Prentarinn - 01.03.1998, Qupperneq 22
Stafrænt
alla le ið
Frh. af bls. 7
Litrófsmælar skanna sömu lita-
vídd og við sjáum (380 nm-730
nm) og mæla hvert litgildi fyrir
sig með 2-10 nanómetra millibili.
Þessum upplýsingum er síðan
hægt að snúa yfir í hvaða litrúm
sem er, oftast CIE lab rúmið,
þannig að við höfum upplýsingar
um sjálfan litatóninn en ekki end-
urkastið. Þess vegna geta engir
tveir litir haft sömu XYZ gildin
og allir litrófsmælar gefa sömu
niðurstöður. Því erum við ekki
bundin við að mæla sérstakan
PMS lit (sem er misvel blandað-
ur), skrifa niður þekjugildið og
elta það heldur nemur mælirinn
það og heldur litnum stöðugum.
Heidelberg selur gæðastjómun-
artæki sem heitir CPC 21 og
virkar það sem litrófsmælir en
líka er hægt að nota það til þekju-
mælinga og allra mælinga sem
menn þurfa að gera (punktastækk-
un, loðun (trapping) o.s.frv.). CPC
21 stjórnar áferð með því að lesa
grávægið (gray balance) og breyta
vægi staðallitanna þriggja sem
það er gert úr (CMY). Allar mæl-
ingar eru bomar saman við for-
sendur sem hægt er að slá inn í
tölvuna; það gæti verið
hússtaðallinn, fyrra verk fyrir
þennan verkkaupa eða eldri
prentun. Allar breytingar sem þarf
að gera er hægt að gera beint á
vélina eða segja prentaranum að
gera þær. Eftir prentun er hægt að
skoða frávikin sem hafa orðið
meðan á prentun stóð og sýna
verkkaupa línuritið ef upp koma
spumingar um gæði. Allar upp-
lýsingar eru geymdar og þær má
síðan nota til ýmissa verka í Data
Control kerfinu eða senda þær
sem CIP3 skjöl til annarra smiðja
sem eru að prenta sama verk.
Ávinningur fyrir
starfsmenn og stjórnendur
Flest stærri fyrirtæki nota ein-
hvers konar tölvukerfi (MIS) til
þess að skrá tíma, efni og aðra
kostnaðarhluta sem til falla í
rekstrinum. Sum þessara kerfa eru
mjög fullkomin og flest öll tilboð
og tímaáætlanir eru gerð með for-
sendum sem fengnar eru úr
gagnagrunni kerfisins og er vissu-
lega mikil hjálp í þessu. Hitt er
samt staðreynd að upplýsingarnar
sem settar eru inn í kerfin eru oft
ekki nógu hreinar, tímaskráningar
vilja gleymast á gólfinu og upp-
lýsingar um efnis-
notkun eru oft loðnar, svo ekki sé
meira sagt. Þetta leiðir til þess að
tilboð geta orðið óraunhæf vegna
þess að forsendur fyrir þeim eru
ekki réttar, menn lifa með öðrum
orðum við falskt öryggi. Þess
vegna uppskera fyrirtæki, sem eru
búin að fjárfesta í rándýrum
tölvustýrðum vélum, oft ekki
aukninguna í veltunni sem til var
ætlast. Hvað er til ráða?
Eina leiðin er að tengja allt
saman með svokölluðu fram-
leiðslu-upplýsinga-stýringarkerfi
(PMIS). Þetta kerfi heitir Data
Control hjá Heidelberg og fylgist
það með öllum þáttum framleiðsl-
unnar, færir upplýsingar á milli og
skráir nákvæmlega þannig að
hægt er að vinna með upplýs-
ingarnar í venjulegum MIS
kerfum (OPTIMUS, SHUTTLE-
WORTH o.s.frv.).
Mannshöndin kemur hvergi
nálægt og þvf eru allar forsendur
réttar, framleiðslustjórar hafa
góða mynd af gengi ákveðinna
verka í rauntíma og þurfa því ekki
að hringja í viðkomandi verk-
stjóra eftir fréttum, breyta fyrir-
mælum eða hraða verkum. Ef
eitthvað breytist í tímaröðinni,
þarf til dæmis að bjarga verki út
fyrr en áætlað var, þá færist það
verk hærra upp á listanum,
prentarinn sér að það hefur orðið
breyting á og pappírslagerinn veit
strax að koma þarf með pappírinn
í nýja verkið.
Svona gengur þetta líka fyrir
sig í bókbandinu, brotvélar og
hnífar eru á markaðinum sem
skilja annaðhvort CIP3 eða eru
með DC viðmóti, þannig að
allir eru að vinna með sömu
upplýsingarnar.
Stjómendur geta kallað upp alls
konar upplýsingar til að auðvelda
sér að sjá heildarmyndina á
rekstrinum. Þeir geta séð hlutfall
tímans sem hefur verið eytt í
þvott, hve mikið var notað af
þvottaefnum, hvemig einstakar
áhafnir hafa spjarað sig á einu ári,
orsakir fyrir bilunum, t.d. gengur
einhver ein tegund af pappír illa í
gegnum vélarnar og kostar þess
vegna meira en áætlað var; er
verið að nota aukabúnað
(t.d. lakkturna) nógu mikið; ef
ekki, þarf þá ekki að selja hann
meira o.s.frv. Svo er einnig hægt
að tengja vélina í gegnum Netið
til framleiðandans ef alvarlegar
bilanir verða, þannig að ef við-
gerðarmaður þarf að koma þá veit
hann hvað er að en þarf ekki að
byrja á því að panta varahluti og
lengja þannig dauða tímann.
En hvað þýðir þetta í raun fyrir
okkur? Ef fara á þessa leið við
framleiðslu prentgripa, þá kemur
starf hins almenna starfsmanns til
með að breytast allnokkuð,
prentarinn og bókbindarinn á
vélinni verða meira í eftirlits-
hlutverki og hægt er að sjá fyrir
sér að einn vel þjálfaður maður
geti séð um tvær til þrjár vélar í
fullri framleiðslu með einn eða
tvo góða aðstoðarmenn sér til
halds og trausts. Þetta verður seint
til þess að ekki verði þörf á vel
þjálfuðu og metnaðarfullu starfs-
fólki til þess að vinna við vinnsl-
una. Þvert á á móti hefur varla
nokkurn tíma verið eins mikil
þörf á því að allir leggist á eitt til
þess að láta breytingamar ganga
upp, því að ekkert kerfi er betra
en fólkið sem vinnur við það.
Prentiðnaðurinn hefur gengið í
gegnum stærri breytingar en þess-
ar á undanfömum ámm og fréttir
af andláti hans hafa oft verið
gefnar út, en þó alltaf verið stór-
lega ýktar. Það er mikilvægt að
fólk á öllum stigum í fyrirtækinu
skilji hvaða vandamál steðja að
prentsmiðjum á markaðinum í dag
og öllum verði gefið tækifæri til
þess að leggja sitt af mörkum til
þess að glíma við þau, og umfram
allt að skilja að svona breytingar
em ekki hugsaðar sem ógn við til-
vemrétt þess heldur þvert á móti
gerðar til þess að tryggja lifibrauð
þess sjálfs, því að eðli málsins
samkvæmt er erfitt að greiða út
laun ef fyrirtækið er að verða und-
ir í samkeppninni á markaðnum.
Stjórnendur verða að venjast
nýjum lögmálum við stjómvölinn,
þar sem sá sem þekkir sinn rekst-
ur best og getur unnið nógu hratt
úr réttum upplýsingum hefur yfir-
höndina gegn þeim sem á
hraðvirkustu vélina en sér kannski
ekki heildarmyndina á rekstrar-
umhverfinu sem hann vinnur í.
Hin árlega ferö eidri fé-
laga bókageröarmanna
1998 var farin miöviku-
daginn 12. ágúst og hófst
hjá Umferöarmibstöhinni
í Vatnsmýri kl. 8.30
stundvíslega. Ferhinni var
heitiö í Mýrdalinn viö
rætur Kötlu gömlu.
Ekið var framhjá Litlu kaffistof-
unni og gegnum Draugahlíðar, þar
sem vandalar af ýmsu þjóðerni
hafa rist nöfn sín í viðkvæman
mosann, og taka mun
árhundruð eða árþúsundir að afmá
þessa svívirðu af fjallkonunni.
Örstutt stans á Selfossi þar sem
hinir góðkunnu prentarar Björg-
vin Ólafsson úr Isafold og Jón
Otti úr Gutenberg bættust í
hópinn. Síðan áfram að Höfða-
brekku rétt austan við Vík í
Mýdal, þar sem fólk, sem statt var
á sandinum á árum áður, bjargað-
ist undan vatnsflaumi og jaka-
burði Kötlugosanna. Katla hefur
gosið að meðaltali tvisvar á öld,
sfðast 1918, hvað verðurnú 1998?
Borð úr rekaviðardrumb í anddyri
gististaðarins vakti athygli fyrir
marga árhringi. Aðspurður sagði
hótelhaldarinn að menn hefðu
talið frá 120 til 160 hringi eftir
mismargar ferðir á barinn, en
Reynir yfirlögregluþjónn í Vík,
sem aldrei smakkaði vín og var
blá-edrú, mældi fjölda hringanna
132. Reynir þessi var síðasti
maður vestur yfir Skeiðarársand í
síðasta Grímsvatnahlaupi, þegar
mörg hundruð tonna klakabjörg
mölvuðu brýmar yfir Súlu og
Gígju eins og eldspýtustokka
nokkrum andartökum eftir að
Reynir kom afturenda bílsins yfir.
Maturinn í Höfðabrekku var
blómkálssúpa og heimaalin
bleikja frá Fagradal, sem er næsti
bær við Höfðabrekku, hreinasta
hnossgæti. Fagradalsbændur
rækta silunginn í gömlum síldar-
tönkum og selja einnig ágætis
reykta bleikju. Þjónustan í Höfða-
brekku gekk vel fyrir sig og níutíu
manna hópur var afgreiddur á
rúmum klukkutíma, innan við
eina mínútu á gest.
Nú skiptist hópurinn. Annar
1 8 ■ PRENTARINN