Prentarinn - 01.10.2001, Page 3
f f
NYJAR AHERSLUR
Leiðari
Frá því að við stofiiuðum Félag
bókagerðarmanna 1980 hafa oft á
tíðum skapast fjörugar umræður
um það innan félagsins hvort við
ættum samleið með öðrum félög-
um og einnig hvort við ættum að
sækja um aðild að ASÍ. Niður-
staðan hefur ætíð orðið á sama
veg, ekki áhugi. Itrekað hefur fé-
iagið hafnað aðild að ASÍ, en
stjórn var þó gefin heimild til að
kanna möguleika á samstarfi við
önnur félög. Því var það að trún-
aðarráð FBM skipaði starfshóp
sem fjallaði um hvaða möguleik-
ar væru helstir í samvinnu við
önnur félög og komst hann að
þeirri niðurstöðu að rétt væri að
kanna til hlítar samstarf við Félag
grafískra teiknara, en nokkur ár
eru síðan þeirri hugmynd var
fyrst hreyft að FBM og FGT
stofnuðu santband eða nýtt félag
og af og til hafa aðilar úr stjórn-
um félaganna rætt málið. Segja
má að eftir að við stofnuðum
Fjölmiðlasambandið 1998 hafi
komið meiri festa í þessar um-
ræður og um mitt ár 1999 hittust
aðilar úr stjórnum félaganna og
settu hugmyndir niður á blað.
Siðan hafa málin þróast á þann
veg að nú erum við með stofn-
samning á milli félaganna er var
samþykktur á aðalfundi félagsins
í apríl 2001: Félag bókagerðar-
manna og Félag grafískra teikn-
ara gera með sér samning um að
Félag grafískra teiknara sameinist
Félagi bókagerðarmanna. (Sjá
stofnsamning á bls. 14)
Fyrirhuguðum stofnfundi er
áformað var að halda 22. septem-
ber var frestað m.a. vegna þess að
FGT stendur í samningaviðræð-
um við sína viðsemjendur en þeg-
ar samningar hafa náðst verður
boðað til stofnfundar.
Með þessum samningi við FGT
ganga grafískir teiknarar til liðs
við okkur og við höfum þar með
fengið samning við auglýsinga-
stofur (SÍA). Eftir sameiningu
þessara félaga getur FBM verið
það félag er verður samningsaðili
þess starfsfólks er vinnur við
grafíska miðlun á íslenskum
vinnumarkaði. Því bjóðum við
öllum til samstarfs er vinna við
grafíska hönnun og miðlun. Það
sem er nýmæli í þessum stofn-
samningi er að FGT verður deild
innan FBM. Við höfum reyndar
verið með þá stefnu allt frá 1980
að vera ekki með deildaskipt fé-
lag, enda var það sú forsenda er
við gengum út frá á sínum tíma,
er við stofnuðum FBM. En nú
eru aðrir tímar og önnur öld og
ekkert er eilíft. Því er það for-
senda fyrir samvinnu þessara fé-
laga að hafa þennan hátt á. Með
þessum samningi er vissum
áfanga náð og hann sýnir einnig
að starfsemi verkalýðsfélaga þarf
sífellt að vera í endurnýjun og
nýjar leiðir og nýjar áherslur
koma upp á hverjum tíma.
Þótt áhugi sé mjög takmarkað-
ur á samstarfi við heildarsamtök
verkalýðshreyfingarinnar ASÍ, tel
ég það á misskilningi byggt og
stjórn félagsins sé skylt að upp-
lýsa félagsmenn um það á allan
hátt hvaða kostir séu því samfara
að vera aðilar að ASÍ. Það sam-
starf sem við höfum samþykkt og
komið á hefur ekki skaðað okkur
sem félag nema síður sé. Viö
erum nú aðilar að Fjölmiðlasam-
bandinu með verslunarmönnum,
blaðamönnum, Rafiðnaðarsam-
bandinu og Starfsmannafélagi
Ríkisútvarpsins. Þá hefúr tekist
mjög gott samstarf við Rafiðnað-
arsambandið með rekstri Marg-
miðlunarskólans og við eigum
einnig golfskála í Miðdal og
vinnum saman að uppbyggingu
golfvallar ásamt Dalbúum. Þegar
við nú sjáum hvar við erum í
samstarfi innanlands er rétt að
líta á erlent samstarf. Þar erum
við aðilar að Nordisk Grafisk
Union sem er samstarf félaga á
Norðurlöndum. A evrópugrund-
velli erum við í UNU-Evrópa og
á alþjóðavisu í Union Netvork
International. Allt þetta hefúr gert
félagið sterkara sem heild.
Hvernig geta þá félagsmenn rök-
stutt það að óhæfa sé að hasla sér
völl innan samtaka íslenskrar
verkalýðshreyfingar? Á aðalfundi
árið 2000 hafnaði félagið sam-
starfi við ASÍ, sem var miður því
einangrunarstefna er ekki til góðs
og grefur undan starfsemi félags-
ins. Samstarf og samvinna félaga
eflir okkar félagsstarfsemi, en
einangrunarstefna leiðir til hnign-
unar.
Okt., SÁ.
prentorinn
Ritnefnd Prentarans:
Georg Páll Skúlason,
ritstjóri og ábyrgðarmaður.
Bragi Guðmundsson
Jakob Viðar Guðmundsson
Kristín Helgadóttir
Pétur Marel Gestsson
Sævar Hólm Pétursson
Ábendingar og óskir
lesenda um efni í blaðið
eru vel þegnar.
Leturgerðir í
Prentaranum eru:
Helvítica Ultra Compress,
Stone, Times, Garamond o.fl
Blaðið er prentað á 135 g
Ikonofix silk.
Prentvinnsla:
Filmuútkeyrsla: Scitex
Prentvéi: Heidelberg
Speedmaster 4ra lita.
Svansprent ehf.
Forsíöan
Ingunn Anna Þráinsdóttir prent-
smiður er hönnuður forsíðunnar.
Forsíðan var framlag hennar í
forsíðukeppni Prentarans haustið
2000 og var meðal fjögurra
verka sem valin voru af dóm-
nefnd til birtingar. Ingunn Anna
stundar nám í Halifax í Kanada
og er á þriðja ári í hönnun við
Nova Scotia College of Art &
Design.
PRENTARINN ■ 3