Prentarinn - 01.03.1998, Síða 17
Ljósm.: Lárus Karl Ingason.
setja einhveijar hömlur hvað þetta
varðar, þá verður enginn vandi að
fá þessa hluti gerða erlendis.
Erlend fyrirtæki í kringum okkur
velta ekkert fyrir sér fagréttind-
um. Við erum orðin partur af
þessum heimi og ekki lengur
einangruð hér uppi á Islandi. Áður
fyrr höfðu erlendar prentsmiðjur
t.d. ekki íslensku stafina og í því
fólst ákveðin vemdun. En í dag er
allt slíkt fjarri lagi.“
Þorgeir bendir á í þessu sam-
bandi að íslenskt fagfólk verði
líka að sýna fram á að það geri
betur en hinir ófaglærðu sem eru
að ná vinnunni af því: „Því ef við
ætlum að halda þessari vinnu inni
í prentsmiðjunum og hjá fagfólk-
inu verður fagfólkið líka að gjöra
svo vel að gera betur en þeir ófag-
lærðu eru að gera vítt og breitt um
bæinn. Um það finnst mér málið
fyrst og fremst snúast. Við verð-
um að vera með fólk sem hefur
yfirburða kunnáttu og þekkingu
og ég held að það sé það besta
sem við getum gert í því að halda
þessu inni í prentfyrirtækjunum."
Eru prentiðnaðarmenn deyj-
andi stétt?
„Þeir þurfa alls ekki að vera
það,“ svarar Þorgeir. „En að mínu
mati er nauðsynlegt að allir þættir
vinnslunnar séu fyrir hendi, svo
að þeir styðji hver annan, eins og
það er héma í Odda. Auðvitað
kemur þetta allt til með að
breytast í framtíðinni, miklu
minna verður af filmum, verkin
munu fara beint á plötu eða inní
prentvél úr tölvunum, en þá verð-
ur náttúrlega hæfni fagfólksins á
tölvunum ekki síður mikilvæg en
í dag. Áfram verður þrykkt á
pappír þrátt fyrir Netið og tölvur.“
Hvað vill Þorgeir sjá breytast í
íslenskum prentiðnaði?
„Eg held að til þess að geta
staðist erlendum keppinautum
snúning þurfum við að kunna að
skipuleggja okkur á sama hátt og
þeir. Menn labba ekki inní prent-
fyrirtæki erlendis og krefjast þess
að fá þjónustu eins og verið er að
veita hér á mettíma. Þessi ógur-
legi hraði hér heima hefur auðvit-
að bitnað á rekstrarmöguleikum
fyrirtækja sem geta engan veginn
skipulagt sig og náð hagkvæmni í
vinnubrögðum ef þeir em sífellt
að henda inn og út úr vélum verk-
efnum og láta vinna verkin á
óeðlilegum tímum sólarhrings-
ins,“ segir Þorgeir og er heitt í
hamsi. „Menn reyna svo auðvitað
að aðlaga sig þessum aðstæðum
með vaktavinnu, því það er mjög
algengt að það þurfi að redda
hlutum hér „over night“. Hins
vegar hef ég ekki mikla trú á að
við getum breytt þessu mikið, við
emm svo rosalegir skorpumenn,
Islendingar, og þessi læti orðin
samgróin íslensku samfélagi."
PRENTARINN ■ 1 3