Prentarinn - 01.04.1998, Síða 21

Prentarinn - 01.04.1998, Síða 21
vildi hann komast og það strax. Hvergi annars staðar vildi hann vera en hjá eiginkonu sinni Elínu Finsen, en þau bjuggu þá á Karla- götu 6 í Norðurmýrinni í Reykja- vík. Vegna veðurs var ekki flogið þann dag og því leituðu þeir eftir fari með skipi til lands. Fékkst far með togara sem var á leið til Reykjavíkur. Hann Lenti í illviðri á leiðinni og sagði faðir minn mér nokkrum dögum síðar, að til ægi- legri kvala hefði hann aldrei fundið, og að sjálfsögðu hefur Halldóri fundist nóg um þessa einstæðu siglingu. Þeir komu til bæjarins að morgni og fóru í leigubíl heim til Einars. Þegar hann kom inn sagði hann við konu sína: „Ég er fárveikur, hjálp- aðu mér í rúmið.“ Hún háttaði hann og er hann lagðist í rúmið missti hann meðvitund. Þar sem Elín hélt að þeir félagar hefðu verið við skál læddist hún fram og lokaði á eftir sér. Halldór beið í ganginum og þegar hann heyrði að Einar væri sofnaður kvaddi hann og hvarf á braut. Ég hringdi heim til þeirra daginn eftir og tjáði Elín mér, að þeir hefðu komið úr skemmtireisu daginn áður og svæfi Einar enn, slæptur eftir volkið. Um áframhaldið er það að segja, að hann var fluttur á sjúkra- hús og kom þá í ljós að um hjarta- bilun var að ræða. Þar sem tæknin í hjartaaðgerðum hér á Iandi var þá ekki komin á það stig sem nú er, var aðeins eitt til ráða: Blóð- þynning og rúmlega um óákveð- inn tíma á sjúkrahúsi. Ekki tolldi Einar á sjúkrahúsinu og var því fluttur heim. Læknir kom öðru hverju og sprautaði hann, þegar kvalirnar voru hvað mestar. Ekki fékkst hann til að liggja kyrr í rúminu og var á stjái öðru hvoru og batinn því enginn. Einn morg- un, er ég leit inn til hans, sagði hann: „Nú er ég feigur.“ „Hvaða vitleysa er þetta!“ sagði ég. „Jú, mig dreymdi draum rétt áðan.“ „Nú,“ svaraði ég. „Ég var kominn um borð í draugaskip og það var að leggja til hafs. Veður var ískyggilegt, auðsjáanlega ofsa- veður í aðsigi. Þar sem ég geng um á þilfarinu mæti ég manni og þegar ég huga betur að sé ég að þetta er maðurinn sem forðum Einar Þorgrímsson 25 úra með glímubelti sem hann vann í keppni Vestur- íslendinga í Canada um 1922. daga var að fiska með mér á Winnipegvatni, Guðmundur Jóhanness. Með þessu skipi vildi ég ekki fara og ætlaði að ganga í land. Af tilviljun varð mér litið niður á fætur mína og sá að ég hafði týnt skónum. Ég fór að leita að þeim en fann þá hvergi. Ég vaknaði við það, að ég var að troða mér gegnum eitthvert op, en komst ekki í gegn.“ Þegar þessari frásögn lauk þann 24. apríl 1950 hefur klukkan verið um hálf tíu. Hann bað mig nú að ná í rakara til að klippa, þvo og leggja á sér hárið, því hann sagðist umfram allt vilja verða fallegt lík. Ég fór og náði í rakar- ann og þegar við komum inn til Einars þar sem hann lá í rúmi sínu, sagði hann: „Það er nú dálít- ið spaugilegt að fara að klippa mann sem var við dauðans dyr fyrir nokkrum mínútum." Hann fór svo fram úr og settist á stól og reytti af sér nokkra brandara meðan á klippingunni stóð, greiddi síðan rakaranum uppsett gjald og einhverja aukapeninga, eins og honum var tamt. Rakarinn kvaddi og hélt á braut. Einar lagð- ist aftur í rúmið, kvaðst vera nokkuð þreyttur og ætlaði að taka lífinu með ró. Ég kvaddi hann og sagðist ætla að líta inn til hans um leið og ég færi til vinnu eftir há- degið, og hélt svo heim. Hálfri klukkustund síðar hringdi Elín kona hans til nn'n og tilkynnti mér að hann væri dáinn. Ég hljóp heim til þeirra hjóna, og þarna lá hann og yfir honum „hvfldi ein- hver hátíðleg ró“, eins og Þor- steinn Erlingsson kvað um Pétur í kvæðinu A spítalanum. Því skal hér bætt við, að hjúkrunarkona kom til að ganga frá honum og var það eitt af verk- um hennar að binda upp hökuna þannig, að munnurinn héldist lok- aður. Um nóttina dreymdi Elínu að Einar kæmi til hennar og var þá reiður. Skipaði hann henni að leysa bandið af sér, því hann hefði aldrei látið neinn loka fyrir munn- inn á sér. Hún vaknaði aftur og gerði strax það sem hann hafði beðið um. PRENTARINN ■ 2 1

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.