Prentarinn - 01.10.2001, Page 6

Prentarinn - 01.10.2001, Page 6
Skemmtilegasti skóli sem ég hef verið í Sigurbjörg Jóhannesdóttir Margmiðlunarskólinn útskrifaði í janúar síðastliðnum hóp nemenda sem hafði stundað nám í skólan- um í eitt ár, í 520 stunda námi. Ritnefnd Prentarans ákvað að taka viðtal við einn þessara nemenda. Fyrir valinu varð Birgir Guð- mundsson sem stundaði kvöld- nám í skólanum ásamt því að vera í vinnu á daginn. Viðtalið fór fram í litlu kaffihúsi á Rauðarár- stígnum á fallegum vetrardegi seint í febrúar þegar rúmlega mánuður var liðinn frá útskrift- inni. Þegar ég kom á kaffihúsið sátu karlmenn við þrjú borð einir síns liðs. Ég skoðaði þá í leit að við- mælanda mínum, vó og mat hvort einhver þeirra gæti verið þessi Birgir. Ég var að hugsa um að ganga á þá og spyrja hvert nafn þeirra væri en var hrædd um að áhugi minn yrði misskilinn og ákvað að taka upp farsímann og hringja í Birgi, sem reyndist þá rétt ókominn. Ég pantaði handa okkur drykki og skömmu síðar gekk Birgir inn. Um leið og ég sá hann kannaðist ég við hann úr skólanum og frá útskriftinni. Raunar var mér búið að detta í hug hvort tilvonandi viðmælandi minn væri sá Birgir sem ég mundi eftir, því í minningunni var hann einhvers staðar á aldrinum 25-30 ára. Jú, þarna var hann kominn með sína rólyndislegu framkomu sem mér hefur fúndist einkenna hann. Við heilsuðumst með virkt- um enda ekki sést síðan á út- skriftinni, settumst niður í einu horni kaffihússins og spjölluðum aðeins um lífið og tilveruna áður en hið eiginlega viðtal hófst. - Flvaða menntun ertu með íyr- ir utan margmiðlunarnámið? „Ég lærði prentsmíði og hef starfað sem slíkur síðastliðin 10 ár.“ - Af hverju valdirðu að fara í margmiðlun og þrívíddargrafík? „Ég vildi víkka sjóndeildar- hringinn og fannst þetta nám til- valið sem áframhald á því sem ég hafði verið að gera.“ - Flvernig finnst þér námið hafa skilað sér? „Ja, ég er alla vega kominn með vinnu sem er mjög spenn- andi. Ég sé fram á skemmtilegra starf sem tengist því sem ég hef verið að gera en gefur samt meiri möguleika. Fyrir atvinnurekand- ann skipti fyrst og fremst máli að ég er prentsmiður en ég tel að margmiðlunarnámið hafi verið stór plús, því framtíðaráætlun fyr- irtækisins er að leita inn á nýja miðla og ég mun vonandi koma sterkt þar inn. Skilar annars ekki allt nám sér?“ - Flvernig sérðu framtíðina íyr- ir þér? „Ég sé mikla möguleika á því að fara út í margmiðlunina í nýju starfi og vonast til að tengjast þeim heimi í náinni íramtíð.“ - Flvernig líkaði þér í skólan- um? „Mér fannst afskaplega gaman. Margmiðlunarskólinn er skemmti- legasti skóli sem ég hef verið í.“ - Flvernig gekk að samræma skóla, vinnu og einkalíf? „Það gekk ótrúlega vel þó það hafi komið erfið tímabil. Loka- verkefnishrinan var mjög stremb- in en það bjargaðist fyrir horn. Manni finnst maður alltaf geta gert betur, sérstaklega þegar hug- myndirnar eru geðveikt margar. Ég varð að skera duglega niður og takmarka efnið verulega. Ég efast um að ég hefði farið í skólann eins og hann er uppbyggður núna. Mér fannst nóg að vera þrjú kvöld í viku í skólanum í heilt ár, ég hefði ekki treyst mér í eins mikið nám og er í boði núna, með fúllri vinnu, sérstaklega þar sem ég á dóttur og myndi þá ekki liafa tíma fyrir hana.“ - Samræmdist námið í skólan- um vonum þínum? „Já, mér finnst það hafa gert það. Ég er mjög jákvæður gagn- vart þessu námi og finnst það frá- bært. Raunar voru einhver nám- skeið sem boðið var upp á ekkert sérstök og kennslan hefði mátt vera betri á einstöku námskeiði en í heildina séð var námið mjög gott.“ - Hvert er uppáhaldsforritið þitt? „3D StudioMax og þar á eftir After Effects. Ég er einmitt núna að rifja upp After Effects.“ - Hver var uppáhaldskennarinn þinn? „Gísli, mér fannst hann mátu- lega léttruglaður og svo var hann auðvitað að kenna á skemmtileg- asta forritið." - Geturðu nefnt eitthvað sem þér fannst vera neikvætt? „Kannski að kennslan í ein- hverjum forritum hefði mátt vera betri og einhver námskeið voru greinilega sett inn til uppfyllingar og lítið lagt í þau.“ - Geturðu nefnt eitthvað sem þér fannst vera sérstaklega já- kvætt? „Mér fannst alveg frábært hvernig skólayfirvöld tóku á til- lögum nemenda um ýmsar úrbæt- ur en þau gerðu allt sem þau gátu til að koma til móts við þá, sbr. að lengja opnunartíma kennslustof- anna og fleira.“ Ég þakkaði Birgi fyrir gott við- tal, enda líkaði mér vel að sitja inni í dimmu horni kaffihússins í skemmtilegum félagsskap. Birgir er afskaplega brosmildur og já- kvæður. Mér virðist hann vera einn af þeim sem brosa framan í heiminn, sjá það fallega i öllum og taka lífinu af stóískri ró. Ég er viss um að hann á eftir að ná langt á sínu sviði og Margmiðlun- arskólinn má vera hreykinn af sínum þætti í frama hans. 6 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.