Prentarinn - 01.03.1998, Page 15

Prentarinn - 01.03.1998, Page 15
Hv e rj u b reyta nýj u Ný íög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða tóku gildi 1. júlí sl. Fyrir launafólk er mikilvægast aö áfram er byggt á hópabild á grund- velli kjarasamninga sem gilda á vibkomandi starfs- svibi. Lífeyrissjóbsabild flestra landsmanna er því óbreytt. En meb skilgrein- ingu á lágmarkstrygginga- vernd er opnab á þann möguleika ab sjóbfélagar geti rábstafab þeim hluta ibgjalds, sem er umfram lágmarkstrygginguna, í lífeyrissparnab. Almennum lífeyrissjóbum launafólks er nú heimilt ab ávaxta slíkan sérsparnab fyrir sjóbfélaga. Einnig eru skil- greindar þrjár leibir til ab jafna lífeyrisrétti til maka. Nýju lögin festa skylduab- ild ab lífeyrissjóbi í sessi og eftirlit meb því ab allir séu meb verbur hluti af almennu skattaeftirliti. Allir verba ab greiba í lífeyrissjób I nýju lögunum er ítrekuð sú lagaskylda að allir launamenn og sjálfstætt starfandi verði að greiða í lífeyrissjóð og iðgjaldið skal vera a.m.k. 10% af heildarlaunum fyrir hvers konar vinnu, starf og þjónustu. Hjá launafólki ákvarð- ast skipting iðgjalds af gildandi kjarasamningi og á almennum vinnumarkaði er skiptihgin yfir- leitt þannig að launafólk greiðir 4% og atvinnurekandi 6%. Skattfrelsi lífeyrisibgjalda Þegar launafólk greiðir í lífeyris- sjóð eru ekki reiknaðir skattar af 'iðgjöldunum. 4% framlagið er því dregið frá skattstofninum. Samhliða nýjum lögum um lífeyrissjóði var ákveðið að heimila fólki sem vill greiða hærra iðgjald til lífeyrissjóða að draga allt að 6% iðgjald frá skatt- stofni frá og með 1. janúar 1998. Þessum 2% getur launafólk ráð- stafað til að auka lífeyrisspamað sinn. (Sjá 2. og 6. grein laga nr. 141/1997 um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt.) Skilgreining lífeyrissjóba Með nýju lögunum verður sú framför að nú er skilgreint hvaða skilyrði lífeyrissjóðir verða að uppfylla til að nota það nafn. Meginskilyrðið er að sjóðimir verða að ábyrgjast öllum sjóð- félögum lágmarks ellilífeyri alla ævi auk lífeyris vegna örorku eða andláts. Þetta þýðir að nú er ekki lengur hægt að koma sér hjá því að taka þátt í uppbyggingu líf- eyristrygginga með því að safna peningum inn á bankabækur sem kallaðar voru lífeyrissjóðir. Abild ab lífeyrissjóbi Aðild að lífeyrissjóði ræðst hér eftir eins og hingað til af þeim kjarasamningi sem ákvarðar lágmarkskjör í hverri starfsgrein fyrir sig. Öflun lífeyrisréttinda er því áfram hluti af umsömdum kjömm hverrar starfsstéttar eða starfshóps. 1 undantekningartil- fellum getur verið um það að ræða að ekki sé til neinn kjara- samningur um viss sérhæfð starfssvið eða starfsgreinar. Þá þurfa viðkomandi að sækja um aðild að einhverjum sjóði skv. reglum sjóðanna. Lágmarkstrygging I lögunum er miðað við lág- markstryggingu sem öllurh ber skilyrðislaust að verða sér úti um. Lágmarkið er ævilangur ellilífeyr- ir frá 70 ára aldri hið síðasta. Upphæðin skal nema a.m.k. 56% af þeim mánaðarlaunum sem greitt hefur verið af að jafnaði á 40 ára inngreiðslutíma. Þá skulu allir hafa tryggt sér jafn háan örorkulífeyri auk þess sem lágmarkslífeyrir skal einnig fela í sér maka- og bamalífeyri. Flestir lífeyrissjóðir á almennum markaði tryggja sjóðfélögum sín- um nú þegar mun betri lífeyrisrétt- indi en sem nemur þessu lágmarki. Samsettur lífeyrir Lífeyrissjóðir geta ákveðið að breyta starfsreglum sínum þannig að iðgjaldagreiðslum sjóðfélaga sé skipt. Þá er skilgreint hvað greiða þarf til að uppfylla skilyrði um lágmarkstrygginguna. Þvf ' iðgjaldi sem er umfram lágmarks- trygginguna geta viðkomandi sjóðfélagar þá ráðstafað að eigin vali, t.d. í lífeyrisspamað í formi séreignar en ekki tryggingar telji þeir það hagstæðara. Með sama hætti getur allt launafólk ákveðið að nýta sér skattfrelsið á 2% viðbótariðgjald- inu til lífeyrissjóða með því að greiða það annaðhvort í lífeyris- tryggingar eða lífeyrisspamað. Sjóðfélagi hefur heimild til að ákveða að greiða viðbótariðgjald, umfram lágmarkstryggingu, til annars aðila en síns lífeyrissjóðs ef sá aðili uppfyllir skilyrði laganna. Lífeyrissparnabur Lífeyrisspamað má aðeins greiða út eftir sérstökum reglum sem skýrðar eru í lögunum. Þar er meðal annars kveðið á um að ekki megi taka lífeyrisspamað út nema á ákveðnum árafjölda. Sú nýbreytni er komin í lögin að almennir lífeyrissjóðir launafólks mega nú taka við og ávaxta lífeyrisspamað. Búast má við að fjöldi launafólks muni nýta sér það til að rýmka enn ljárráð sín eftir að eUilífeyrisaldri er náð eða til að komast fyrr á eftirlaun. Lífeyrisrétti jafnab til maka I lögunum eru skilgreindar þrjár leiðir sem hægt er að fara til þess að jafna lífeyrisrétti til maka. f nokkuð einfaldri mynd em þær eftirfarandi: 1. Sjóðfélagi getur ákveðið að allt að helmingur ellilífeyris- greiðslna hans renni til maka. Greiðslur falla niður þegar sjóðfélagi deyr en deyi maki á undan renna allar greiðslurnar til sjóðfélagans. 2. í síðasta lagi 7 árum áður en taka ellilífeyris getur hafist má sjóðfélagi fara fram á að allt að helmingur uppsafnaðra elli- lífeyrisréttinda hans sé notaður til að skapa sjálfstæð réttindi fyrir maka eða fyrrverandi maka. Réttindi sjóðfélagans skerðast þá sem því nemur. 3. Sjóðfélagi getur ákveðið að iðgjald hans renni að hálfu til þess að mynda sjálfstæð líf- eyrisréttindi maka. Þegar reiknað er út hvort sjóðfélagi standi við skilyrði um lág- markstryggingavemdina - 56% af þeim tekjum sem greitt er af að jafnaði - er litið svo á að tekjum hafi einnig verið skipt. Sjóðfélagi og maki þurfa því hvort um sig’að tryggja sér lágmarkslífeyri miðað við að tekjum sé skipt með sama hætti og iðgj.aldinu. Grundvöllur lífeyriskerfa Gmnnhugmyndin er einfaldlega að tryggja framfærslu þeirra sem lokið hafa starfsævinni. Flestallir standa fyrr eða síðar í þeim spor- um og meginmarkmiðið er því að tryggja hag fólks. Það er almenn siðferðileg krafa í vestrænum ríkjum að öllum sé tryggð mann- sæmandi framfærsla og því verða lífeyriskerfi að ná til allra með ein- um eða öðmm hætti. Séu ekki til almennir lífeyrissjóðir sem upp- fylla þessi skilyrði lendir það ein- faldlega á ríkissjóði að fjármagna lífeyri til allra með skattheimtu. Vegna þessa er augljóst að skoða verður lífeyrissjóðina í samhengi við almannatryggingar og önnur félagsleg úrræði samfélagsins. Fastréttindasjóbir /Fastibgjaldasjóbir Fræðilega er hægt að skipta lífeyrissjóðum í tvo flokka: Fastréttindasjóðír byggja á því að sjóðfélögum er lofað ákveðn- um gefnum réttindum á grund- velli ákvarðaðs iðgjalds. Áhættan af rekstri sjóðsins er yfirleitt bor- in af sjóðfélögunum sameiginlega eða af bakhjarli, t.d. launagreið- anda. Almennu lífeyrissjóðimir á Islandi eru fastréttindasjóðir og sjóðfélagar taka sameiginlega ákvörðun um breytingar á réttind- um eða iðgjöldum ef eignir og skuldbindingar standast ekki á. Fastiðgjaldasjóðir byggja á því að réttindi hvers og eins sjóð- félaga ráðast af þeirri ávöxtun sem fæst á iðgjöld. Hver einstak- ur sjóðfélagi ber áhættuna sjálfur. Þetta er einkenni á svokölluðum séreignarsjóðum. Sameignarsjóbir / Séreig narsjóbir Sameignarsjóðir einkennast af

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.