Prentarinn - 01.03.1998, Side 16
Heimild: Vinnan
þvf að með greiðslu iðgjalda öðl-
ast greiðandinn ákveðin réttindi til
elli-, örorku- og fjöl sky Idul ffeyris
en ekki ákveðna peningalega sér-
eign. Misjafnt er eftir aðstæðum
hvort og hvemig réttindin nýtast
og í því felst samtrygging sjóðfé-
laganna. Ahættunni af misjöfnum
aðstæðum er dreift mjög jafnt og
því er hægt að tryggja öllum við-
unandi réttindi. Sameignarsjóðim-
ir íslensku eru fastréttindasjóðir.
Séreignarsjóðir einkennast af
því að hver sjóðfélagi er með
sérstakan reikning og hann og
afkomendur hans fá aldrei greitt
meira né minna úr sjóðnum en
sem nemur iðgjaldi hans og þeirri
ávöxtun sem það hefur borið. Sér-
eignarsjóðir em því eðli málsins
samkvæmt fastiðgjaldasjóðir. Sér-
eignarsjóðir tryggja ekki ellilífeyri
til æviloka - innistæður geta klár-
ast mörgum ámm áður. Til að fá
að taka við lífeyrissjóðsiðgjöldum
samkvæmt nýju lögunum verða
því séreignarsjóðimir að bjóða
upp á sameignardeildir til viðbótar
eða selja sjóðfélögum tryggingar
með öðrum hætti.
Tryggingafræbilega „rétt"
Tengsl iðgjalda og réttinda em
mismunandi. I séreignarsjóðum
em tengslin nánust en þau em
veikari í sameignarsjóðunum þar
sem vikið er frá því sem væri
fullkomlega tryggingafræðilega
„rétt“ til að tryggja öllum lífeyri.
Það teldist tryggingafræðilega
„rétt“ að sérhver einstaklingur
yrði metinn í áhættuflokk og
áynni sér réttindi út frá iðgjöldum
í samræmi við það. T.d. þyrftu
konur að greiða hærri iðgjöld en
karlar til að öðlast sömu réttindi
þar sem þær lifa að jafnaði leng-
ur; fólk sem vinnur í atvinnu-
greinum með háa slysaííðni ætti
að greiða meira vegna örorkulíf-
eyris; bamafólk ætti að greiða
meira en einhleypir vegna fjöl-
skyldulífeyris og svo framvegis.
I íslensku samtryggingarsjóð-
unum greiða karlar og konur,
giftir og ógiftir, bamafólk og
bamlausir, sömu iðgjöld til að
öðlast samsvarandi réttindi.
Tillögur Alþjóbabankans
- þriggja stoba kerfib
I viðamikilli skýrslu sem byggð
er á rannsóknum á lífeyriskerfum
víða um heim og ástandi og
horfum í lífeyrismálum (1994)
leggja sérfræðingar Alþjóðabank-
ans áherslu á lífeyriskerfi sem
byggt er á þremur stoðum:
Stobirnar þrjár
I. Uppistaða kerfisins verði
sjóðssöfnunarkerfi með
skylduaðild. Það sé rekið utan
opinbera geirans en undir
opinberu eftirliti. Þetta svarar
til almennu lífeyrissjóðanna
hér á landi.
II. Opinbert kerfi með skyldu-
aðild, fjármagnað með skött-
um. Þetta svarar til almanna-
tryggingakerfisins hér á landi.
III. Frjáls einstaklingsbundinn
spamaður. A t.d. við um
spamað einstaklinga hjá
séreignarsjóðum.
Augljóst er að íslenska lífeyris-
kerfið uppfyllir að flestu leyti
þessa forskrift Alþjóðabankans
enda stendur það að flestu leyti
nokkuð vel og þykir til fyrir-
myndar.
Meginhugmyndin er að sam-
tryggingarsjóðimir verði uppi-
staðan í lífeyriskerfinu. Lffeyrir
almannatrygginga ætti þá að
takmarkast við flatan gmnnlífeyri
auk lágmarkstryggingar fyrir þá
sem enn ættu lítinn rétt í lífeyris-
sjóði. Þessu til viðbótar kæmi svo
frjáls spamaður einstaklinga, m.a.
í séreignarsjóðum.
Hlutverk ríkisins
Meðal þeirra hlutverka sem ríkið
á að gegna í lífeyrismálum að
mati sérfræðinga Alþjóðabankans
má nefna eftirfarandi: Kveða á
um skylduaðild að lífeyriskerfum,
hafa eftirlit með starfsemi sjóða,
mynda skattalegan hvata til frjáls
sparnaðar þar sem við á, stuðla að
þróun fjármagnsmarkaða, leggja
til lagaramma fyrir traustar fjár-
málastofnanir, skapa hagstætt
umhverfi fyrir spamað og skapa
stöðugan þjóðhagslegan ramma.
S-in þrjú,
styrkur lífeyrissjóbanna
Sjóðssöfnun, samtrygging og
skylduaðild em meginstyrkur líf-
eyrissjóðanna og þeir þættir sem
mest áhersla er lögð á, t.d. af sér-
fræðingum Alþjóðabankans.
Sjóðssöfnun er nauðsyn til að
standa undir lífeyrisréttindum
vaxandi fjölda aldraðra í framtíð-
inni, ekki síst við aðstæður þar
sem fólksfjölgun er hæg og hag-
vöxtur lítill. Sjóðssöfnun stuðlar
einnig að auknum þjóðhagslegum
spamaði og styrkir þannig
efnahagslífið.
Samtrygging er nauðsyn ef
tryggja á öllum sjóðfélögum
lágmarksréttindi. An hennar næst
ekki áhættudreifing sem dugir til
að tryggja öllum mannsæmandi
lífeyri og þá þyrfti að taka upp
mismunandi réttindi fyrir sömu
iðgjöld byggð á mati á viðkom-
andi sjóðfélaga og aðstæðum við-
komandi.
Skylduaðild er nauðsyn til að
tryggja að lífeyriskerfi nái til allra
og að ekki verði útundan hópur
fólks sem tryggja þyrfti fram-
færslu eftir öðrum leiðum. Þá er
það líka staðreynd að samtrygg-
ingin stendur og fellur með
skylduaðildinni. Geti aðilar kosið
að taka ekki þátt í samtrygging-
unni, telji þeir sér á einhvem hátt
betur borgið án hennar, eykst
mjög þunginn á þeim sem eftir eru
vegna minni áhættudreifingar og
þar með skerðast enn möguleikar
samtryggingarsjóða í samkeppn-
inni. Þessari keðjuverkun lýkur
með því að samtryggingarfyrir-
komulag sjóðanna hrynur og þá er
ekkert sem getur tekið við annað
en samtrygging í gegnum skatt-
heimtu með almannatryggingum
en skattgreiðslur em skylda.
íslenska lífeyriskerfib
Almennu lífeyrissjóðimir eiga
rætur að rekja aftur til ársins 1969
en þá var samið, í tengslum við
kjarasamninga á almennum
vinnumarkaði, um að setja upp
lífeyrissjóði með skylduaðild á
gmndvelli starfsgreina og fullri
sjóðssöfnun frá byrjun árs 1970.
A þessum tíma var aðeins
greiddur gmnnlífeyrir almanna-
trygginga sem nam aðeins um
17% af verkamannalaunum og
dugði því fráleitt til framfærslu.
1974 vom sett lög sem skyld-
uðu alla launamenn og atvinnu-
rekendur þeirra að greiða a.m.k.
10% iðgjald til lögbundinna eða
viðurkenndra lífeyrissjóða.
1980 var skyldan víkkuð út svo
hún náði einnig til sjálfstætt starf-
andi einstaklinga.
1986 var samið um að iðgjöld
skyldu greidd af öllum launum,
en ekki bara af dagvinnulaunum
eins og áður, og var þeirri skipan
komið á í áföngum frá 1987 til
ársbyrjunar 1990.
1991 vom sett lög um ársreikn-
inga og endurskoðun lífeyrissjóða
sem fólu bankaeftirliti Seðla-
efélag
bókagerðar-
manna
banka Islands eftirlit með því að
sjóðimir fæm að lögum.
I desember 1995 var gerður nýr
kjarasamningur milli Alþýðusam-
bands Islands og Vinnuveitenda-
sambands Islands um almennu líf-
eyrissjóðina þar sem m.a. er kveð-
ið á um að til þess að fá að taka
við 10% skylduiðgjaldi verði sjóð-
imir að geta staðið undir lág-
marksréttindum sjóðfélaga, sam-
ræmdar tryggingafræðilegar úttekt-
ir á stöðu sjóða, aukið eftirlit og
upplýsingastreymi til sjóðfélaga.
Ungt kerfi sem
er enn í uppbyggingu
Úttektir og skýrslur um almenna
lífeyriskerfið á Islandi sýna að
sjóðimir standa almennt mun
betur en talið hefur verið. Þetta
kemur skýrt fram í skýrslu Más
Guðmundssonar, hagfræðings hjá
Seðlabanka íslands (1995). Eftir
nokkra erfiðleika á áttúnda ára-
tugnum sem stöfuðu einkum af
takmörkuðum Ijárfestingarkostum
og neikvæðum vöxtum á tímum
mikillar verðbólgu, hafa eignir líf-
eyrissjóðanna vaxið hröðum skref-
um og þeir em almennt vel í stakk
búnir til að standa undir skuldbind-
ingum sínum. Þá hefur hagræðing
í rekstri átt sér stað, m.a. með sam-
einingu sjóða, og er rekstrarkostn-
aður sjóðanna mjög lítill.
Þar sem lífeyriskerfið er ungt
hér á landi og ekki er farið að
greiða iðgjöld af öllum tekjum
fyrr en 1990, má segja að lífeyris-
kerfið muni ekki öðlast fullan
þroska fyrr en í kringum 2040
þegar fyrstu einstaklingamir, sem
greitt hafa 10% iðgjald af öllum
sínum tekjum alla starfsævina,
hefja töku lífeyris. Samkvæmt
úttekt Más Guðmundssonar má
búast við að þá verði sjóðimir
orðnir meginuppistaðan í lífeyris-
kerfi landsmanna og standi undir
lífeyri sem er um 73% af heildar-
launum og þegar almannatrygg-
ingar bætast við verður lífeyrir
um 83% af heildarlaunum
viðkomandi.
Enn sem komið er em lífeyris-
greiðslur almannatrygginga hærri
en lífeyrissjóðanna en búast má
við að þetta snúist við í náinni
framtíð.