Prentarinn - 01.01.1996, Síða 23

Prentarinn - 01.01.1996, Síða 23
STJORN FBM Staða trúnaðarmanna I tilefni af viðhorfskönnun fyrir FBM hefur þess verið farið á leit við mig að ég skrifaði hugleiðingu uin trúnaðar- menn. Ikönnuninni er spurt hvort við- komandi viti hver sé trúnaðar- maður eða öryggistrúnaðarmaður á vinnustað og hvort viðkomandi leiti til hans við úrlausn mála. f ljós kom að um 70% vissu hver væri trúnað- armaður, en einungis 23% leituðu til hans. Ummæli einstakra svarenda voru einnig athyglisverð, þar sem kom fram það viðhorf að trúnaðarmenn njóti ekki verndar lengur sem slíkir og þeir eigi það gjaman á hættu að missa vinnu skipti þeir sér um of af málum. Að sjálfsögðu eru fleiri en ein ástæða fyrir því að trúnaðarmenn eru ekki notaðir í meira mæli en raun ber vitni. Við skulum vona að meginástæðan fyrir þessu sé sú að allt sé í lagi á vinnustaðnum, og því engin ástæða til að ónáða trúnaðar- manninn. Engin breyting hefur orðið á vernd trúnaðarmanna í starfi eða réttarstöðu þeirra á vinnustað allt frá því að samið var um trúnaðar- menn í kjarasamningum 1977. stéttarfélög og vinnudeilur sem sett voru 1938 voru svo lögfest ákvæði um trúnaðarmenn sem enn eru í fullu gildi. Segja má að ákvæði laganna um stéttarfélög og vinnudeilur séu grunnurinn undir stöðu trúnaðarmanna, en í 9.-12. gr. laganna er fjallað um þá. Ellefta grein laganna fjallar um sérstaka vemd trúnaðar- manna í starfi. Óheimilt er að segja trúnaðarmanni upp vinnu vegna starfa hans sem trúnaðarmanns eða láta hann á nokkurn hátt gjalda þess að stéttarfélag hefur falið honum að gegna trúnaðarmannsstörfum fyrir sig. Trúnaðarmaður skal að öðru jöfnu sitja fyrir um vinnu þurfi at- vinnurekandi að fækka við sig verkamönnum. Eins og fyrr segir er þetta ákvæði enn í fullu gildi og hafa dómar fallið á undanförnum árum sem staðfesta það. í kjarasamningum 1977 urðu verulegar réttarbætur varðandi trún- Trúnaðar- maður skal að öðru jöfnu sitja fyrir um vinnu. Óheimilt er að segja trúnaðarmanni UPP vinnu vegna starfa hans sem trúnaðarmanns eða láta hann á nokkurn hátt gjalda þess að stéttarfélag hefur falið honum að gegna trúnaðarmannsstörfum fyrir sig. lára V. JÚLÍUSDÓTTIR Ákvæði um trúnaðarmenn voru lögfest hér á landi árið 1938. Akvæði um trúnaðarmenn kom fyrst fyrir í kjarasamningum hér á landi árið 1935 þegar samið var um Sogsvirkjun. Þetta ákvæði var væntanlega sett að danskri fyrir- mynd en danskt verktakafyrirtæki hafði yfirstjórn á framkvæmdum við Sog. Árið 1937 gerði Dagsbrún kjarasamning við VSÍ þar sem kveðið var á um að stjórn Dags- brúnar væri heimilt að velja sér trúnaðarmann úr hópi verkamanna á hverjum vinnustað. f lögunum um aðarmenn. Samkvæmt þeim er starfsmönnum til dæmis heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5-50 manns og tvo séu starfsmenn fleiri en 50. Trúnaðarmenn eru kosnir til tveggja ára. Þeim er heimilt að verja eftir því sem þörf krefur tíma til starfa sem þeim kunna að vera falin af verkafólki á vinnustað og skulu laun þeirra ekki skerðast af þeim sökum. Þeim er einnig heimilt í tengslum við ágreiningsefni að yfir- fara gögn og vinnuskýrslur sem ágreiningsefnið varða. Trúnaðar- menn geta einnig boðað til fundar með starfsfólki tvisvar sinnum á ári á vinnustað í vinnu- tíma. Trúnaðarmaður skal bera kvartanir starfsfólks upp við verkstjóra eða aðra stjórnendur fyrirtækis, áður en leitað er til annarra aðila. Hér er lögð á það áhersla að reynt sé að leysa deilur innan fyrirtækisins áður en leitað er annað, eins og til dæmis til stéttarfélagsins. Trúnaðarmönn- um á vinnustað skal gefinn kostur á að sækja námskeið sem miða að því að gera þá hæfari í starfi. Öll þessi atriði voru til bóta þegar um þau var samið og hafa orðið til að gera hlut- verk trúnaðarmannsins mikilvægara en áður var. Að sjálfsögðu getur það bitnað á trúnaðarmanni að þurfa að fást við ágreiningsefni á vinnustað, sem hann er ekki beinn aðili að. Hlut- verkið hentar ekki öllum og krefst lagni í mannlegum samskiptum ásamt vilja til að láta gott af sér leiða. Ekki er sérstaklega greitt fyrir þetta hlutverk. Það gerir það kannski að verkum að í dag, þegar félagsleg samhjálp víkur fyrir ein- staklingshyggju, er ekki auðvelt fyrir menn að taka að sér svona hlut- verk. Þegar þar við bætist að nokkur dæmi eru um það á allra síðustu árum að trúnaðarmönnum hefur ver- ið vikið úr starfi er kannski ekki skrítið að hlutimir skuli vera í þessu horfi. I lokin vil ég aðeins ítreka að réttarstaða trúnaðarmanna er óbreytt frá því sem verið hefur. Allt frá árinu 1938 hafa þeir notið verndar í starfi og með samningum 1977 var hlutverk þeirra skilgreint betur. Það er svo stéttarfélaganna að fylgja því eftir að þeir njóti starfsöryggis og þeirrar verndar í starfi sem lög kveða á um. Trúnaðarmenn eru nauðsynlegur hlekkur í þeirri keðju sem verkalýðshreyfingin er. • PRENTARINN ■ 23

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.