Prentarinn - 01.04.1998, Síða 18

Prentarinn - 01.04.1998, Síða 18
Aðalfundur Alþjóðaþing IGF, International Graphical Federation, er haldið á fjögurra ára fresti og að þessu sinni voru Spánverjar gestgjafar og völdu Tenerife sem fundarstað. Formaður Félags bókagerðarmanna var fulltrúi FBM á árs- fundinum. Samkvæmt venju mæta norrænir fulltrúar á fund daginn fyrir þing. Þar er farið yfir málefni aðal- fundarins og þær tillögur og lagabreytingar er NGU hafði sent til þingsins. NGU hafði lagt inn tillögu um að hjálparsjóður IGF við þriðja heiminn yrði lagður niður. NGU er eina aðildarsam- bandið sem greitt hefur í hjálpar- sjóðinn undanfarin ár. NGU full- trúar stóðu einhuga að tilnefn- ingu Olavs Boye sem aðalritara IGF og einnig tilnefningu Irene Hamalainen til kvennanefndar IGF. Einnig var farið yfir tillögur er lágu fyrir þinginu um aðild að Union Network Intemational (UNI) sem og önnur þingmál. Ljóst var að aðalmál þingsins yrði aðild að UNI og kjör aðalrit- ara þar sem þau Olav Boye frá Noregi og Adrianne Rosenzveig frá Paragvæ væru í kjöri til aðal- ritara IGF. Aðalfundur IGF var settur 15. október með því að forseti IGF, René van Tilborg, bauð þingfulltrúa velkomna og fór nokkrum orðum yfir þróun mála frá síðasta aðalfundi og ræddi sérstaklega tæknimálin og sam- starf IGF við önnur sambönd. Borgarstjóri Puerto de la Cruis flutti kveðjur og sagði meðal annars frá því að Kanaríeyjar hefðu löngum verið kallaðar hin- ar gleymdu eyjar, en nú væri orðin breyting á og væru eyjarnar nú brú milli Afríku, Suður-Ameríku og Evr- ópu. Kjörnefnd skýrði frá því að mættir væru fulltrúar frá 221 landi. Innan IGF eru fimm svæðasambönd þ.e. Afríka, Asía, Rómanska Ameríka, Eyjaálfa og Evrópa. I skýrslum svæðasambandanna kom m.a. fram að Afríka er frekar óvirk, vegna þess að þar hafa menn engan grunn til að byggja á og þurfa því mikla hjálp frá IGF til að byggja upp verkalýðsfélögin og til að gera Afríkusambandið virkara. Fulltrúar Rómönsku Ameríku og Asíu ræddu mest stöðu kvenna sem er frekar bágborin sem og staða í jafnréttismál- um en að öðru leyti gengi uppbygging svæð- issambands vel. Eyjaálfa: Þar er unnið áfram að svæðissam- bandi og gengur vel. Evrópu- sambandið: Fulltrúarnir ræddu tæknimál og endurmennt- un. Þá lögðu Þjóðverjar fram breytingartillögu við tillögu NGU um að hjálparsjóður IGF yrði ekki lagður niður. René flutti inngang að UNI um að IGF (Alþjóðasamtök bóka- gerðarmanna) gengju til samstarfs við þrjú önnur alþjóðasambönd, þ.e. Alþjóða fjarskiptasambandið (CI), Alþjóðasamband félaga í sjónvarpi, útvarpi, skrifstofu- og tæknimanna (FIET) og Alþjóða- samband í fjölmiðlun og menn- ingu (MEI) og stofnað yrði nýtt alþjóðasamband, Union Network Intemational (UNI). Hann var al- veg sannfærður um að þetta sé framtíðin, sagði að við gætum ekki sagt að eitthvað væri okkar svæði, við yrðum að vinna með 15.-16. október 1998, á Tenerife, Kanarí- eyjum, Spáni þeim sem em til hliðar, ganga saman og jafnvel sameinast, fór síðan yfir gang mála og vitnaði í ótal skýrslur og fundargerðir og fór ítarlega yfir þær tillögur er fyrir lágu um stofnun UNI. Þannig sjáum við að öll þróun stefnir í þá átt að félög sjái þann kost vænstan að vinna saman á breiðum grundvelli öllum félagsmönnum til hagsbóta, en þetta ferli hófst 1995 með við- ræðum við önnur sam- bönd. Eftir miklar umræður með og móti lagði René fram tillögu frá stjóm, þar sem skorað er á stjóm IGF að ljúka verkefninu UNI og boða til framhaldsaðal- fundar ekki síðar en fyrripart árs 2000, áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Þar sem fram væri komin til- laga frá stjóm IGF, fór René yfir allar tillögur sem komið höfðu fram og óskaði þess að þær yrðu allar dregnar til baka, því þær segðu ekkert til viðbótar við aðalplaggið, stjóm mun vinna mjög náið saman að tillögu fyrir Sæmundur Árnason aukaaðalfund. Eftir fundarhlé var tillaga stjómar samþykkt þrátt fyrir áköf mótmæli nokkurra landa. Það verður aukafundur í fastanefnd fyrir aukaaðalfund sem verður ekki síðar en í maí árið 2000. Phil Johnson talaði því næst fyrir CI-FIET-MEI og sagði m.a. að ástæðulaust væri að óttast slíkt samstarf. Samstarfið byggðist ekki á því að keyra yfir hópa, heldur byggðist það á jafnrétti. Fyrirtækin væru að breytast og við yrðum að breytast með, ann- ars dæjum við út. „Við erum að berjast við alþjóðafyrirtæki sem eiga hlut í öllum tegundum fjölrniðla," sagði hann. Fyrir þinginu lá tillaga um nýjan gjalddaga árgjalda til IGF þannig að þau félög, er ekki hefðu greitt árgjald fyrir 1. júlí ár hvert, fengju ekki atkvæðisrétt á næsta fundi eða aðalfundi IGF. Tillagan var samþykkt. Tillaga NGU um að fella niður hjálparsjóð var felld. Og tillaga Þýskalands var því samþykkt. Þá var gengið til kosningar um aðalritara og vom þau Olav og Adrianne tvö í framboði, kynntu sig og fluttu framboðsræður. Niðurstaða kosningar var að Olav fékk 86 atkvæði og Adrianne 112 atkvæði. Var því Adrianne Ros- enzweig kjörin aðalritari IGF til næstu fjögurra ára fyrst kvenna. Síðan var gengið til stjómarkosn- inga og vom réttkjömir í stjóm: Forseti IGF René van Tilborg, Hollandi. Varaforsetar Lucio Castillo, Argentínu, Tony Dubbins, Bretlandi, Finn Erik Thoresen, Noregi, og Michel Muller, Frakklandi. Einnig era í stjóm ritari IGF og forseti kvennanefndar. í fastanefnd IGF vom kosnir 15 fulltrúar. I kvenna- nefnd vom kosnir 7 fulltrúar og í eftirlitsnefnd með fjármálum 4 fulltrúar. Að lokum var stjóm falið að velja stað og stund fyrir auka- aðalfund IGF á árinu 2000. 18 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.