Prentarinn - 01.04.1998, Side 23

Prentarinn - 01.04.1998, Side 23
Prentað á græna kortinu Gamli góði frh. af bls. 15 Annars kvaddi Þorgeir Baldurs- son í Odda mig með hlýjum orð- urn og sagði að ef ameríski draumurinn gengi ekki upp, væri ég velkominn í Oddann aftur. Þessi orð veittu mér mikinn stuðning." Hvert skyldu íslenskir fagmenn snúa sér efþá langar í vinnu íBandaríkjunum? „Það eina sem ég get bent á er hið ameríska grænkortalottó sem fram fer árlega. Að öðrum kosti verður maki eða barn í fjölskyld- unni að vera bandarískur ríkis- borgari til að fá græna kortið og þá þarf að snúa sér til sendiráðs Bandaríkjanna á Islandi.“ Hvað hefur þérfundist já- kvœðast og hvað neikvæðast við að starfa íBandaríkjunum? „Eg hef mjög hagstæðan vinnu- tíma frá klukkan sex á morgnana til tvö á daginn. Þetta er minn venjulegi vinnutími og því er ég meira heima en ég var á íslandi. Þó er prentverkið ekki öðru vísi hér en annars staðar að því leyti að hér koma skorpur þar sem vinnutíminn lengist upp í tíu til tólf tíma á dag. Eg hef verið svo heppinn að hafa verið mest allan tímann á dagvakt. Hér eru ekki „róterandi" vaktir og ef maður er ráðinn á kvöldvakt getur rnaður verið á henni í nokkur ár. Hér eru skattar mjög lágir, aðeins 18% og enginn tekju- skattur. Söluskattur er ekki nema 7% og gallon af bensíni kostar svipað og lítrinn á Islandi. Matur er frekar ódýr, eins fatnaður, og afar ódýrt er að fara út að borða enda mikið stundað hér. Það neikvæða er að hér verður hver og einn að heyja sína einka- baráttu fyrir bættum kjörum á vinnustað. Hér verður að passa að öll tryggingamál séu í lagi, því hér virkar allt eins og gamla sjúkrasamlagskeifið var á Islandi. Við borgum mánaðarlega um 10.500 krónur fyrir okkur bæði, en erum þá fulltryggð. Ekkert vit er í öðru þar sem læknisþjónusta hér er vægast sagt dýr. Við erum svo heppin að búa í u.þ.b. 60 þúsund manna smábæ sem heitir Deltona og er rétt utan við Orlando. Deltona er eins og svefnbær, enginn iðnaður og aðeins matvöruverslanir. Hér er rólegt og gott að vera og við höfum komið okkur þægilega fyrir í tveggja hæða húsi sem er venjulega fullt af gestum frá Islandi. Við fáum heimsóknir að meðaltali á þriggja mánaða fresti. Svo er stutt að fara á ströndina og stutt í allar áttir ef við kærum okkur um að ferðast eða komast í fjörið sem Islendingar sækjast eft- ir, t.d. Disney World og fleira. Við hefðum ekki viljað missa af þessu tækifæri að fara til Banda- ríkjanna. Þetta hefur verið mikil lífsreynsla og við erum ánægð hér. Ekki spillir fyrir að hér er mikil veðursæld þótt oft geti orðið ansi heitt yfir sumartímann, enda Flórída þekkt sem Sólskinsríkið!“ Er eitthvað sem þig langar að segja í málgagninu að lokum? „Já, ég vil hvetja íslenska prent- ara til að standa vörð um sitt eigið stéttarfélag og iðnréttindi, sem eru nánast horfin hér í Suðurríkjun- um. Suðumkjamenn eiga langt í land varðandi mannréttindi á vinnust.Oað og þau eru dýrmæt. En það má lsegja, eins og alltaf, að það er sama hvert maður fer í heiminum, maður missir eitt en fær annað í staðinn." Lærðu á skannaforritið Kynntu þér valgluggana á skanna- forritinu þínu. Kannski eru tveir skjágluggar á því; einn sem sýnir vinnslu á skannaðri mynd og annar sem sýnir valmöguleika varðandi skannann sjálfan. í fyrstu skaltu hafa allar stillingar eins og framleiðandinn mælir með. Lestu leiðbeininga- bæklinginn vel yfir. Notaðu myndvinnsluforrit Flest skannaforrit gera þér kleift að laga birtu og skerpu, leiðrétta liti, skera af myndum, stækka þær og minnka. Þessir möguleikar eru þægilegir en skoðunarglugginn er lítill. Ef mögulegt er, notaðu þá heldur skannatengingu í uppáhaldsmyndvinnsluforritinu þínu, t.d. Photoshop. Þá geturðu tengst skannanum beint úr forritinu og þannig notað fleiri og þróaðri verkfæri til leiðréttingar og fullkomnunar á listaverkinu. Hreinsaðu skannann Ohreint gler er algengasta ástæðan fyrir vandamálum og höfuðverkjum. Lfttu eftir ryki og fingraförum á yfirborði glersins. Notaðu afrafmagnandi bursta eða loftúðabrúsa til að losna við kusk og mjúkan, hreinan klút til að hreinsa burt kám. Sjaldnast þarf að nota vatn eða hreinsiefni og kannski ekki mælt með slíku. Litstilltu skannann Áður en þú byrjar á mikilvægu verkefni skaltu stilla skannann með því að nota prufumynd með öllum tónaskalanum. Þetta er þó ekki nauðsynlegt ef skanna á svart-hvítar myndir. Notaðu raunverulega mynd eða listaverk sem hefur að geyma auðþekkjan- legt mynstur bæði á ljósum flötum og skyggðum og allan tónaskalann þar á milli. Best er ef grátóna- og litaborði fylgir. Mynd frá ljósmyndara getur verið tilvalið litstillingartæki. Gerðu tilraunir með liti og styrkleika og skráðu hjá þér niðurstöðuna. Taktu litapróf af verkinu. Þú getur gert eins margar breytingar og þér Ninja Maggadóttir Nokkrar gagnlegar ráðleggingar til þess að bœta skönnun. hentar og notað þessar skrár til samanburðar við vinnuna. Fyrirmyndin lögð á skannann Leggðu listaverkið á skanna- borðið. Flestir skannar eru með mælikvarða á brúnunum og skorðandi kanta til að fá nákvæma staðsetningu. Lokið á skannanum skal ávallt leggja varlega niður svo ekkert haggist. Verptar fyrirmyndir eða beyglaðar gætu þurft frekari aðstoð. Tvær tölvuhandbækur eða síðustu niðurskurðartillögur þingsins ofan á skannalokið ættu að halda fyrirmyndinni þétt að glerinu. PRENTARINN ■ 2 3

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.