Prentarinn - 01.03.1998, Síða 27
af hundraði bama innan tveggja
ára aldurs. Ég fékk þessa veiki
og dró svo af mér, að búist var
við að ég lifði ekki af.
Svo var það seinnipart dags, er
Bernskubrek
Ekki man ég mikið frá frum-
bemsku minni í Winnipeg. Þó
man ég óljóst eftir að hafa leikið
mér á sleða með bömum í mikl-
nema vegna gjaldsins sem mér
var gert að greiða fyrir að sauma
nokkur spor í tána, en það var
jafnvirði hálfs annars dagsverks í
hörku stritvinnu skógarhöggsins.
því kem ég síðar,“ svo brosti
hann íbygginn á svipinn. „Þegar
við höfðum lokið öllum undir-
búningi var komið hörkufrost.
Gátum við Guðmundur þá lagt af
faðir minn kom heim frá vinnu,
að hann leit niður í vögguna, þar
sem ég lá, og sá sér til skelfingar
að ég var dauða nær. Hann hugs-
aði með sér, að eitthvað yrði hann
að gera, þreif pelann sem lá við
hlið mér, fór fram í eldhús, opnaði
þar koníaksflösku og lét dijúpa
sem svaraði einni teskeið saman
við mjólkina. Taldi hann víst, að
ef þetta hefði ekki áhrif þá væri ég
dauður hvort sem væri. Ég saug
þetta góðgæti í mig og hélt því
niðri. Sá faðir minn þá ekki betur
en að ég væri orðinn rall-hálfur og
farinn að hjama við. Hann endur-
tók tilraunina þrisvar sinnum og
eftir nokkra daga hafði ég náð
fullri heilsu.
Ég var skírður af góðvini
föður míns, séra Ragnari Kvaran,
sem var þá sóknarprestur í Winni-
peg. Hann fluttist síðar til íslands.
Leiklistin var eitt af meginhugðar-
efnum hans og eftir að heim kom
starfaði hann á vegum Leikfélags
Reykjavíkur, bæði sent leikari og
leikstjóri. Lék hann þar mörg
hlutverk, þar á meðal Skugga-
Svein í leikriti Matthíasar
Jochumssonar: Útilegumönnun-
um. Ég sá hann í því hlutverki í
Iðnó 1935, og eftir sextíu ár
stendur hann enn ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum mínum, og
fallega baríton-röddin hans hljóm-
ar enn fyrir eymm mér. En því
miður fengu íslendingar ekki að
njóta hæfileika hans nema örfá ár,
því hann lést á besta aldri, aðeins
rúmlega fertugur.
um kulda. Faðir minn gekk þá að
ýmsum störfum, en aðal „hobby“
hans var leiklistin. Gæti ég trúað
að vinátta hans við Ragnar
Kvaran hafi átt rót sína að rekja
til þessa sameiginlega áhugamáls
þeirra, en báðir munu þeir hafa
lagt leið sína til Gimli, sem var
aðal menningar- og skemmtistað-
ur Vestur-Islendinga á þeim tíma.
Vorið 1922 fluttumst við í
skóglendi nálægt Winnipegvatni,
og man ég eftir bústaðnum sem
átti eftir að vera heimkynni okkar
um sumarið, en það var bjálka-
kofí. Hann var afgirtur, og inni
var hann einn salur, óinnréttaður,
berir bjálkamir blöstu við mér.
Ég minntist á þetta við móður
mína einum fimm ámm síðar og
var hún mjög undrandi á því að
ég skyldi muna eftir þessu, frá
því ég var aðeins tveggja ára
gamall, og spurði mig um krakk-
ana sem ég hafði leikið mér við,
en eftir þeim mundi ég ekki.
Hins vegar mundi ég óljóst eftir
því þegar pabbi var að fara til
vinnu. Hann kvaddi okkur börnin
með kossi og klappaði á kollinn á
okkur.
Eftir að faðir minn kom heim
sagði hann að þetta væri rétt
munað, og bætti við: „Það var
einn morgun að ég kom haltrandi
heim, ég hafði af slysni misst
skógarhöggsöxina ofan á löppina
á mér, nieð þeim afleiðingum að
stóratáin á vinstra fæti skaddaðist
svo, að ég varð að leita læknis.
Ekki væri þetta í frásögur færandi,
En ósköp voru stóm augun ykkar
sorgmædd, þegar þið vissuð að
pabbi hafði meitt sig.“
Pabbi sagði mér einnig frá því,
að um haustið hefði hann hætt
störfum, enda verið meinilla við
alla erfiðisvinnu, og fluttum við
þá aftur í borgina. Nú varð
sniáhlé á frásögn hans, en svo
spurði hann: „Manstu eftir
nokkru fleira frá þessum tíma?“
„Nei,“ svaraði ég. „Þá væri ekki
úr vegi að ég segði þér framhald-
ið: Um haustið var mikil eftir-
spum eftir fiski og verð því í há-
marki. Þama sá ég mér leik á
borði, til að hagnast, og ákvað
því, eftir að hafa haft samband
við reyndan fiskimann, Guð-
mund Jóhannsson að nafni, að
við í félagi færum til veiða um
veturinn út á Winnipegvatn, strax
og það legði, og stunduðum þar
dorgveiðar gegnum ísinn um
veturinn. Við notuðum tímann,
meðan við biðum þess að ísinn
yrði mannheldur, til að smíða
stóra sleða, urðum okkur úti um
veiðarfæri og annan búnað og
öfluðum okkur matfanga til dval-
ar á ísnum. Einnig leituðum við
allra hugsanlegra upplýsinga um
hvemig við ættum að bera okkur
að ef eitthvert óhapp henti okkur.
Já, sonur sæll!“ Hann drap titt-
linga og snússaði sig nokkrum
sinnum, sem var hluti þeirra
kækja sem hann hafði vanið sig á
allt frá bemsku, en hélt svo
áfram: „Eitt var það sem við tók-
um ekki með í reikninginn, en að
stað út á vatnið með tvo stóra
fullhlaðna sleða í eftirdragi. Við
höfðum mannbrodda á fótum og
broddstaf í hendi. Ferðin tók um
það bil viku og vorum við þá
komnir um hundrað kílómetra frá
öllum mannabyggðum. Við höfð-
unt að sjálfsögðu litlar upplýs-
ingar um færðina á vatninu, en
vfða hafði snjóað. En það kom
lítt að sök vegna kuldans. Geng-
um við langtímum saman á
hjami, sem var tiltölulega þægi-
legt. Þegar komið var í áfanga-
stað hlóðum við vistlegt snjóhús.
Guðmundur var dugnaðarmaður
og tókst okkur Ujótt að koma öll-
um nauðsynjum fyrir. Við hvíld-
um okkur í einn sólarhring eftir
erfíði ferðalagsins, en tókum svo
til við veiðarnar, sem gengu með
ágætunt. Því miður hafði ég ekki
kynnt mér vinnuaðferðir umfram
það, að bora skyldi göt á ísinn,
nota net en dorga með
fæmm meðan beðið væri árang-
urs af netalögnunum."
Eitt var það sem hann minntist
sérstaklega á, og það voru ullar-
vettlingar. Hvor um sig þurfti
tuttugu pör á degi hverjum, því
vettlingamir frnsu á höndum
þeirra á mjög skömmum tíma.
Vettlingunum var síðan safnað
saman og þeir þurrkaðir í snjó-
húsinu yfir nóttina sem bendir til
þess að tiltölulega hlýtt hafí verið
í híbýlum þeirra.
Frh. í nœsta blaði
PRENTARINN ■ 2 3