Prentarinn - 01.01.1996, Side 21
PRENTARAR í HEILA ÖLD ■■■
félagið var auk þess sá bakhjarl er
prentarar leituðu til er öll sund virt-
ust lokuð - þegar langvarandi veik-
mdi stefndu fjölskyldulífi í voða;
þegar afla þurfti farareyris til lækn-
mga erlendis, eða gefa út bók um
áhugaefni svo nokkurra tilvika sé
getið. Stjóm félagsins og félags-
menn tóku undantekningalaust vel í
slíka málaleitan því í þeirra huga
var prentari ávallt prentari, jafnvel
þótt hann hytfi að öðm starfí um
stundarsakir eða lengri tíma. Inn-
lendur stéttarbróðir eða erlendur
'ar ávallt aðstoðar verðugur væri
unnt að koma því við.
Hið íslenzka prentarafélag minnti
emnig á tilvem sína í sorg og gleði.
Fulltrúar þess sendu heillaskeyti
blóm, peningagjöf eða merka bók í
fogm bandi er félagsmenn áttu merk-
isafmæh. Og látnir félagsmenn voru
kvaddir með líkfylgd á vit nýrra
heimkynna handan við gröf og dauða.
belagtð greiddi útför félagsmanna og
blomsveigur var iðulega lagður á leiði
Peirra prentara sem tekið höfðu virk-
uu þátt í starfi félagsins. Hér var ekki
latið staðar numið þegar félagsmenn
attu 1 hlut, því ekkjur þeirra fengu
jolastyrk frá félaginu.
Hið íslenzka prentarafélag var þvf
ekki einungis stéttarfélag í hefð-
bundnum skilningi. heldur einnig
samhjalparfélag sem prentarar og
jolskyldur þeirra gátu leitað til í
§leði sinni og sorg.
Búskapur prentara
°9 rit Jóns Trausta
Kjara- og hagsmunamál voru ofar-
‘ega á baugi í Prentarafélaginu, en
mal af öðrum toga voru einnig rædd
f Undum prentara og stjómar fé-
agsins. Tveggja mála er bar á góma
a tyrstu áratugum félagsins verður
getið hér.
í febrúarmánuði 1924 ræddi Har-
aldur Jónsson um búskap prentara.
^erði hann að tillögu sinni að
Reykjavíkurdeild Prentarafélagsins
stuðlaði að því að þeir prentarar er
veikst hefðu af tæringu þyrftu ekki
að hverfa að hinni heilsuspillandi
prentlist þegar þeir hefðu náð sér eft-
ir veikindin, heldur gætu snúið sér að
búskap. „Hélt hann að norskt bú-
skaparlag myndi henta slíkum mönn-
um bezt. Þeir fengju vel ræktaða jörð
og nægan bústofn, sem þeir gætu svo
smátt og smátt eignazt. Upplýsti Har-
aldur að landsstjómin væri að láta
rækta land uppi í Mosfellssveit og
vildi að deildin sneri sér á sínum
tíma þessu viðvíkjandi." Nokkrir
fundarmanna tóku til máls um bú-
skap prentara og lyktaði því á þann
veg að þeir Haraldur Jónsson, Hafliði
Helgason og Einar Hermannsson
voru skipaðir í nefnd til að athuga
málið frekar. Ekkert virðist hafa orð-
ið úr frekari framkvæmdum.
A fundi Reykjavíkurdeildar HÍP
hinn 17. október 1927 fjallaði for-
maður deildarinnar um þá hugmynd
Jóns Þórðarsonar, er hann birti í
Prentaranum, að heiðra minningu
Guðmundar prentara Magnússonar
(Jóns Trausta) með því að félagið
keypti útgáfuréttinn á ritum hans og
gæfi þau út. Jón Þórðarson var ekki
mættur til fundar og því var málinu
frestað. Var það tekið upp á ný á
fundi deildarinnar hinn 16. janúar
1928. Jón Þórðarson kvað Guðmund
Magnússon vera eina stórskáld prent-
arastéttarinnar og víðlesnasta rithöf-
und landsins. Félagið myndi því ekki
bíða tjón af því þó það keypti útgáfu-
réttinn og gæfí bækumar út, enda
margar þeirra þá ófáanlegar. En hér
bjó fleira að baki. Jón kvað það hafa
vakað fyrir sér „að láta atvinnulausa
menn sitja fyrir því að vinna við út-
gáfu þessara bóka. Hann hugsaði sér
að félagið mundi í framtíðinni eign-
ast hús, þar sem það gæti haft prent-
smiðju og bókasölu. Aleit hann að
kaup og útgáfa á fyrmefndum bókum
mundi miða í þá átt, að styrkja félag-
ið.“ Málflutningur Jóns fékk góðan
hljómgrunn fundarmanna og málinu
lauk á því að kjörin var þriggja
manna nefnd til að athuga málið
frekar. I nefndina voru kosnir þeir
Jón Þórðarson, Gunnlaugur O. Bjam-
arson og Albert Finnbogason.
Nefndin hafði ekki
erindi sem erfiði því
fósturdóttir Guð-
mundar, Marta
Magnúsdóttir,
erfði útgáfuréttinn
og gaf rit Jóns
Trausta út í
samvinnu við
eiginmann sinn.
Guðjón Ó.
Guðjónsson
prentsmiðju-
stjóra.
Vélasalur
prentsmiðjunnar
Gutenbergs
1907.
PRENTARINN ■ 2 1