Prentarinn - 01.10.2001, Page 7
prenturinn
Ritnefnd PRENTARANS hefur ákveðiö að
efna til samkeppni meðal félagsmanna
um hönnun á forsíðu blaðsins.
Þrjár forsíður fá verölaun
að upphæð kr. 20.000 hver
og veröa einnig birtar
á forsiðu Prentarans.
Dómnefnd skipa þau:
Pétur Marel Gestsson,
Kalman le Sage de Fontenay
og Bragi Guðmundsson.
Allir félagsmenn FBM og FGT
eru fullgildir þátttakendur.
VERÐLAUNASAMKEPPNI
UM FORSÍÐU
prentorinn
■ MÁLGAGN FÉLAGS BOKAGERÐARMANNA
JJ i b f
•fritðg swtsmg
3 Ju ÍM uigtin. i af I*U>v'ObT 03 ttitrm.
t'itdti RUufru.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjár
bestu forsíðurnar
Hugmyndum skal skilað inn i tölvutæku
íormi ásamt litaútkeyrslu í A4 300 dpi.
Engin skilyrði eru fyrir útliti önnur en
að merki PRENTARANS komi fram.
Merki PRENTARANS er hægt að nálgast
á heimasiðu www.fbm.is. Gögnin skal
setja I umslag merkt dulneíni og annað
umslag fylgja með, og í því nafn hönn-
uðar. Gögnum skal skilað á skrifstofu
FBM, Hverfisgötu 21, 101 Reykjavík,
merkt FORSÍÐA PRENTARANS,
eigi síöar en föstudaginn 16. nóvember
2001 og verða úrslitin kunngerð við
athöfn á Hverfisgötu 21
miðvikudaginn 21. nóvember kl. 17.
PlakcitöciMkeppixi
I tilefni 10 ára afmælis Prenttæknistofnunar verður haldin ráðstefna í Þjóðmenningarhúsinu
við Hverfisgötu þann 6. desember 2001, kl. 17:00 - 20:00.
Yfirskrift ráðstefnunnar verður: Framtíð prentverks.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, setur ráðstefnuna.
Fyrirlesarar verða:
Þorgeir Baldursson, forstjóri prentsmiðjunnar Odda,
ræðir stöðu íslensks prentiðnaðar
Tony Kenton, framkvæmdastjóri CPI prentsmiðjunnar í London,
ræðir um stafræna framtíð í prentverki.
Manfred Werfel, rannsóknarstjóri Ifra, Darmstadt í Þýskalandi, ræðir um framtíð prentmiðla.
Eftir framsögur verða pallborðsumræður þar sem fundarmenn geta lagt spurningar fyrir
fyrirlesara.
Akveðið hefur verið að efna til samkeppni um hönnun á plakati til auglýsingar á ráðstefnunni.
Stærð A-3.
Hægt er að nálgast texta og logo Prenttæknistofnunar á www.pts.is.
Vegleg verðlaun.
Skila skal plakati útprentuðu og á PDF eða Pro-Script formi.
Skilafrestur föstudaginn 9. nóvember 2001, kl. 16:00.
m
Prenttæknistofnun
I
Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 588 0720 • Gsm: 894 0720 • Fax: 588 0421 • ingi@pts.is • www.pts.is