Prentarinn - 01.03.1998, Page 18

Prentarinn - 01.03.1998, Page 18
Þorgeir segir erfitt fyrir hinn íslenska prentsmiðjueiganda að vera með kjaft og kröfur á við- skiptavininn og segir: „Við höfum auðvitað ákveðnu hlutverki að gegna sjálf og getum ekki bara kennt viðskiptamönnum okkar um. Þetta er að sjálfsögðu spum- ing um samvinnu milli prentfyrir- tækjanna og þeirra viðskiptavina og við getum ekki sett viðskipta- vinum okkar stólinn fyrir dyrnar því okkar hlutverk er auðvitað að þjóna. Spumingin er svo bara hvemig við gemm það best og hvernig við gemm það á sem hagkvæmastan hátt. Hagkvæmnin er það sem allt snýst um í dag.“ Undir stjórn Þorgeirs hefur rekstur Odda blómstrað og spyrli leikur forvitni á að vita hvort hann gœti hugsað sér að byrja frá grunni með rekstur prent- fyrirtœkis í dag. „Ef ég væri að byrja uppá nýtt í dag, er ég ekkert endilega viss um að ég veldi prentbransann," segir Þorgeir brosandi. „Þó held ég að bæði lítil og stór fyrirtæki í þess- urn iðnaði eigi mjög góða mögu- leika. En í því sambandi held ég að menn hljóti að þurfa að spá í meiri sérhæfingu til að ná hagkvæmni. Auðvitað er ákveðin sérhæfing í því að vera undir það búinn að taka á móti hverju sem er hvenær sem er og redda öllu eftir beiðni viðskiptavinarins. En það gefur augaleið að það er dýrara að vinna þannig heldur en að skipuleggja sig á afmörkuðu sviði. Hins vegar er öllu verra þegar prentsmiðjum- ar em að láta undan þrýstingi, riðla öllu sínu skipulagi og fá svo ekki greitt fyrir hlutina eins og þeir kosta í raun og vem. En slíkar uppákomur eru svo mönnun sjálfum að kenna, því þeir geta í dag verið með það gott upplýs- ingakerfi í fyrirtækjunum að þeir viti hvað kostar að fá hvem einasta hlut framkvæmdan og við enga aðra er að sakast en þá sjálfa séu þeir að fara út fyrir það.“ Mörg minni prentfyrirtœki líta Oddann hornauga og saka hann um að stela smáverkefnum frá þeim. Er stefna hjá Oddanum að 'ov í ? f ' \ v * - 5 g % koma litlu fyrirtœkjunum fyrir kattarnef? „Það er ekki stefna fyrirtækis- ins að koma neinum fyrir kattar- nef, það væri hreinlega fáránlegt," svarar Þorgeir ákveðið. „Stefna fyrirtækisins er náttúrlega að þjóna viðskiptamönnum sínum á eins hagkvæman máta og unnt er. Við emm ekkert uppteknir af öðrum fyrirtækjum, við emm bara uppteknir af okkur sjálfum og alls ekkert markmið að losna við keppinautana. Keppinautar munu alltaf verða til og það er eðlileg- asti hlutur í heimi." En hvaða ávinningur er það þá fyrir Oddann að taka inn smáverkefnin sem litlu prent- fyrirtœkin jafnvel lifa á? „Það er ekki ávinningur fyrir okkur að það komi illa út fyrir hinn,“ segir Þorgeir með sannfær- ingu. „Hins vegar er allt sem lýtur að betri nýtingu á framleiðslukerfi okkar ávinningur fyrir okkur. Það er nákvæmlega sama lögmálið sem gildir hjá okkur og hinutn. Ef maður nýtir ekki vélamar og mannskapinn næst engin hag- kvæmni. Og það þarf ákveðið magn verkefna til að fá skynsam- lega nýtingu út úr fjárfestingun- um. Það er það sem menn em uppteknir af daginn út og daginn inn. Það þýðir ekkert að vera að velta því fyrir sér hvaðan verkin koma og ég lít alls ekki á það þannig að við séum að taka af litlu prentsmiðjunum lifibrauðið. Geti þau ekki unnið verkin á nógu hagkvæman hátt verða þau að skoða vandann hjá sér. Því ef menn em með eina prentvél og keyra hana þrjá tíma á dag, gefur augaleið að þeir em að framleiða mun dýrari vöm en hinir sem eru með samskonar prentvél og ná að keyra hana á tveimur vöktum og fullnýta hana. Það er bara eðlilegt lögmál." Nú hafið þið verið að kaupa prentsmiðjur. Er markið sett á að sitja einir að markaðinum? „Nei, það er ekki markmið hjá okkur og væri í rauninni fáránlegt ef svo væri,“ segir Þorgeir. „Eg geri ráð fyrir að þú eigir við kaup okkar á G.Ben/Eddu. Okkur þótti vægast sagt mjög óeðlilegt þegar Iðnlánasjóður og Glitnir vom komnir útí prentsmiðjurekstur og famir að keppa við okkur, á sama tíma og við vomm viðskiptavinir þeirra og við gerðum athugasemd- ir við það. Þær leiddu síðan til þess að þeir ákváðu að selja og við sáum ágætis möguleika á samnýtingu á ýmsum þáttum sem báðar prentsmiðjumar voru með og nýttu mjög illa báðar tvær. Það var ekki síst í sambandi við bóka- framleiðsluna sem á rosalega erfitt uppdráttar á Islandi í sam- keppni við erlend fyrirtæki. Við sáum hagkvæmni í því að selja annan búnaðinn úr landi og reyna að ná meiri nýtingu á okkar búnað. Það hefur svo verið til hagsbóta fyrir bæði fyrirtækin og ekki síst til hagsbóta fyrir við- skiptamanninn sem er vitanlega stöðugt að bera okkur saman við fyrirtæki erlendis. Því ef við náum ekki hagkvæmni hér heima, fara verkin eitthvað annað. Bókaútgef- endur hafa ekki neinar hugsjónir um að halda prentverkinu á Islandi. Hagkvæmnin er númer eitt, tvö og þrjú.“ Hver er markaðshlutdeild Oddans íprósentum á íslenska prentmarkaðinum? „Það fer töluvert eftir því hvar okkur ber niður. Við erum talsvert stórir í bókaframleiðslu, nokkuð stórir í tímaritavinnslu og við höfum þokkalega hlutdeild í hinu almenna prentverki. En svona tölur eru ekki aðgengilegar og þetta hefur lítið sem ekkert verið reiknað út. Það eru á annað hundrað prentsmiðjur á landinu og ef teknar em veltutölur þeirra þá eru Oddi og Grafík samtals með 30-40% markaðshlutdeild eftir því sem við getum best séð.“ I mörgum vestrœnum löndum eru ákveðin takmörk fyrir því livað fyrirtœki mega vera stór miðað við fólksfjölda og samkeppnisaðstœður. Er eðlilegt hvað Oddinn er stór á mark- aðinum? „Það sýnist örugglega sitt hverjum um það. I mörgum greinum hér á landi eru fyrirtæki, sem hafa mun stærri markaðs-

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.