Prentarinn - 01.10.2001, Síða 4
Sólardagar á
Snæfellsnesi
Texti og myndir:
Ólafur H. Hannesson
Aldamótaferð eldri bóka-
gerðarmanna árið 2001
var farin á Snæfellsnes og
var það vel til fundið hjá
stjórn FBM að velja stað-
inn þar sem Bárður Snæ-
fellsás og Kristur börðust
um sálir landans með
góðri aðstoð séra Árna
Þórarinssonar og Þórbergs
Þórðarsonar, þar sem fag-
urt mannlíf var í sálar-
háska hjá vondu fólki.
Gamlir félagar hittast. Svanur
Jóhannesson bókbindari og Skúli
Alexandersson, leiðsögumaður
og fyrrum alþingismaður frá
Hellissandi.
Lagt var af stað frá Umferðarmið-
stöðinni kl. 9 árdegis miðviku-
daginn 15. ágúst og haldið sem
leið liggur upp í Kollafjörð og
Kjalarnes, þar sem stórbændurnir
Kolbeinn í Kollafirði og Ólafur í
Brautarholti réðu ríkjum og
deildu stundum. Ólafur þessi var
faðir Ólafs landlæknis. Einu sinni
orti Kolbeinn.
Brautarholtstúnið grœnkar og grœr,
grösin þar leggjast á svig,
Ólafur slœr og Ólafur slœr,
Ólafur slœr um sig.
og gaf þar með í skyn, að Ólafur
væri mikill á lofti. Ólafur lét
svara fyrir sig:
Ólafi þarf ekki að lá,
aðra menn ég þekki,
þeir eru að slá og þeir eru að slá,
þó þeir slái ekki.
Og ýjaði að því að Kolbeinn
væri duglegur að kría út víxla.
Stökur þessar urðu landsfrægar og
óx vegur beggja. Svona leystu
menn þrætur sín á milli í gamla
daga.
Afram var haldið undir hyl-
djúpan Hvalfjörðinn og framhjá
Grundartanga og Norðuráli, þar
sem iðjuverin mala gull dag og
nótt og lögð var ör á fossins kraft,
eins og Einar Ben. dreymdi um
og sköpuð endalaus og hrein,
endurnýjanleg orka.
I Borgarnesi er Brákarsund, þar
sem Skallagrímur Kveldúlfsson
skaut bjargi milli herðablaðanna á
4 ■ PRENTARINN
Bárður Snœfellsás i öllu sínu veldi.
ambátt sinni sem Brák hét, þegar
hún reyndi að flýja og lét hún þar
líf sitt.
A Borg á Mýrum bjó Egill
Skallagrímsson, sem orti Sonator-
rek, þegar hann grét tvo syni sína.
Hann orti líka Höfuðlausn nóttina
áður en hann skyldi tekinn af lífi
og barg þannig lífinu. Nú var
haldið áleiðis út á Mýrarnar, og
fljótlega komum við að Kaldár-
melum, þar sem Eldborgarhátíðin
var haldin. Eldborgarnafnið var
bara tæknibrella nútíma fjölmiðl-
unar, gerð til að lokka óharðnaða
unglinga. Þarna var allt hreint og
fágað, nema angist þeirra stúlkna,
sem bera í minningunni merki um
vonsku illmenna sem svívirtu
sakleysi þeirra.
Þegar við komum yfir Fróðár-
heiði komu leiðsögumenn í bíl-
ana. Sæmundur hét annar, en í
okkar bíl kom Skúli Alexanders-
son, hress og kátur, skýrmæltur,
einlægur og fróður. Skúli var
þingmaður hátt á annan áratug, en
hætti því starfi og fór að stunda
heiðarlega vinnu, með góðum ár-
angri. Hann byrjaði að segja okk-
ur sögu um ást í meinum, sem
síðan varð kveikjan að Fróðár-
undrunum.
Næst lá leiðin um Ólafsvík og
síðan að Rifi, sem er hafnarbær
Hellissands. Á Rifi er Björns-
steinn þar sem Björn ríki var
höggvinn af enskum kaupmönn-
um og ribböldum. Svo fast var
höggvið að far sést ennþá i stein-
inum eftir öxina. Þá mælti Ólöf
kona Bjöms þessi fleygu orð:
„Eigi skal gráta Björn bónda,
heldur safna liði.“ Þetta stóð hún
við og elti uppi þá ensku og stytti
þeim leiðina inn í annan heim.
Hún þótti mikill skörungur og
mun nafn hennar lengi verða
uppi.
Einnig er á Rifi ævaforn leiðar-
steinn eða innsiglingarmerki til að
vísa mönnum bestu leiðina, þegar
reynt var að lenda í lítilli vör við
haugabrim og djöfulgang. Á
steininn er skráð þessi áletrun.
Stendur einn í stormi og hrið,
stuðning veitir rekkum.
Leiðarsteinn frá landnámstíð
í lendingunni á Brekkum.
Stefhan var nú tekin á Hótel
Hellisands, þar sem beið okkar
dýrindis máltíð, vel fram borin í
nýjum og glæsilegum veitingasal.
Fyrst var spergilsúpa, síðan létt-
steikt, ljúffengt, nýtt lambakjöt og
svo kaffi. Þetta var stærsti hópur
sem þarna hafði snætt, um níutíu
manns og þurfti að loka veitinga-
sölunum í 4 stundir eftir brottfor
okkar til að ná í nýjar birgðir.
Eftir matinn var svo Sjóminja-
garðurinn skoðaður og var þar
margt að sjá, m.a. Bliki, fallegur
áttæringur, aflraunasteinar: hálf-
drættingur, fullsterkur og svo einn
risastór. Við reyndum við þann
minnsta og náðu sumir honum
upp, hina létum við eiga sig.
Skúli brá nú á leik og sagðist vilja
leggja þraut nokkra fyrir KR-
inga. Hann benti á tvö risahval-
bein og spurði hvaða bein þetta