Prentarinn - 01.03.1998, Page 20
A ð a Ifu ndur
Abalfundur NCU var
ab þessu sinni haldinn
á Skagen í Danmörku
8.-11. júní 1998.
Fulltrúar FBM voru Sæmundur
Amason, Georg Páll Skúlason og
túlkur var Magnús Einar Sigurðs-
son. Formaður NGU, Finn Erik
Thoresen frá Noregi, setti þingið.
Sú breyting hafði orðið frá síðasta
aðalfundi ritari NGU, Olav Boye
er tók við ritarastarfi af Sture
Bjömqvist, fór til starfa sem aðal-
ritari IGF við fráfall Chris Pate og
tók Björn Harald frá Noregi við
sem ritari NGU. Þau mál er hæst
bar á þinginu auk venjubundinna
aðalfundarstarfa vom málefni IGF
og EGF en síðar á árinu verða að-
alfundir þessara samtaka. Einnig
lá fyrir þinginu lagabreyting um
að fækkað yrði í stjórn NGU
þannig að í stað 5 stjórnarmanna
yrðu 4 í stjóm. Kosin var sérstök
uppstillingamefnd til að fjalla um
og koma með tillögur um
stjómarsæti og átti Georg Páll
sæti í henni.
Sérstakur gestur þingsins var
aðalritari Alþjóðasambands bóka-
gerðarmanna (IGF), Olav Boye,
er skýrði frá stöðu mála hjá sam-
bandinu og einnig því að á aðal-
fundi IGF í október yrði gerð til-
laga um að ganga til samstarfs við
fjögur önnur alþjóðasambönd og
stofna alheimssamtök undir heit-
inu Union Network International
- UNI. En á undanfömum mánuð-
um hafa fjögur alþjóðasambönd,
þ.e. Alþjóða fjarskiptasambandið
(CI), Alþjóðasamband félaga í
sjónvarpi, útvarpi, skrifstofum,
ritara og tæknimanna (FIET),
Alþjóðasamtök prentara (IGF) og
Alþjóðasamband í fjölmiðlun og
menningu (MEI) verið að
hugleiða stofnun nýs alþjóðasam-
bands þessara samtaka. Nokkrar
mikilvægar ákvarðanir hafa
verið teknar.
Alþjóða íjarskiptasambandið
studdi á aðalfundi sínum í ágúst
'97 frumkvæði til að stofna ný
alþjóðasamtök, þing EGF og
stjórn IGF tóku álíka ákvörðun á
aðalfundi í nóvember '97og MEI
hefur lýst áhuga á að vera með.
&
Nordisk
Grafisk
U ni on
1998
Á fundi í des. '97 tóku full-
trúar þessara fjögurra
sambanda upp opna um-
ræðu um þessi málefni.
Til áframhaldandi
vinnu hefur vinnuhópur,
sem skipaður er af aðal-
riturum og forsetum sam-
bandanna, haldið fundi til að
hefja umræðu um nýtt alþjóða-
samband á nýrri öld.
Þessi íjögur alþjóðasambönd
eiga mjög margt sameiginlegt,
þau eru öll í alþjóðasamstarfi upp-
byggð á íjórum landsvæðum, hafa
ítarlega virkni í pólitík, stöðu
kvenna, starfi æskulýðs og eru
sérhæfð í stjórnunarstörfum.
Hugmyndin er að byggja
upp og auka þessa þjónustu við
aðildarfélög bæði svæðabundið
og alþjóðlega með stofnun aðal-
skrifstofu, skiptast á upplýsingum
um tækni, vinna saman að stjóm-
sýslu, samþættingu í menntun og
á öðrum sviðum. Hin nýju samtök
munu setja í forgang menntun og
lýðræði á nýrri öld. Samstarf
hefur þegar hafist.
Stjómir CI og FIET hafa
ákveðið að setja upp höfuðstöðvar
í Sviss (Nyon) auk þess sem þau
deila nú skrifstofu sameiginlega í
Bmssel. IGF hefur einnig áhuga á
sameiginlegri skrifstofu í Evrópu í
samvinnu femra alþjóðasamtaka.
CI og IGF hafa byrjað umræðu á
ákveðnum landsvæðum. Þetta
samstarf er byggt á samvinnu er
hefur verið stofnað til á bæði ljár-
hagslegum og tæknilegum gmnni.
Stefnt er að því að hafa útlínur
skýrar fljótlega til að aðilar geti
fjallað um málin á aðalfundum
sínum á þessu ári. IGF tekur mál-
ið fyrir á alþjóðaráðstefnu sinni í
október á þessu ári og stefnt er að
því að hægt verði að stofna ný
alþjóðasamtök í lok árs 1998.
Síðustu árin hefur félögum
1 6 ■ PRENTARINN
innan NGU fækkað en við
inngöngu HK í Danmörku fjölg-
aði þeim og nú em 94.422 félagar
innan NGU. Flestir eru í Svíþjóð
eða um 32.000 og fæstir í Færeyj-
um eða 48. A starfsárinu hefur
NGU staðið fyrir nokkrum ráð-
stefnum, m.a. um sveigjanlegan
vinnutíma og fjölmiðlun fram-
tíðar, einnig hefur verið nokkurt
starf í æskulýðsmálum á milli
NGU og GPMU (enska félagið).
Vinnuhópur hefur verið að störf-
um á starfsárinu og fyrir þinginu
lá skýrsla vinnuhópsins og þar
sagði meðal annars: I unga fólk-
inu er falin framtíð félaganna og
það er augljóst að NGU hefur
unnið vel að því að virkja yngri
meðlimi félaganna til starfa, á
næsta ári verður æskulýðsráð-
stefna og við munum virkja unga
fólkið til starfa með því að nota
Intemetið. Þeim félagsmönnum
FBM, sem hafa hug á því að vita
meira um þetta starf, er bent á
slóðina: www.vfe.interbase.co.uk.
NGU hefur alla tíð stutt starf
verkalýðsfélaga í öðrum löndum
með endurmenntun og uppbygg-
ingu félaga og nú eru í gangi
verkefni í Eistlandi, Lettlandi og
Litháen. Ingve Erikson gjaldkeri
NGU gerði grein fyrir fjárhagnum
og er hann það góður að ekki
verður innheimt félagsgjald fyrir
árið 1999. Ingve lét af störfum
sökum aldurs í stjóm og voru
honum þökkuð góð störf innan
NGU og færði FBM honum smá
gjöf sem þakklætisvott. Laga-
breyting um að fækka í stjóm
NGU var samþykkt gegn atkvæði
FBM og var þá gengið til stjómar-
kosninga og var tillaga uppstill-
ingarnefndar samþ. Stjóm NGU
til næstu fjögurra ára er þannig
skipuð: Formaður Finn Erik
Thoresen frá Noregi, varaformað-
ur Tom Durbing frá Danmörku og
meðstjómendur þeir Malte Eriks-
son frá Svíþjóð og Pentti Levo frá
Finnlandi. I varastjóm voru
kosnir þeir Roger Anderssen,
Ole Kidmose, Pekka Lathinen og
Jan Österlind. Þinginu lauk
11. júní og var boðað til aðalfund-
ar að ári í Finnlandi.