Prentarinn - 01.03.1998, Síða 7

Prentarinn - 01.03.1998, Síða 7
filma er notuð verður að gera stafræna próförk annaðhvort af sjálfu skjalinu áður en rippað er eða helst af rippuðum gögnum til þess að sjá nákvæmlega hvemig verkið kemur til með að líta út þegar prentað er. Spamaður af þessu getur orðið allnokkur ef fyrirtæki ná að nýta sér þessa tækni út í ystu æsar, hann næst aðallega í efniskostnaði þar sem engar fílmur þarf og enga fram- köllun, færra starfsfólk þarf við verkið, hreinni plötur verða til þess að ekki þarf að fá nýjar plötur vegna þess að rykkom eða hár er í rasta og samfall er fulkomið milli platna. CIP3 (Tenging prentsmíbar, prentunar og bókbands) Arið 1993 vom Heidelberg menn famir að hugsa um hvemig hægt væri að tengja saman alla þætti framleiðslunnar og ná þannig fram svipaðri hagræðingu og þekkist í almennri fjöldafram- leiðslu. Þeir fengu til liðs við sig sérfræðinga frá Fraunhofer stofnuninni í Þýskalandi til þess að reyna að búa til tölvuskjal sem myndi auðvelda upplýsingaflæði í framleiðsluferlinu og í raun gera vélunum kleift að „tala saman“ með það fyrir augum að allur dauður tími myndi styttast, afköst aukast og mannleg mistök minnka vegna þess að framleiðsluferlið yrði staðlað. Þeir sáu fljótt þörfina fyrir upplýsingar sem búnar eru til á forvinnslustiginu til þess að reikna út farfanotkun, stilla brotvélar og hnífa, ásamt því að geyma allar upplýsingar um verkið sem áður voru geymdar á misgóðum vinnuseðlum. Þannig væri tryggt að allir væru að vinna með sömu upplýsingamar og þess vegna minni hætta á að mistök yrðu við framleiðslu. Síðan var ákveðið að bjóða öllum helstu framleiðendum í heiminum að taka þátt í verkefninu og CIP3 var orðið að veruleika. Kjami þessa verkefnis er skjal sem er kallað Print Production Format (PPF), það geymir mynd af forminum í grófri upplausn, öll Allir hafa heyrt um stafrænt verk- flæfti og flestir tengja þab strax vfb þá byltingu sem hefur orbib í forvinnslu prent- gripa á örfáum árum, en þar meb er ekki öll sagan sögb. stjómun og þar fram eftir götunum. skurðar-, samfalls- og brotmerki, gæðaupplýsingar, t.d. þekjustig (density) auk athugasemda frá prentsmíðinni (sérstakar PMS blöndur o.s.frv). Einnig eru allar upplýsingar um viðskiptamanninn og almennar upplýsingar sem væm venjulega á vinnuseðli geymdar í PPF. Eins og staðan er í dag þá notar PPF PostScript til þess að setja fram upplýsingar. Þess vegna er hægt að prenta hvem hluta skjals- ins út á venjulegan prentara sem skilur PostScript. Þar sem það færist sífellt í vöxt að hlutar í sama verkið séu framleiddir hver á sínum stað í heiminum þá er það gífurlegt öryggisatriði að allar upplýsingar séu til á stafrænu formi og hægt sé að senda þær heimshoma á milli með einum takka. CIP3 er í raun og vem leið til þess að geyma allar upplýsingar um verkið á einum stað á stafrænu formi og þess vegna þarf ekki að vera með útprentaða vinnuseðla og misgóða minnismiða sem geta farið á flakk þegar þeirra er þörf. Einnig gefa upplýsingamar kost á að láta allar vélar sem em notaðar stilla sig sjálfar og stytta þannig þann tíma sem færi í að velta málunum fyrir sér aftur, því að væntanlega er búið að gera það á undirbúnings- stigi ferlisins. Tölvustýrb prentun Eins og fyrr segir em prentvélar nútímans tölvustýrðar að öllu leyti, allir framleiðendur hafa þróað sína tegund af stýrikerfum og er takmarkið með þeim öllum það sama: að stytta undirbúnings- tíma, draga úr rýmun, auka afköst og auka gæði og ef það er erfitt, sjá þá til þess að gæðin séu stöðug og umfrarn allt fyrirsjáanleg. Það síðastnefnda er gert með því að láta sem minnstan hluta ákvarð- ana um gæði byggjast á dóm- greind sjálfs prentarans. Þetta kann að hljóma eins og það sé ekki hægt að treysta stærstu fjár- festingu fyrirtækisins, starfsfólk- inu! En hver kannast ekki við það að þurfa að skipuleggja fram- leiðsluáætlunina eftir því á hvaða vakt sérstaklega viðkvæmt verk- efni lendir til þess að láta besta manninn vinna verkið. Ef við lítum nánar á hvemig Heidelberg hefur hannað sitt kerfi til þess ná þessu takmarki, þá er þeirra kerfi er í raun tvíþætt, annars vegar kerfi sem stjómar sjálfri véiinni, og er það nefnt CP 2000 (áður CPC & CP Tronic) og hins vegar Data Control (DC) sem sér um að tengja vélina við önnur svæði framleiðsluferlisins og yfir- stjóm fyrirtækisins sjálfs. Til að fá hugmynd um hvernig þetta virkar er gott að elta einn form í gegnum prentferlið. Það em tvær leiðir til þess að reikna farfagjöf út með kerfinu, sú eldri er að skanna með plötuskanna (CPC 31) sem mælir út punktana með svipaðri tækni og þekjumælar nota, þ.e.a.s. ljósi er varpað á plötuna og endur- kastið síðan mælt og farfagildið reiknað með algóritmaformúlu. Hin leiðin er sú að nota sérstakt forrit (CPC 32) til að telja myndeindimar (pixel) í skjalinu og reikna þannig út gjöfina. Hér er komin fyrsta alvöm tengingin á milli prentsmíðar og prentunar og er þetta mjög mikilvægt fyrir CIP3 verkflæðið sem minnst var á að ofan. Þessar upplýsingar eru síðan færðar yfir á prentvélina á staðarneti fyrirtækisins (LAN) með aðstoð Data Control eða með því að vista þetta á PC-korti og rölta með það að vélinni. Þegar upplýsingamar em komnar í vél- ina er ekkert annað að gera fyrir prentarann en að láta vélina hefja undirbúning fyrir næsta verk með því að slá inn pappírsstærðir og aðrar breytingar sem gera þarf. Ef Data Control er fyrir hendi þá em allar upplýsingar þegar komnar í vélina og ekkert að vanbúnaði að hefja framleiðslu. Ef þetta á að virka vel, er nauð- synlegt að þekkja hið svokallaða fingrafar vélarinnar, þ.e.a.s. það verður að þekkja punktastækkun- ina sem verður þegar á ákveðinn pappír er prentað með ákveðnum farfa o.s.frv. Þessar upplýsingar verður að nota þegar farfagjöf er reiknuð, prófarkir eru teknar og þar fram eftir götunum. Frá stjómborði vélarinnar (CPC 1-04) er vélinni síðan stjórnað að öllu leyti og má þar nefna sjálfvirka plötuísetningu, þvott og samfalls- Cæbastjórnun á meban prentun stendur yfir Til þess að halda háu gæðastigi þarf nokkum búnað og hef ég ákveðið að skoða eitt tæki sem auðveldar þetta ferli. En fyrst er rétt að minnast á þá breytingu sem er að verða á eðli fjöllita verk- efna. Það færist í vöxt að hefð- bundin fjögurra lita prentun (CMYK) sé ekki nóg fyrir kröfur markaðsins, verk em oftar en ekki í fjórum litum ásamt einum til tveimur PMS litum eða þá að raunlitaprentun er notuð (Hexachrome). Hvort sem er notað þá er það hefðbundnum mælitækjum ofraun, gömlu góðu þekjumælamir ráða ekki við þetta sem skyldi. Því eru menn famir að nota svokallaða litrófsmæla, og er rétt að gera grein fyrir mismun- inum á þessum mælum áður en lengra er haldið. Þekjumælar kasta Ijósi í gegnum gegnsæja farfahimnuna og mæla síðan endurkastið frá pappírnum með sérstakri linsu (einni fyrir hvem lit). Kenningin er í stuttu máli að hvítt ljós samanstendur að jöfnum hlutum af rauðu, grænu og bláu ljósi (RGB), þannig að ef við mælum cyan t.d. þá drekkur farfinn f sig lítils háttar rautt ljós og endur- kastar grænu og bláu. Þegar linsan í mælinum nemur þetta endur- kastshlutfall þá er niðurstaðan sýnd sem mælingin fyrir cyan farfann. Það er því ekki liturinn sjálfur sem er mældur heldur ljós- ið sem farfinn hleypir aftur út, þannig að tveir algjörlega ólíkir litir geta sýnt sömu töluna á þekjumæli og ef við bætum við þeirri staðreynd að linsurnar og ljósgjafarnir í mælunum geta verið mismunandi þá em mælam- ir í raun og vero mjög ótryggir. Litrófsmælar vinna öðru vísi. Þeir nota skynjara til þess að mæla liti alveg eins og mannsaug- að skynjar þá, þ.e.a.s. augað hefur þrjá skynjara sem hver skynjar einn af frumlitunum (RGB/XYZ). Frh. á bls. 18 PRENTARINN ■ 7

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.