Prentarinn - 01.03.1998, Side 24

Prentarinn - 01.03.1998, Side 24
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Margir eiga þann draum ab koma sér upp úr hjólförunum og skipta um farveg í lífinu. Þeir eru hins vegar tiitölulega fáir sem láta drauminn rætast og vísa hinni hversdags- legu rútínu á bug. Margt kemur til, kjarkinn skortir á stundum og mönnum vex í augum fyrirhöfnin og óvissan sem breyting á lífsmunstrinu hefur í för meö sér. Til aö gefa draumóramönnum sýn á líf hins prentlæröa í útlöndum, ætlum viö hér eftir aö vera meö fastan liö í blaöinu þar sem segir frá þeim útiögum prent- stéttarinnar sem hafa freistaö gæfunnar ytra. Ásberg „Beggi“ Magnússon prentari og hans fagra kona, Aldís Harpa Stefánsdóttir, sem er prent- smiður, höfðu lengi átt sér þann draum að flytja til útlanda og vinna við iðn sína í nýju um- hverfi. Þau létu svo til skarar skríða vorið 1997 og sigldu með bömin sín þrjú til strand- og smá- bátabæjarins Kragerö í Suður- Noregi þar sem Beggi hafði fengið vinnu í prentsmiðjunni Naper Information. Við slógum á þráðinn til Begga og lögðum fyrir hann fáeinar spurningar um prent- lífið í Noregi til þess að það megi vera öðrum fagmönnum til umhugsunar og upplýsingar. Hvað kom til að þið fóruð til Kragerö og hvernig fékkstu vinnuna? „Þetta Noregsdæmi hafði lengi blundað í okkur hjónunum. Við höfðum mikinn áhuga á að prófa eitthvað nýtt, afla okkur meiri þekkingar og reynslu og einnig langaði okkur til að sjá hvort ekki væri hægt að bæta eitthvað hjá okkur kjörin. Það var alveg von- laust fyrir fimm manna fjölskyldu að reyna að láta enda ná saman með einni fyrir- vinnu heima á Is- landi. Síðan var ákveðið að láta á það reyna að flytja til Noregs og hafði ég þá sagt upp starfi mínu í Odda. Ætlunin var að æða bara af stað og leita sér að vinnu, en á síðasta degi mínum í Odda kom Lárus úr rúllusalnum og spurði hvort ég væri að Ieita að vinnu í Noregi. Lárus hafði frétt að ís- lenskur verkstjóri hjá Naper í Kragerö væri að leita að prentur- um til starfa. Ég hringdi í mann- inn, Ingólf Sigurðsson, og sagði honum frá áhuga mínum á að Hver einasti Norö- maöur þekkir Vigdísi Finnboga- dóttur og flestir karimenn eru meö þaö á hreinu aö þaö séu fleiri konur á Islandi en karlar. flytja til Noregs. Ingólfur bað mig að senda sér afrit af prófskírtein- inu mínu og meðmæli, sem ég gerði um hæl. Daginn eftir hringdi hann svo til mín og spurði hversu fljótt ég gæti byrjað." Hvaða kosti hefur það fyrir faglœrða að vinna í Noregi? „Það er mikill kostur fyrir faglærða hér í Noregi að hér eru starfandi fleiri hundruð vel tækjum búin fyrirtæki sem maður getur unnið hjá, en heima er aðeins um fáein fyrirtæki að ræða. Það gefur ákveðna möguleika því samkeppnin um hæft og vel þjálfað starfsfólk er miklu meiri hér en á Islandi og það eykur tekjumöguleikana til muna.“ Segðu mér aðeins frá launa- málum, vinnutima og friðindum. „Hér í Noregi er samið tvisvar á ári, einu sinni fyrir allt landið og svo er samið á hverjum vinnustað fyrir sig. Kjörin eru því æði mis- jöfn á milli staða, en ég get sagt ykkur hvemig launin eru hjá Naper Information. Dagvinnu- launin, fyrir utan vaktaálag, eru um 180 þúsund íslenskar fyrir 163 tíma á mánuði. Þetta er ansi frábrugðið íslenska vaktavinnu- kerfinu. Kvöldvaktarálag og næturálag reiknast síðan ofan á tímakaupið. Ef unnin er auka- vinna getur tímakaupið hækkað ansi vel, því hér er vaktaálagið látið fylgja með í eftirvinnunni og ef ég vinn aukavinnu eftir nætur- vakt eru mér borgaðar 2.700 krónur íslenskar á tímann. Unnið er á þrískiptum vöktum, mánudag til föstudags, dagvakt er frá kl. 7-14:30, kvöldvakt frá 14:30-23 og næturvakt frá kl. 23-7. Kvöld- og næturvaktir eru fjórar í viku, en föstudagurinn er alltaf frír. Fyrir hverja nætur- vakt sem menn vinna fá þeir hálf- an dag í frí á launum, en þó aldrei fleiri en átta daga á ári. Sumarfrí er svo fjórar vikur, það em 10% af heildarlaununum, orlofspening- ar sem greiddir em út í júní.“ Hvernig gengur fjölskyldumti að laga sig að breytingunum og hvernig tekur norskt samfélag á móti Islendingum? „Fjölskyldan hefur haft það mjög fínt héma. Börnin, sem eru 15 ára strákur og 11 ára stelpa, hafa verið ótrúlega fljót að aðlag- ast norsku umhverfi og það tók þau ekki nema þrjá mánuði að læra norskuna. Þau hafa verið mjög dugleg að æfa bæði hand- og fótbolta með íþróttafélaginu hér á staðnum. Bæði í skólanum og í íþróttunum hefur þeim verið tekið opnum örmum. Eiginkonan hefur verið heimavinnandi með yngstu dótturina sem er að verða tveggja ára. Konan var merkilega fljót að komast inn í norskuna, lærði hana mest uppúr sjónvarp- inu og dagblöðunum. Mér hefur fundist gott að vera íslendingur í Noregi, það er eins og það sé eitt- hvað spennandi við Islendinga, allir sem við höfum hitt héma vita eitthvað um Island, hvort sem það er um náttúmna fögru eða þeir hafa hitt Islendinga á lífsleið sinni. Hver einasti Norðmaður þekkir Vigdísi Finnbogadóttur og flestir karlmenn em með það á hreinu að það séu fleiri konur á Islandi en karlar." Hvernig er starfsandinn í prentsmiðjunni og starfsmanna- málum liáttað? „Starfsandinn er rnjög góður hér í smiðjunni. Hér er starfsald- urinn frekar hár. Það kemur kannski til vegna þess að þetta er eina prentsmiðjan í bænum og fólk er ekki mikið í því að flytja til annarra bæja og reyna fyrir sér í vinnu. Þeir sem hafa flutt koma allir til baka, heldur fyrr en seinna. Hjá Naper er starfandi starfsmannastjóri og hefur sá um- sjón með öllu sem viðkemur líðan starfsmanna, þ.e.a.s. komi upp óánægja hjá starfsmanni reynir starfsmannastjórinn að leysa úr því eins og hægt er. Það eru haldnir starfsmannafundir í hverri deild ársfjórðungslega með verk- stjóra, framleiðslustjóra og starfs- mannastjóra. Á þessum fundum er farið yfir allt sem á undan er Ég er á wKjggMF þeirri skoöun 'y aö þaö sé betri .f f afkoma hér í !j: . y Noregi en heima, 'yr' sérstaklega fyrir fjölskyldufólk. gengið og það sem er framundan og er þá oft mikið líf í tuskunum." Ertu með heimþrá og hvers hefur þú saknað helst frá íslandi? 20 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.