Prentarinn - 01.03.1998, Page 8
Miðdalsmótið, golfmót Félags
bókagerðarmanna, fór fram á
golfvelli Dalbúa í Miðdal 15.
ágúst 1998. Þetta var í þriðja sinn
fyrsta sæti án forgjafar, bikar fyrir
fæst pútt og bikar í kvennaflokki.
Einnig voru veittar viðurkenning-
ar fyrir að vera næst holu á 5. og
8. braut og lengsta teighögg á
3. braut, auk þess var dregið úr
skorkortum svo lengi sem verð-
laun dugðu. Aðalstuðningsaðili
mótsins var Hvítlist er veitti
ljölda verðlauna, einnig gaf
Morgunblaðið verðlaun og kunn-
um við því bestu þakkir fyrir
sem við höldum golfmót og að
þessu sinni voru þátttakendur 27.
Eftir kaffiveitingar var kepp-
endum raðað á teiga og er fáni var
dreginn að húni í Miðdal hófst
mótið kl. 11.30 undir öruggri
stjóm gjaldkera Dalbúa. Miðdal-
urinn skartaði sínu fegursta og
keppendur léku við hvern sinn
fingur í blíðskaparveðri. I mótslok
var boðið upp á veitingar og tóku
þátttakendur hraustlega við veit-
ingum eftir skemmtilega keppni.
Að þessu sinni var keppt um
farandbikar FBM í þriðja sinn, og
bikar fyrir fyrsta sæti með forgjöf.
Postillon-bikarinn var veittur fyrir
stuðninginn. Viðurkenningar og
verðlaun hlutu: 1. verðlaun í
kvennaflokki. Halla Svanþórs-
dóttir, en fjórir keppendur voru að
þessu sinni í kvennaflokki.
Púttmeistari FBM varð Halldór
Oddsson, með 26 pútt. 1. verðlaun
með forgjöf og farandbikar FBM
hlaut Jóhannes Ólafsson, með 68
högg, og Postillon-bikarinn,
1. verðlaun án forgjafar, fékk
Halldór Oddsson, með 87 högg.
Mjög ánægjulegt var hve margir
létu sjá sig að þessu sinni í mótinu
og má segja að hægur stígandi sé í
þátttöku. Og að sjálfsögðu verður
mót að ári um miðjan ágúst 1999.
Stefansstvpkup
1. maí 1998
Hinn 1. maí 1990 varstyrknum
úthlutað í fyrsta sinn samkvæmt
reglugerð um Stefánsstyrk Menn-
ingar- og fræðslusambands al-
þýðu og Félags bókagerðarmanna
en þar segir í 3. gr.: Styrkurinn
skal veittur í þeim tilgangi að
styðja einstakling, einstaklinga,
félag eða samtök vegna viðfangs-
efnis sem lýtur að fræðslustarfi
launafólks, menntun og menning-
arstarfi verkalýðshreyfingarinnar.
• 1990 fékk Margrét Guðmunds-
dóttir Stefánsstyrk íyrir dagbækur
Elku Bjömsdóttur.
• 1991 Þorbjöm A. Erlingsson,
fyrir myndbandið Réttur ykkar.
• 1992 Lúðrasveit Verkalýðsins,
vegna afmælisrits.
F.v. Sœmundur Arnason, Elín
Guðmundsdóttir ekkja Stefáns
Ögmundssonar og Karl Agúst
Úlfsson styrkhafi.
F.v. Bergþóra Ingólfsdóttir, Ari Skúlason, Þórunn Sveinbjarnardóttir og
Brynhildur Þórarinsdóttir.
• 1993 Gylfi Gröndal fyrir
safnrit ljóða um íslenska verka-
lýðsbaráttu.
• 1994 Iðnnemasamband íslands
vegna útgáfu á Sögu samtakanna.
• 1995 Helgi Haraldsson vegna
samningar og útgáfu á bók um
vinnuvemd.
• 1996 Arelía E. Guðmundsdóttir
vegna doktorsritgerðar um grund-
vallarbreytingar á íslenskum
vinnumarkaði.
Á síðasta ári féll styrkveiting
niður samkvæmt ósk stjómar
MFA er taldi sér ekki fært að
standa að úthlutun það ár vegna
erfiðs fjárhags og óskaði jafn-
framt eftir því að Stefánsstyrkur
yrði lagður niður. Samkvæmt
samkomulagi milli MFA og FBM
var því Stefánsstyrkur veittur nú í
síðasta sinn.
Á árinu 1997 afhenti BSRB
félaginu í tilefni 100 ára afmælis
kr. 100 þús. til Stefánsstyrks og
var styrkurinn í ár kr. 300 þús.
Karl Ágúst Úlfsson hlaut styrkinn
til að fullgera handrit að leikþætti
um karlinn og fjölskylduna,
sem ætlaður er til flutnings á
vinnustöðum.
Það er ánægjulegt að úthluta
styrknum til leikritagerðar þar
sem Stefán var mjög áhugasamur
um að fræðslu- og menningar-
starfið yrði unnið á meðal fólks-
ins, gert lifandi á vinnustöðunum
og var frumkvöðull að því að
MFA beitti sér fyrir lifandi starfi á
vinnustöðum.
8 ■ PRENTARINN