Prentarinn - 01.04.1998, Síða 14

Prentarinn - 01.04.1998, Síða 14
Prentað á Ameríski draumurinn hefur daðrað við marga Islendinga og því löngum verið haldið fram að „meiki“ maður það ekki í Ameríku verði manni varla mikið ágengt annars staðar. Prentaranum lék forvitni á að kanna hvort einhver fótur væri fyrir þessari gömlu goðsögn og setti sig í sam- band við Ragnar Kristjánsson, Þórdís Lilja Cunnarsdóttir „Mér fannst ég hoppa ein 15 ár aftur í tímann. Sú ameríska tækni- væðing sem ég bjóst við var ekki fyrir hendi..., alltént ekki hjá því fyrirtæki sem ég vinn hjá. Einungis gamlar og úr sér gengn- ar vélar og viðhald ekki eins og ég var vanur að hafa það. Mér finnst Bandaríkjamenn nýta vélar og tæki lengur en gert er á Islandi. Það er reynt fram í rauðan dauð- ann að gera við og halda tækjum gangandi eins lengi og hægt er. Þó prentara í Flórída. Prentsmiðjan sem Ragnar starfar hjá heldur upp á aldarafmæli sitt um aldamótin og heitir Lawton Printers. Lawton hefur á aldarlangri ævi sinni hlotið mörg verðlaun vegna starfsemi sinnar og þykir með betri prentsmiðjum í ríkinu. En hvað kom til að Ragnar dreif sig til Ameríku í vinnu? Var það kannski af eintómri œvintýraþrá? „Já, meðal annars. Mig langaði til að prófa eitthvað nýtt og hafði tækifæri til þess þar sem konan mín er bandarískur ríkisborgari. Allur undirbúningur vegna þess- arar ákvörðunar tók samt þó nokkurn tíma því það fylgir því mikil skriffinnska að fá dvalar- leyfi hér í Bandaríkjunum." Hversu lengi ertu búinn að starfa þarna úti og hvar varstu að vinna hér heima áður en þú hélst utan? „Eg er búinn að vera hér á Flór- ída síðan í maí 1994. Áður starf- aði ég sem verkstjóri í prentdeild Prentsmiðjunnar Odda.“ Hvernig er verkalýðsmálum háttað íBandaríkjunum? „Eg er nú ekki mjög kunnugur verkalýðsmálum í öðrum ríkjum en Flórída, en það sem kom mér mest á óvart varðandi verkalýðs- málin hér á Flórída var það að hér eru alls engin verkalýðsfélög fyrir fólk í prentiðnaði. Atvinnurekandinn virðist vera allsráðandi um alla hluti og fólk situr og stendur eins og hann vill. Menn eru hræddir um stöðu sína og uppsagnir og endurráðning- ar eru nánast daglegt brauð. En jafnvel þótt hér sé starf- andi verkalýðsréttinda- stofnun þora menn ekki að kvarta.“ Hvernig er starfsandinn hjá Lawton Printers? „Starfsandinn í prentsmiðj- unni hefur nú verið svona upp og ofan þar sem mikil manna- skipti voru á fyrstu þrem árum mínum hjá þessu fyrirtæki. Sem dæmi má nefna að ég hef unnið meðeinum 16-18 prenturum á síð- astliðnum þremur árum. Núna hef- ur þó myndast nokkuð fastur kjami í prentsalnum." Hvað kom þér mest á óvart þegar þú hófst að vinna viðfag þitt íBandaríkjunum? °9 hefur bæst í flotann á þessu ári fimm lita Speedmaster, sem er gífurlegt átak fyrir þetta litla átján manna fyrirtæki. Kannski var áfallið enn meira þar sem ég kom frá Oddanum sem að mfnu áliti er eitthvert tækni- væddasta fyrirtæki í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Ég hef reynt að kynna mér fyrirtæki hérna á svæðinu og spurt menn um tækjakost og tæknimál. Það eru mjög fáar prentsmiðjur hér á Mið-Flórída sem nálgast Oddann, ef þá nokkur." Hvernig er launamálum hátt- að og hvernig er með orlofsmál Bandaríkjamanna? „Hér fara laun mikið eftir því hversu stór prentvélin er sem menn vinna á. Einnig hefur reynsla og kunnátta mikið að segja. Meðallaun á eins litar smá- prentvél, s.s. RYOBY eða Heidel- berg GTO, eru um 560-700 krónur á tímann. Ef um stærri prentvélar er að ræða, t.d. 5-6 lita Heidelberg Speedmaster, getur tímakaupið farið upp í 1.100-1.300 krónur. Hér eru allir ráðnir til reynslu í þrjá til sex mánuði. Orlofsmálum er þannig

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.