Prentarinn - 01.01.1996, Síða 20

Prentarinn - 01.01.1996, Síða 20
PRENTARAR í HEILA ÖLD Hið íslenzka prentarafélag Nú hefur göngu sína kynning á söguritun FBM í tilefni af því að 100 ár verða liðin 4. apríl 1997frá því að bókagerð- armenn stofnuðu sín fyrstu samtök. I nœstu tölublöð- umfáum við frekara sýnishorn af þvílivað sagan hefur að geyma. Veður var fagurt - hæg austan- gola og tveggja stiga hiti - þegar 12 prentarar komu saman í Góðtemplarahúsinu sunnudaginn 4. apríl 1897 og stofnuðu Hið ís- lenzka prentarafélag. Stofnendur félagsins voru eftirtaldir prentarar: Aðalbjörn Stefánsson, Benedikt Pálsson, Bergþór Bergþórsson, Davíð Heilmann, Einar Kr. Auðuns- son, Friðfinnur Guðjónsson, Guðjón Einarsson, Hafliði Bjamason, Jón Arnason, Stefán Magnússon, Þórður Sigurðsson og Þorvarður Þorvarðar- son. Flestir þeirra störfuðu í stærstu prentsmiðjum landsins, Isafold og Félagsprentsmiðju. Dagskrá stofnfundarins hófst á því, að Þorvarður Þorvarðarson var kosinn fundarstjóri og Friðfmnur Guðmundur Magnússon. INGI RUNAR EÐVARÐSSON Guðjónsson ritari. Að því búnu voru tillögur að félagslögum, er undir- búningsnefnd hafði samið, ræddar og samþykktar. Að endingu var kos- in stjórn hins nýja félags og féllu at- kvæði á þann veg að Þorvarður Þor- varðarson var kjörinn forseti, Frið- finnur Guðjónsson féhirðir og Þórð- ur Sigurðsson skrifari. Ennfremur var varastjórn kosin og hana skip- uðu Benedikt Pálsson, Hafliði Bjamason og Einar Kr. Auðunsson. Hið nýja félag, sem svo miklar vonir voru bundnar við, hlaut nafnið Hið íslenzka prentarafélag og var iðulega nefnt Prentarafélagið manna á meðal. Markmið þess er sam- kvæmt 2. grein félagslaga: „að efla og styrkja samheldni meðal prentara á Islandi; að koma í veg fyrir að réttur vor sé fyrir borð borinn af prentsmiðjueigendum; að styðja að öllu því, er til framfara horfír í iðn vorri, og að svo miklu leyti sem hægt er tryggja velmegun vora í framtíðinni." Lögin, sem tekið hafa margháttuðum breytingum í tímans rás, bera með sér að hér ræðir um hreint stéttarfélag iðnlærðra prentara sem einskorðar starf sitt við kaup og kjör. Ekki er vikið einu orði að drykkjuvenjum félagsmanna eins og í Prentarafélaginu eldra, né er þar getið um stjómmál. Nokkuð hefur verið ritað um or- sakir þess að Hið íslenzka prentara- félag var stofnað. Ein áreiðanlegasta heimildin í því sambandi er Afmæl- isminning Hins íslenzka prentarafé- lags er kom út á 25 ára afmæli fé- lagsins 1922.1 ritnefnd sátu Aðal- björn Stefánsson, Agúst Jósefsson og Einar Hermannsson. Aðalbjörn var einn af stofnendum Prentarafé- lagsins en hinir gengu til liðs við fé- lagið skömmu eftir að það hóf starf- semi. Hér ræðir því um menn sem flestum hnútum eru kunnugir um upphaf og fyrstu spor félagsins. Þeir geta þess að kjör prentara voru svip- uð og annarra iðnaðarstétta - þegar prentnemar voru að enda námstím- ann og hillti undir sveinsréttindi, var þeim sagt upp starfinu og nýnemar ráðnir í þeirra stað. Við þetta mynd- aðist smátt og smátt flokkur full- numa prentara er leita varð í önnur störf til sjós og sveita og fengu að- eins vinnu við prentverk þegar mikil verkefni voru fyrir hendi. Eðlilega voru prentarar óánægðir með hina stopulu atvinnu og hin bágu kjör er hin sífellda nemendaviðbót skapaði. Því var oft um það rætt á árunum 1895 og 1896, er fundum prentara bar saman, „hverja nauðsyn bæri til að stofna stéttarfélag prentara, með því markmiði: að styrkja samheldni sín á milli; tryggja og vernda atvinnu sína; bæta launakjör sín og koma með samtökum í veg fyrir of mikinn nemendafjölda.“ Sú staðreynd, að prentsmiðjueig- endur í Reykjavík voru blaðaútgef- endur en ekki prentlærðir menn, brýndi prentara enn fekar í hags- munabaráttunni því þá sköpuðust ekki andstæður innan iðnarinnar milli meistara og sveina. Þess í stað urðu hagsmunaandstæður enn meiri á milli prentara annars vegar og at- vinnurekenda hins vegar. Prentiðnin hafði nokkra sérstöðu meðal iðn- greina í þessu efni. Hið íslenzka prentarafélag sótti sér fyrirmyndir að mörgum þeim framfaramálum er það barðist fyrir á bernskuskeiði sínu til Danmerkur. Ein ástæða þess var að þrír stofnfé- lagar - Friðfinnur Guðjónsson, Guð- jón Einarsson (sonur Einars Þórðar- sonar) og Þorvarður Þorvarðarson - höfðu starfað í Kaupmannahöfn fyr- ir stofnun félagsins. 1 Afmælisminn- ingu Hins íslenzka prentarafélags er vikið að þýðingu slfkra utanferða fyrir verkalýðsbaráttu hér heima: „I utanlandsferðum sínum kynntust prentarar samtökum stéttarbræðra sinna meðal annarra þjóða og fluttu heim með sér kenningar þær, sem slíkur félagsskapur byggist á, enda munu þeir allir hafa verið meðlimir slíkra félaga meðan þeir dvöldu er- lendis.“ Einu sinni prentari, ávallt prentari Hið íslenzka prentarafélag var ör- lagavaldur í lífí prentara. Kynni tók- ust iðulega er óharðnaðir piltar réð- ust í prentsmiðju sem nemar. Laun þeirra og önnur réttindi miðuðust við taxta Prentarafélagsins, sem samdi fyrir þeirra hönd allt frá árinu 1917. Þegar neminn varð fullnuma sveinn sóttist hann eftir inngöngu í Prentarafélagið. Þá urðu ítök félags- ins mun áþreifanlegri. Greiða þurfti félagsgjöld til þess - sem löngum þóttu allhá. En félagamir sóttu jafn- framt ríkulega til félagsins í veikind- um, atvinnuleysi og þegar elli kerl- ing takmarkaði vinnuþrek. Prentara- 20 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.