Prentarinn - 01.03.1998, Qupperneq 26

Prentarinn - 01.03.1998, Qupperneq 26
Hlaupib á hækjum hugvits Hrörnun Hrörnar skrokkur, hvað er þetta? Afhausnum er nú allt að detta. Fúnir eru fœtur tveir. Fallin spýtan - get ei meir. Magakvillar, mergur soginn, mitt er blóðið orðið þunnt. Hoifum allur lífsins loginn, ég lifi svona upp á punt. Mér er bráðum búið hel, ég bíð og verð þvífeginn, því eins og allir vita vel er vorsól hinum megin. Verð helgur maður himnum á, ég held að það sé rakið, og víst er það að vil ég fá vamgi og stél á bakið. Þ.E. 1992 Mér flaug í hug að ég væri orð- inn nokkuð gamall, er ég sat við borð heima hjá mér og hellti kaffi í djúpan öskubakka og sló ösku af sígarettu í kaffibollann minn. Þetta hafði reyndar komið fyrir áður, en ekki hvort tveggja í senn. Það gefur augaleið að ég varð „ösku“reiður. Hvort þetta stafaði af gáleysi eða kölkun læt ég ósagt. En til að hegna mér fyr- ir glapræðið, hellti ég kaffi í boll- ann og drakk sullið í botn. Nokkrum dögum síðar fór ég að velta fyrir mér, hvort ekki væri hægt að koma í veg fyrir slík axarsköft, og hvað væri helst til ráða. Hætta að reykja sígarett- ur og drekka kaffi? Nei, það var af og frá. Eg ályktaði, að eftir að hafa stundað þessar nautnir í sex- tíu ár, og þær deyft bæði andleg- ar og líkamlegar þjáningar og stytt mér stundir á erfiðum tím- um, þá væri það óhugsandi. Lík- amlegt ástand virðist í ágætu lagi, þótt auðvitað geti ég verið kominn með krabbamein, en við því er þá ekkert að gera. Hætta að drekka brennivín? Eg var bú- inn að kreista alla þá nautn og skemmtun út úr því sem unnt var, ef hægt er að orða það svo, og ekki drukkið neitt sem heitið get- ur í hartnær heilt ár. Ekki var það af neinni dyggð, heldur hræðslu. Eg bjóst ekki við að mín ágæta lifur þyldi meira og að langtíma drykkja gæti riðið mér að fullu. Nú kviknaði sú hugmynd, að ég skyldi skrifa eitthvað skemmtilegt, þótt ekki væri nema fyrir sjálfan mig. Auðvitað var hún alveg út í hött. Eins og flestir vita hafa vísindarannsóknir leitt í Ijós að í hverju fylleríi deyja heilafrumur í hundraða þúsunda tali. Samkvæmt þeim útreikningi ættu aðeins fáeinar að vera eftir í ntínum haus. En þrátt fyrir það hefi ég ákveðið að einbeita mér að skriftum og lýsa „frati“ á þessar óhugnanlegu kenningar og reyna að hressa upp á það vit sem eftir kann að vera. Eg vil taka fram, að þótt ég minnist á sjálfan mig í ýmsum frásögnum, þá mun ég forðast að segja frá afrekum mínum, enda smá í sniðum og því hætt við óviðeigandi raupi. A hinn bóginn mun ég leitast við að lýsa skemmtilegum uppákomum, segja eftirminnilegar sögur. Eg hef verið heppinn, kynnst mörg- um skemmtilegum mönnum og konum, sem hafa ekki kallað allt fiskur ellinnar. Ekki fer hjá því að töluverður hluti frásagnar minnar verði tengdur föður mínum. Fyrstu sex árin í Ameríku og síðar, þ.e. eftir að hann kom heim til íslands árið 1937 og þar til hann lést árið 1950 aðeins 54 ára gamall. Arin sem ég vann hjá honum, bæði í Litho- prenti og einnig um tíma við málmrannsóknir fyrstu tvö árin. En uppistaðan í frásögnum um hann er ekki einungis bundin baráttu fyrir tilveru Lithoprents, heldur og ffásögnum hans, sem ná yfir tuttugu ára feril hans í Kanada og Bandaríkjunum. Hann kom vfða við á starfsferli sínum og stundaði yfir 60 atvinnugreinar á þeim tíma. Það væri því synd ef það félli allt í gleymsku og dá. Þetta verður því sambland af frásögnum hans og alls konar uppákomum, sem ég tók þátt í með honum, en þar koniu einnig vinir okkar og kunningjar við sögu. Astæðunni fyrir ævintýralífi föður míns verður sennilega best lýst með orðum hans sjálfs, þegar hann svaraði spurningu minni varðandi það: „Ég hefi ávallt verið miskunnarlaus keppnis- maður, hvað vinnu snertir, þótt skemmtilegast að byrja á neðsta þrepi og síðan keppst við að komast á toppinn. Ég byrjaði t.d. sem sópari hjá stórfyrirtækinu General Electric í Chicago og sá um þrif á salernum, en náði að fikra mig upp í vandasamari hjá útgerðarfélagi í Boston. Þar byrjaði ég sem hjálparkokkur og vann síðan margvísleg störf, síð- ast sem fyrsti vélstjóri, en skip- stjóri varð ég ekki. Ég afskráði mig af togaranum en vann áfram hjá félaginu og varð að síðustu framkvæmdastjóri þess. En það fór sem áður fyrr, ég nennti ekki að sitja á skriftstofu sem ráða- maður þar. Fékk ég þá þá hug- mynd að gerast málmleitarmaður á Islandi." Auðvitað voru mörg viðfangs- efnin slæm og sum nöturleg á þessum tuttugu árum, en að þeim komum við síðar. Til gamans má geta þess, að þegar hann vann sem „janitor" (húsvörður), þ.e. við hreingemingar og snúninga, þá hafði hann strangan yfirmann, sem ætlaði sér áreiðanlega að komast langt í kapphlaupi um stöðuhækkun. Hann skipaði Einari að fara í sendiferð um vinnusalina og átti hann að koma við á þeim leiðum, gera þetta og gera hitt. Gekk hann þá svo langt að Einari ofbauð, svo hann stöðvaði fyrirskipanir hans og sagði: „Viltu ekki að ég nái mér í kúst, stingi skaftinu upp í rassinn á mér og sópi gólfin í leiðinni?" Koníak á pelann Fyrsta árið í lífi mínu var ekki neinn dans á rósum. Yfir Kanada gekk þá barnaveiki, er kölluð var „sumarveiki", sennilega kólera eða eitthvað henni skylt. Úr þess- unt sjúkdómi létust um fjörutfu 22 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.