Prentarinn - 01.04.1998, Síða 6

Prentarinn - 01.04.1998, Síða 6
Þetta er ótrúlega mikilvægt og flókið ferli og ekki er nein ein leið betri en önnur, fyrirtæki verða að hugsa um sínar eigin þarfir og vinna málið f samvinnu við við- skiptavini sína. Það þarf að hafa á hreinu hvað þeir eru tilbúnir að samþykkja sem góða og gilda próförk. Það er líka ekki lengur sjálfgefið hvar í flæðinu prófarkir eru gerðar, það getur verið hvar sem er á forvinnslustiginu þó að reynsla manna af áreiðanleika PostScript sé sú að best sé að gera prófarkir af rippuðum gögnum til þess að vita nákvæmlega hver út- koman verður. Marga rita má lfka nota til prófarkagerðar en það er kannski ekki góð nýting á fjárfest- ingunni. Mikill aragrúi stafrænna prófarkatækja er til á markaðnum í dag og öll hafa þau eitthvað til síns ágætis en ekkert eitt er full- komið fyrir allar aðstæður. Sparnaður og markaðsadstæður Plötusetningartæknin er bara einn hlekkur í stafræna verkflæðinu og eitt og sér á svona tæki ekki eftir að breyta neinu fyrir fyrirtækið sem kaupir það, þessi þróun neyð- ir iðnaðinn til ítarlegrar og hrein- skilnislegrar naflaskoðunar. Tæknilegu atriðin eru mikilvæg og geta í sjálfu sér réttlætt miklar fjárfestingar, spamaður getur orð- ið mikill. Efniskostnaður verður minni, færra starsfólk þarf við plötugerð, vinnslutími styttist, minna rými þarf til verksins og síðast en ekki síst aukast gæðin. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að neitt af þessu gerist því að ef mikill meirihluti verka, sem smiðjan vinnur, kemur á filmum þá þarf að kaupa sérstaka gerð af skönnum (copy dot) sem geta breytt filmum í tölvugögn. Tölvu- kerfið sem fyrirtækið notar þarf 6 ■ PRENTARINN Efniskostnaður verður minni, færra starsfólk þarf við plötugerð, vinnslu- tími styttist, minna rými þarf til verks- ins og síðast en ekki síst aukast gæðin. Tnásos .... að geta ráðið við þau fírn af gögn- um sem notuð eru við vinnsluna - ekki síst verður það að geta geymt öll verkin á stafrænu og hand- hægu formi, því að ef til dæmis þarf að gera nýja plötu á síðustu stundu verður að vera hægt að komast í gögnin tafarlaust. En til þess að uppskera alla hagræðing- una þarf að líta á málin í víðara samhengi. Menn þurfa að endur- skilgreina stöðu sína í „fæðukeðj- unni“, prentsmiðjur sem vinna með gögn frá aragrúa prentsmíða- og auglýsingastofa þurfa ekki að búast við því að allt gangi upp nema einhverjar reglur séu lagðar til grundvallar og menn skilji stöðu hver annars. Það sem hefur verið að gerast til dæmis hér í Englandi er það að menn eru fam- ir að vinna með færri utanaðkom- andi aðilum bæði í sambandi við hið eiginlega verkflæði og líka hvað snertir efniskaup. En sam- vinnan er mun nánari en áður var, forvinnslufyrirtækið gerir plötur og prófarkir nákvæmlega eftir stillingunum á vélum prentsmiðj- unnar og pappírs- og farfafram- leiðendur eru vel með á nótunum, vita nákvæmlega hvaða kröfur þeir þurfa að uppfylla. Allt er þetta síðan tengt saman með tölvukerfum sem gera mönnum kleift að sjá nákvæmlega hvað framleiðslunni líður. Fyrirtæki, sem ekki tekst að ná upp svona samvinnu, lenda í því hlutverki að hirða þá mola sem falla af borðuni annarra aðila og þegar þeir ná betri tökum á verkflæði sínu og auka framleiðslugetuna, þá sitja þau eftir með sárt ennið. Menn verða að fara að einbeita sér raunverulega að því að veita þjónustu en ekki bara að tala um það eins og raunin hefur verið um langt skeið. Við þurfum meira á viðskipta- vinum okkar að halda en þeir á okkur, þetta kemur berlega í ljós þegar áhrif annarra miðla á mark- aðshlut prentmiðlanna eru skoð- uð. CD-ROM-tækni og Netið eru virkilega farin að sækja í sig veðrið á okkar kostnað. Viðskipta- menn prentsmiðja sem áður áttu engan kost annan en að nota prentmiðilinn geta notað hina miðlana og þetta mun aukast í hlutfalli við sívaxandi einkatölvu- eign almennings. Prentmiðlinum stendur það mikil ógn af öðrum upplýsingamiðlum að það verða bara sterkustu fyrirtækin sem lifa af, en þau, sem tekst það, eiga líka nokkuð bjarta framtíð fyrir sér. Birgir jónsson er að Ijúka BA námi í prentrekstrar- fræ&i vi& London College of Printing.

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.