Prentarinn - 01.01.1996, Blaðsíða 18

Prentarinn - 01.01.1996, Blaðsíða 18
■ ■■ TÆKN I Stiklað á stóru um þróun flexóprentunar I Evrópu síðastliðin tíu ár Flexóprentun liefur ekki tekist aö veröa eins stór hluti af prent- iönaði á Islandi eiits og raun hefur orðið á í Evrópu. Þessi grein mín er œtluð til þess að varpa nokkru Ijósi á þróun flexóprentunar í Evrópu síðast- liðin tíu ár. Helstu heimildir mínar hef ég sótt í blað sem heitir Euro Flexo Magazine og gefið er át mánaðarlega en einnig hef ég leitaði fanga hjá Seybold í blaði þeirra „Report on Publishing Systems“ fyrir utan þá þekkingu sem ég persónu- lega hef aflað mér með vinnu minni hér í Svíþjóð. BJARNI JÓIMSSON Það er óhætt að segja að síðastliðin tíu ár hafi flexóprentun borið sig- ur úr býtum í „stríðinu“ á milli hinna mismunandi prentaðferða. Að undan- skilinni djúpprentun hafa allar prent- aðferðir vaxið að magni en flexó- prentun er hins vegar sú eina sem einnig hefur aukið markaðshlutdeild sína. Fyrir tíu árum var djúpprentun með stærri markaðshlutdeild en llexóprentun en nú er öldin önnur. I umbúðaiðnaði er markaðshlutdeild flexóprentunar u.þ.b. 50% á meðan djúpprentun hefur um 35%. Andstætt útgáfuiðnaði (blöð, tímarit og bækur) saman- stendur umbúðaiðnaðurinn af frekar sundurleitum markaði. Hinir mis- munandi hlutar hafa hver um sig sín sérkenni sem leiðir til þess að mis- munandi kröfur eru gerðar til flexó- prentunar. Þess vegna má sjá mis- munandi þróun á hinum sundurleita markaði eftir því hvar borið er niður. Vegna sundurleitninnar er erfitt að gera sér í hugarlund þörfina á notk- un flexóprentunar. Mikilvægasti hluti flexóprentunar er bylgjupappinn. U.þ.b. þriðjungur af þeim 60 milljörðum fermetra sem prentað er á árlega er bylgjupappi. Plastprentun (flexible, þ.e. prentun á plastfólíur) og sekkja/pokaprentun hefur um 25% hlutdeildar hvor um sig. Umbúðir fyrir vökva s.s mjólk, safa o.fl. hafa um 6% hlutdeildar og eru það einkum tvö fyrirtæki sem ráða þeim markaði en það eru Tetra Pak og Elopak. Minnsti hluti um- búðaprentunar er sjálflímandi lím- miðar en til hans teljast 2% markað- arins. A síðastliðnum tíu árum hefur flexóprentun nánast alveg tekið við prentun á bylgjupappa á kostnað annarra prentaðferða. Ástæður aukningar Astæður aukningar í flexóprentun á bylgjupappa eru aðallega tvær: í fyrsta lagi er um að ræða almenna aukningu, u.þ.b. 2% á ári, og í öðru lagi hefur eftirspurnin aukist. Þar skiptir miklu máli aukning í litanotk- un samfara betri prentun. í flexó- prentun eru aðllega tvennskonar prentvélar notaðar. Breiðvalsa (wide-web) rúlluprentvélar (rotation) sem hafa að meðaltali 5 prentstöðvar (unit) og arkavélar sem að meðaltali hafa 4 prentstöðvar. Það sem hefur orðið arkavélunum til framdráttar er að hægt hefur verið að aðlaga þær breytingum sem gerðar hafa verið á rúlluvélunum. Þær eru t.d. sjálfvirk hreinsun anilox valsa og fótósellu- stýrð samfallskerfi. Þegar rætt er um flexóprentun dettur flestum í hug plastprentun. I sjálfu sér er það ekki óeðlilegt þar sem gæðin hafa aukist mest á þessu sviði. Aukin gæði eru helsta skýring aukningar. Einnig má benda á að hlutdeild flexó er hærri í Norður- Evrópu en í suðurhluta álfunnar. Það er m.a. vegna lægri kostnaðar við gerð djúpprentsvalsa þar en í norð- urhlutanum. Að frátalinni gæða- aukningu hefur önnur þróun átt sér stað en það er að viðskiptavinurinn pantar minna upplag en áður. Þar sem stór hluti kostnaðar við djúp- prentun liggur í gerð valsa á hún í vök að verjast. Þessi þróun í átt til minni upplaga er m.a. vegna þess að líftími vörunnar er styttri en áður. Eg get nefnt sem dæmi íslenskuher- ferð Mjólkursamsölunnar sem gengur í ákveðinn tíma en síðan tekur við önnur „auglýsing". Endurbættar prentvélar Eg hef einnig séð, m.a. í starfi mínu hjá Tetra Pak (TP), hvernig fram- leiðendur drykkjarvara um allan heim nota umbúðir sem auglýsinga- miðil með allskonar gylliboðum. Þrátt fyrir að tekjur á hverja pöntun minnki vegna minna upplags þá vegur aukningin, vegna fleiri tilboða framleiðandans, upp tekjumissi prentsmiðjunnar og gott betur. En það er einmitt vegna þessara sífelldu skipta á verkefnum sem kostnaður hefur aukist. Sá tími og kostnaður sem fer í að skipta um verkefni í rúlluprentvél hefur í raun leitt til þess að framleiðendur vél- anna hafa á undanförnum árum ein- beitt sér að því að finna leiðir til að minnka þann kostnað. Afleiðing þessarar þróunar, ásamt betri prentun, hefur gert flexóprentun enn samkeppnishæfari við offset- og djúpprentun en áður. Tetra Pak keypti fyrir þremur áruni tvær stórar CI prentvélar (Central-Impression, þ.e. einn stór miðjuvals fyrir öll farfaverk) sem voru búnar því nýjasta á markaðin- um. Þar var meðal annars vélþræll sem sá um að skipta um valsa, sjálf- virkur hreinsibúnaður fyrir litakerfi og anilox valsa o.fl. Þá er vélin einnig útbúin til þess að taka við hefðbundnum prentmótavölsum (upplíming prentmóta fer fram beint á valsinn - síðan þegar prentun er lokið er allt rifið aí) ásamt því að nota hólka (upplímingin fer fram á hólka sem síðan er smeygt upp á til- tekinn vals þegar að prentun kemur). Hagræðingin sem felst í notkun hólka er að ekki þarf að rífa verkefnið af eftir prentun heldur eru hólkamir geymdir þar til næst þarf að nota þá. Notkun þessara hólka hefur aukist að mun undanfarin ár vegna þeirrar hagræðingar sem verður þar sem ekki þarf að kosta til nýju setti af prentmótum né vinnu við að líma upp valsinn. Önnur þróun sem átt hefur sér stað er að framleiðendur breiðvalsa prentvéla hafa hafið framleiðslu á meðalstórum prentvélum (u.þ.b. 600 mm á breiddina). Hægt er að reka þessar prentvélar með einum starfsmanni vegna aukinnar sjálf- virkni. Vegna minna upplags verka er sjálf afkastagetan ekki höfuðatriði heldur hve langan tíma tekur að skipta um verkefni. Enn eitt atriði á þessum áratug sem hefur aukið hlutdeild flexó- prentunar eru UV prentlitir. Helstu kostir þeirra eru: 1. Engin rokgjörn efni - þar af leiðandi engin mengun. 2. Punktastækkun í prentun verður líkari því sem er í offsetprentun sem hefur leitt til þess að hægt er að nota fínni rasta í litmyndir. 1 8 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.