningar.
Margir prentarar hafa nú reynt
jurtahreinsa og eru komnir með
góða reynslu - sumir hafa jafnvel
áralanga reynslu og nota ekkert ann-
að.
Við heimsóttum nokkrar prent-
smiðjur sem notað hafa jurtahreinsa
og ræddum við prentara um þessi
mál.
Fyrst voru heimsóttir þeir
félagar Axel Snorrason,
Helgi Hólm Tryggvason og
Sverrir Gíslason hjá Svans-
prenti en þeir eru þaul-
reyndir í jurtamálum...
Hvenœr byrjuðuð þið að nota
jurtahreinsa?
Axel: Við byrjuðum fyrir rúmum
fimm árum, þá reyndum við mörg
efni og gekk á ýmsu þar til við fund-
um það sem við notum núna. Það
var fyrir um fimm árum og þetta
hefur gengið stórvel og við höfum
ekki lent í neinum vandræðum.
Hvað finnst ykkur vera helsta
breytingin við að nota jurtahreinsa?
Sverrir: Andrúmsloftið - það hefur
stórbreyst. Nú er engin lykt hérna
inni og manni líður miklu betur í
höfðinu.
Axel: Maður fann það oft hér áður
fyrr að ef maður þurfti að þvo vélina
margoft og var svo að hella úr
hreinsikarinu á kvöldin að manni
varð hreinlega flökurt - það lá við
að maður kastaði upp. Ég var alveg
hættur að þola þessi efni. Svo var
konan alltaf að tala um það að þegar
maður kom heim á kvöldin væri
efnalykt út úr manni í fleiri tíma.
Þetta getur ekki verið gott fyrir
lungun eins og þetta fer með hend-
umar.
Nú hefur maður heyrt að sumir
prentarar lendi í vandrœðum, þá er
sérstaklega um að rœða tónun.
Lendið þið aldrei íþví vandamáli?
Sverrir: Nei, ég held að það komi
af því að þeir nota efnið einfaldlega
vitlaust. Maður verður að gæta þess
að nota aldrei of mikið. Ef of mikið
er notað getur það orðið eftir á vél-
inni eða farið að setjast á stangir
inni í henni og farið svo að drjúpa í
miðri prentun. Eða þá að þeir eru
ekki með rétt stilltar vélar. Það að
hægt sé að nota jurtahreinsa á vélina
segir þér að hún er rétt stillt og allir
valsar í góðu lagi. Ef olían fer ekki
af vélinni þá þýðir það að eitthvað
er að.
Helgi: Við hreinsum ekki bara vals-
ana með olíunni heldur einnig dúk-
ana og plötuna. Þetta er mjög gott á
plötumar. Plötur sem eru með farfa
sem hefur fengið að þorna jafnvel í
tvo daga er ekkert mál að ná góðum
aftur. Þær em hreinsaðar með jurta-
hreinsinum og gúmbornar á eftir -
settar í vélina og engin vandamál.
Notið þið jurtahreinsa á allar
vélarnar eða bara sumar?
Axel: Við notum jurtahreinsa und-
antekningarlaust á allar vélarnar
nema á sjálfvirka þvottakerfið, þetta
er gamalt kerfi og það gengur ekki
að nota olíuna á það. En þetta er
lokað kerfi svo við finnum ekki svo
mikið fyrir því.
Sverrir: Það kemur fyrir þegar við
erum að flýta okkur og þurfum að
skipta um lit að við gefum eina rönd
af venjulegum hreinsi til að flýta
fyrir. Það sparar tíma þegar við
erum að hreinsa af með vatni á eftir.
Axel: Annars er eitt atriði sem ég
man að Káre Hendriksen minntist á
þegar hann var með kynninguna í
Félagi bókagerðarmanna; það var
þetta með alkóhólið. - Hann sagði
að í raun þyrfti einungis 8% alkó-
hólblöndu á vatnskerfið. Við prófuð-
um þetta og það er alveg rétt en það
er ekki hægt að fara neðar. Við höfð-
um aldrei spáð í þetta en með þessu
höfum við sparað fleiri tunnur af
alkóhóli.
Prentsmiðjan Oddi hefur
einnig verið að athuga
notkun á jurtahreinsum
síðastliðna 9 mánuði.
Því var ekki úr vegi að
athuga hvernig málin
stæðu eftir eina meðgöngu
eða svo...
Hver er reynsla ykkar Oddaverja af
notkun jurtahreinsis?
Jóhann Freyr: Það fer eftir því
hvað þú meinar með reynslu.
Reynslan er orðin mjög góð núna á
einni vél, þar sem menn hafa virki-
lega einbeitt sér að þessu og allt
gengið vel og engir silfurmasterar
eru í spilinu. Einnig hefur þetta
komið mjög vel út á nýjustu vélinni
sem er með sjálfvirkum þvottabún-
aði, en annars staðar þar sem þetta
hefur verið prófað hafa menn lent í
vandræðum - þar sem eru silf-
urmasterar, eins og í GTO og eins
litar vélunum, þar hafa menn gefist
upp.
Hver eru aðalvandamálin sem þú
liefur séð ? Hvernig lýsa vandamálin
sér á silfurmasternum?
- Það er slikjan. Við fáum ekki
hreina prentun.
Hefurðu einhverja hugmynd um af
hverju þetta gengur ekki á silfur-
masternum en gengur á hinu?
- Silfurmasterinn sjálfur - við vitum
það fyrirfram, að hann er miklu við-
kvæmari fyrir öllum utanaðkomandi
áhrifum. Það verður að nota sérstök
þvottaefni og sérstaka meðhöndlun
og svo þegar í viðbót kemur jurta
olía sem þvæst ekki eins vel í burtu
og gufar ekki upp, þá sitjum við
uppi með vandamál, sem eru okkur
mjög erfið.
Við sjáum örla örlítið á þessum
1 6 ■ PRENTARINN