Prentarinn - 01.10.2001, Síða 9
Aðalfundnr Nordisk Gralisk llnion 2001
Ársfundurinn hófst á mánudegin-
um með því að þingfulltrúum var
boðið í útsýnis- og kynnisferð vítt
og breitt um Stavanger og lauk
þeirri ferð á eyju í Stavangerfirði
er ber nafnið Flo og Fjerde en þar
er mikið úrval plantna, nokkurs-
konar grasagarður, og endaði
ferðin með kvöldverði.
Ársfundur var síðan settur að
morgni þriðjudags í húsi LO í
Stavanger af formanni NGU, Finn
Erik Thoresen, er bauð þingfull-
trúa velkomna og sérstaklega
gesti þingsins er voru þau Adri-
ana Rosenzvaig, írá Uni Grafisk
og Tony Dubbins frá UNI Europa
Grafisk. En þeir Penti Levo, Finn-
landi, Per Torkilsson, Noregi,
Yngve Eriksson, Svíþjóð og Ole
Kidmose, Danmörku voru sér-
stakir boðsgestir þar sem 25 ár
voru liðin frá því NGU var stofn-
að á Leangkollen í Noregi, 1976.
Eitt af verkefnum þessa þings var
að kjósa nýja stjórn og var því
kosin kjörnefnd og átti Georg Páll
sæti í henni. Samkvæmt lögum
NGU voru 23 fulltrúar á þinginu
auk 4 stjórnarmanna eða samtals
27 og voru allir mættir. Skýrslur
stjórnar og nefnda voru síðan
samþykktar án mikillar umræðu
en fram kom að félögum innan
NGU fer fækkandi. Eru þeir nú
82.789 og hefur fækkað um 9.220
á starfsárinu, en það er áhyggju-
efni að yngra fólkið hefur ekki
áhuga á verkalýðsmálum, ekki
bara á Norðurlöndum heldur er
þetta sama sagan allstaðar í Evr-
ópu.
Reikningar eru nokkuð í jafn-
vægi miðað við áætlanir og er nú
eigið fé NGU 7.427.437.79
norskar krónur og var því ákveðið
að aðildargjaldið yrði það sama
fyrir næsta ár eða 16 n.kr. á fé-
lagsmann. NGU mun standa fyrir
einni ráðstefnu á næsta starfsári,
þ.e. í umbúðaiðnaðinum, og
einnig var skipaður vinnuhópur í
jafnréttismálum og á FBM fúll-
trúa í þeim starfshóp, sem er Vig-
dís Osk Sigurjónsdóttir. Þá var
samþykkt að starfshlutfall ritara
NGU færist aftur í 50% starf. En
það sem var lagt upp með 1999,
að ritari væri í 80% starfi og ynni
að samræmdu starfi norrænu fé-
laganna í alþjóðastarfi, gekk ekki
eftir eins og menn hefðu óskað
sér og því var það fellt niður.
Samkvæmt venju fluttu aðildarfé-
lögin skýrslur um það sem efst
væri á baugi í hverju landi. FBM
lagði áherslu á samstarfið í Marg-
miðlunarskólanum, samkomulag-
ið við FGT og þá vinnu sem væri
í gangi í menntunarmálum.
Danir greindu frá starfinu inn-
an FIK sem gengi vel og sögðu að
með samrunanum við HK væru
þeir aftur að ná samningsréttinum
í forvinnslunni og einnig á marg-
miðlunarsviðinu. Allavega liti það
mjög vel út. Innan HK eru fimm
deildir en þar fer nú fram mikil
umræða um landamæri milli
greina, gamalt deilumál um fé-
lagsmanninn, hver á að tilheyra
hvetjum. Samstarf þess hóps inn-
an Grafisk Forbund í Danmörku
sem gekk yfir til SID, þ.e. um-
búðaiðnaðurinn, hefur gengið
mjög vel og er þar nú sér deild
með aðild að NGU og enginn
ágreiningur þar á bæ. í skýrslu
Svía kom fram að þeir eru með
nefiid í gangi sem athugar hvort
rétt sé að ganga til samstarfs við
SEKO og rafiðnaðinn en þar
standa menn frammi fyrir því að
félagsmönnum fækkar og félögin
eru að missa máttinn. Því er nú
brýnt að auka samstarfið við önn-
ur félög. Nefndin á að skila niður-
stöðu í mars á næsta ári og þá
kemur í ljós hvort þessi þrjú félög
stofna nýtt samband eða ekki.
Finnar greindu frá því að á aðal-
fúndi þeirra hefði verið kosin ný
stjóm og Pertti Raitoharju væri
formaður og Irene Hamilajen að-
alritari. Norðmenn greindu einnig
frá breytingu á sinni stjóm en
Finn Erik hverfúr nú úr stjórn þar
sem hann tekur við varafor-
mennsku í LO. Formaður norska
félagsins er nú Roger Andersen
og varaformaður Anders Skatt-
kjær.
Kjörnefnd skýrði því næst frá
tillögum í stjóm NGU ásamt til-
lögum um fúlltrúa NGU í stjómir
innan UNI.
Formaður NGU, Malte Eriks-
son, Svíþjóð.Varaformaður Pertti
Raitoharju, Finnlandi. Aðrir í
stjórn Roger Andersen, Noregi og
Bjarne Nielsen, Danmörku. Vara-
menn í stjórn Jan Österlind, Sví-
þjóð, Anders Skattkjær, Noregi,
Jens Pors, Danmörku og Irene
Hamalainen, Finnlandi. Kosning
tveggja fúlltrúa í aðalstjóm UNI,
Bjarne Nielsen og Pertti Raito-
harju og til vara Roger Andersen
og Malte Eriksson. í stjórn UNI
Grafisk, Pertti Raitoharju og til
vara Roger Andersen. I stjórn
UNI Europa Grafisk, Malte
Eriksson og til vara Jan Österlind.
Tillögur uppstillingarnefndar voru
einróma samþykktar. Að þessum
fyrri degi loknum var fúlltrúum
boðið í Grafiska safnið í Stavan-
ger og þar var snæddur kvöld-
verður.
Á miðvikudeginum var sérstak-
lega tekið fyrir starfið í alþjóð-
legu umhverfi og voru þau Adri-
ane og Tony með framsöguerindi
og greindu frá störfúm UNI. Adri-
ane sagði að reyndar væri UNI
ekki eins sterkt og stærðin gæfi til
kynna en NGU hefði mjög mikil
áhrif innan UNI vegna þess hve
samtökin væru sterk skipulagsleg
heild. Því væri mjög mikilvægt að
gera sér grein fyrir því hvemig
við gætum haslað okkur völl inn-
an UNI í grafískum iðnaði og ver-
ið á varðbergi gagnvart þeim hóp-
um sem vilja taka yfir grafíska
sviðið. Við verðum að halda fram
okkar sjónarmiðum og halda okk-
ar gæðastimpli. Öll félög í þriðja
heiminum eiga í miklum erfið-
leikum með stöðu sína og rétt og
mörg þessara landa eiga í erfið-
leikum með að greiða félagsgjöld
þar sem þeirra eigin félagsmenn
geta ekki greitt félagsgjöld og við
þurfum að finna leið þeim til
hjálpar. Við þurfum að standa
traustan vörð um okkar fólk. í
okkar iðnaði er það umbúðaiðn-
aðurinn sem er í mestri sókn og
einnig þurfum við að huga vel að
umhverfis- og öryggismálum.
Fram kom i máli Olav Boye, ffá-
farandi ritara NGU, að treysta
þyrfti grundvöll starfshópa og
mikilvægt væri að fulltrúar frá
hverju landi ættu þar fúlltrúa.
Adriane tók undir það og sagði að
það væri til eftirbreytni hvemig
NGU hefði tekið á endurmennt-
unarmálum og öryggismálum.
Tony sagði í sínu erindi að hann
vildi leggja megináherslu á UNI
Europa Grafisk, þar væm sterk-
ustu félögin innan UNI og best
skipulögð og spurning væri hvort
norræna módelið væri ekki það
eina rétta og við ættum að reka
áróður fyrir því að það kæmist á
sem víðast. Bæði Tony og Adri-
ane lögðu áherslu á það hvernig
félögin gætu barist við fjölþjóða-
íyrirtækin, því mjög mikilvægt
væri að koma því til leiðar að þau
væru með sömu reglur í öllum
löndum. Malte Eriksson formaður
NGU lagði í sínu erindi út af því
að sífellt fækkaði í stéttarfélögun-
urn og víða væri meðlimafjöldinn
að nálgast 30%, t.d. væri HK í
Svíþjóð aðeins með 30% félaga
fastráðna í vinnu. Óreiða hefði
aukist á vinnumarkaði og nú væru
um 20% launþega í Svíþjóð laus-
ráðin og það væri sífellt að
aukast. Þetta fólk sæi enga ástæðu
til að vera í verkalýðsfélögum.
Hans skoðun var sú að færi fé-
lagafjöldi undir 80% væri fyrir-
sjáanlegt hmn hjá félögunum því
þau gætu þá ekki staðið undir
þeirri þjónustu sem þau standa
fyrir í dag. Því væri það lausnin
að stofna stærri sambönd eða fé-
lög.
í fúndarlok var síðan boðað til
næsta ársfundar á Islandi 9.-12.
júní 2002.
Aðalfundur NGU 2001 sem jafnframt var 25 ára af-
mæli NGU var haldinn í Stavanger í Noregi dagana
11. til 14. júní. Fulltrúar FBM á fundinum voru þeir
Sæmundur Árnason og Georg Páll Skúlason. Túlkur
var Magnús Einar Sigurðsson.
PRENTARINN ■ 9