Prentarinn - 01.01.1996, Blaðsíða 22

Prentarinn - 01.01.1996, Blaðsíða 22
■ ■■ KJARAMÁL Kauphækkun, styttri vinnutími, endurmenntun Ljóst er að kjara- samningar verða lausir í árslok 1996. Ég tel skynsamlegt að nýta vel þann tíma sem eftir er af samnings- tímanum til að efla innra starf stéttarfélaga og brýna félags- menn til baráttu. Þau œttu að hœkka framlög í verkfallssjóði til að sýna við- semjendum að launþegum sé alvara með kröfunni um bœtt kjör. Það eru auðskilin skilaboð. Annað atriði sem taka þarf til íhugunar er að læra af fenginni reynslu. Þar þarf m.a. að viðurkenna að verkalýðshreyfingin hafí samið af sér ef þeir vamaglar sem núverandi samningar byggjast á eru ekki nægj- anlega tryggir. Enn fremur tel ég að samningar síðustu ára þýði í raun að það sé afar erfitt að semja við ríkis- valdið, því það stendur sjaldnast við gerða samninga. Fyrirgreiðsla á einu sviði hefur í raun þýtt niðurskurð á öðrum sviðum ríkisrekstrar og jafnvel fækkun opinberra starfsmanna. I raun má segja að verkalýðshreyfingin eigi nokkum þátt í niðurskurði velferðar- kerfisins með því að trúa í einfeldni sinni að hægt væri að semja við ríkis- stjómir, er hafa frjálshyggju að leiðar- ljósi, um skattaívilnanir án þess að það bitni á heilbrigðis- og mennta- kerfi landsins. Næstu samningar ættu því skilyrðislaust að vera einungis á milli atvinnurekenda og launafólks. Nú þarf verkalýðshreyfingin að stilla saman strengi og mæta til við- ræðna síðari hluta ársins með full- mótaðar kröfur. Hluti af þeim vanda sem nú er við að etja stafar af sundr- ungu innan hreyfingarinnar, einkan- lega milli ASI og annarra samtaka launafólks. Afar brýnt er að móta samræmda launastefnu sem tekur mið m.a. af starfsaldri, ábyrgð og menntun. Innan prentiðnaðarins starfa t.d. faglærðir og ófaglærðir bókagerðarmenn, grafískir hönnuðir sem margir hverjir em myndlistar- menntaðir og langskólagengnir blaðamenn. Launakjör þessara hópa þarf að samræma að nokkm. Umfram allt þarf að færa umræðuna um launa- kjör úr skúmaskotum í opna umræðu. Hlutur Félags bókágerðarmanna þyrfti að vera meiri f næstu samn- ingum en þeim síðustu. Þá urðu bókagerðarmenn að láta sér lynda að setjast að samningaborðinu þegar aðriiihópar launamanna höfðu samið um kaup og kjör. Bókagerðar- menn verða að endurheimta það frumkvæði í samningamálum sem þeir höfðu forðum tíð þegar þeir sömdu fyrstir um 40 stunda vinnu- viku og fleiri mikilvæg mál. Leið að því marki er að hefja nú þegar sam- starf við önnur iðnaðarmannafélög (Samiðn), Blaðamannafélag íslands og Félag grafískra teiknara. A þeim vettvangi þyrfti félagið að móta kröfur og fylgja þeim eftir í sam- vinnu við önnur félög. Eitt og sér má FBM sín lítils. Hvert ætti að vera inntak næstu samninga? Eg tel afar brýnt að þeir snúist um að atvinnulífið axli ábyrgð á fjölskyldum þessa lands. Þar þarf tvennt að koma til. I fyrsta lagi skapa atvinnu og hins vegar að stytta vinnu- tímann verulega þannig að foreldrar geti sinnt bömum sínum betur. Margt í því efni er þjóðinni til háborinnar skammar og þar geta atvinnurekend- ur ekki skotið sér undan ábyrgð. Nú er kominn tími til að koma á átta stunda vinnudegi í raun. Draga þarf úr yfirvinnu og það verður aðeins gert með verulegri hækkun dag- vinnulauna. Tillaga mín hljóðar upp á 30.000 kr. grunnkaupshækkun og e.t.v. vinnuafkastahvetjandi launa- kerfi þar ofan á. Þar sem iðulega hefur reynst erfitt að koma svo rót- tækum breytingum í gegn í heildar- samningum er ekki úr vegi að reyna vinnustaðasamninga við stærstu vinnuveitendurna. Mikilvægt er að launafyrirkomulagið sé sameigin- legt, t.d. hópbónus í deildum, til að færa launin í almennt eftirlit og ein- nig til að deila verkþekkingu innan hópa og læra af mistökum. Skyn- samlegt væri að gera slíka samninga til þriggja ára eða svo. Þessar hugmyndir þurfa ekki að þýða að launakostnaður fyrirtækja hækki ef framleiðni eykst að sama skapi og aukavinna minnkar. Því þurfa atvinnurekendur og launafólk að taka höndum saman og gera átak í framleiðni (allir vita að þar er víða pottur brotinn báðum megin borðs- ins). Um slíkt þarf að semja og samningsaðilar að koma á fót hag- ræðingamefndum eða öðru slíku, því verulegar breytingar í atvinnulífi gerast ekki af sjálfu sér. Tvennt er mikilvægt í því efni. Allar erlendar rannsóknir sýna að vinnudagurinn megi ekki vera lengri en 8 tímar til að framleiðni haldist mikil til lengri tíma. Hins vegar verður að tryggja að starfsmenn haldi sig að vinnu og afnema þannig óþarfa pásur og slugs. Þá verður jafnframt að efla verkundirbúning og bæta stjómunina þannig að verkefni séu iðulega eins vel skipulögð og frekast er kostur. Hver er afstaða verkalýðshreyf- ingar til atvinnutrygginga í stað at- vinnuleysistrygginga? Er ekki lag að hrinda slíku í framkvæmd í næstu samningum? Hver er afstaða samn- ingsaðila til þess að starfsmenn sem unnið hafa í prentsmiðjum í 5-10 ár eigi kost á 3-6 mánaða námsleyfi til nauðsynlegrar endurmenntunar? Námsleyfið yrði háð þvf að sækja námskeið Prenttæknistofnunar eða nám erlendis með aðstoð Fræðslu- sjóðs FBM (vel mætti hugsa sér að starfsmaður gerði samning við fyrir- tæki um að starfa áfram að námi loknu í eitt ár eða svo). Á meðan starfsmaður er í námsleyfi gætu atvinnulausir bókagerðarmenn feng- ið atvinnu og þannig haldið sér við í faginu og minnkað líkur á því að hverfa af vinnumarkaði fyrir fullt og allt. Breyttum forsendum hæfa nýjar lausnir. Það sérkennilega er að þær tillögur sem hér hafa verið nefndar kunna að auka samkeppnisfærni íslensks prentiðnaðar ef vel er á mál- urn haldið. Einkanlega er mikilvægt að tryggja aukna framleiðni með vinnutímastyttingu og markvissu eftirliti. Einnig er brýn nauðsyn að bókagerðarmenn eigi kost á stöðugri endurmenntun og ætti það að vera öllum ljóst á ári símenntunar. Að endingu er þess að geta að nú er lag til stórra verka. Stjómvöld hafa lækkað tekjuskatt fyrirtækja um 10% á nokkrum árum, aðstöðugjald hefur verið afnumið og laun og launatengd gjöld eru með því lægsta sem tíðkast í Evrópu. Ef íslensk fyrirtæki geta ekki greitt mannsæmandi laun við slík skilyrði eru forsendur atvinnu- rekstrar æði vafasamar hérlendis. • 22 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.