Prentarinn - 01.10.2001, Qupperneq 11

Prentarinn - 01.10.2001, Qupperneq 11
af þessu starfsfólki kom með hingað til okkar. Þar sem þessi fyrirtæki voru búin að vera í gífurlega harðri samkeppni í svona litlum bæ þá var einfaldlega ekki markaður nema fyrir eina stóra prentsmiðju en mér fannst alveg snilld hvað það gekk vel hjá öllu fólkinu að aðlagast þessum nýju aðstæðum því að POB var gamalgróið fyrir- tæki með gífurlega miklar hefðir og miklar rætur, stofnað fyrir þar síðustu aldamót. Hérna voru öll vinnubrögð frjálslegri, en fólkið sem kom úr POB kenndi okkur margt. Okkar hagur var að við vorum góð á litasviðinu en þeir aftur svo betri í bókbandinu. Ut úr þessu varð mjög góður pakki, en þessi ár voru hryllilega erfið. Ég er ekki viss um að ég myndi treysta mér í þetta aftur. En það var mikið unnið þennan vet- ur, hann var bæði erfiður og skemmtilegur. Við höfum aldrei verið hrædd við að takast á við erfiðleika. Þér er tíörætt um starfsfólk- ið en mí er nánast öll fjöl- skyldan með þér í þessu. Jú það er rétt og það er mjög gaman. Við erum búin að vera í þessu í 22 ár og strákamir byrj- uðu mjög fljótlega í þessu með okkur því auðvitað vomm við einyrkjar og við urðum bara að vinna. Þetta þótti svo eðlilegt að þegar þeir voru búnir i skólanum þá komu þeir hingað niður eftir og unnu með okkur og einnig um helgar. Við urðum að standa mjög þétt saman til þess að við gætum þetta. Við þekktum engan þegar við komum hingað. Við höfðum aldrei komið til Akureyrar fyrr og við höfðum ekkert nema hvort annað og strákamir urðu bara að standa saman með okkur í þessu og viðhorf þeirra skapaðist svolít- ið af því að þeim fannst þetta svo eðlilegt að við vomm að skapa okkur vinnu. Þar sem vinnutíminn var svo langur hjá mér þá lenti ég í vandræðum með hver ætti að hugsa um heimilið, en þá vorum við svo heppin að við fengum al- veg yndislega stúlku sem var hjá okkur í þrjú ár. Hún var í mennta- skólanum hérna og fékk herbergi og fæði hjá okkur og sótti i stað- inn Alexander á leikskólann og eldaði kvöldmat fyrir strákana og hún varð eins og einn af fjöl- skyldunni. Einhvern veginn verð- ur maður að leysa heimilismálin. Þegar við byrjuðum á þessu i upphafi þá ákváðum við Kári að skipta þessu í tvennt, ég sá alfarið um ijármálin og hann sá um prentunina en svo tók ég setning- una og Dagskrána, þetta hefur gengið vel og aldrei orðið árekstr- ar út af þessu. Hvorugt okkar hafði nokkurn tíma komið nálægt fyrirtækjarekstri áður, en þetta þróaðist og við lærðum af reynsl- unni smátt og smátt. Svo þegar strákarnir stækkuðu þá skiptu þeir með sér verkum innan fyrirtækis- ins. Olafur fór í litaprentunina, lærði náttúrulega hjá pabba sín- um. Síðan fóru hann og Alexand- er út í prentháskólann í London og voru þar hjá Derek Porter skólameistara sem síðar varð góð- ur vinur okkar og kom alltaf hing- að í heimsókn og fór með okkur í fjallaferðir, sem hann hafði yndi af, einu sinni til tvisvar á ári. Hann var okkur gífurleg stoð og stytta en hann lést nú fyrir stuttu. Hann kenndi okkur mikið bæði í sambandi við fjármál og vinnslu. Alexander, sá yngsti, hefur verið með tölvupappírsdeildina, byrjaði hér náttúrulega kornungur og hef- ur unnið hér ýmis störf. Þórður fór og lærði offsetljósmyndun og litgreiningar og það var gott fyrir okkur að fá þá þekkingu í fyrir- tækið. Síðar tók hann sölumálin að sér og hann sér alveg um þau mál í dag. Það hefur hjálpað okk- ur mikið því hann hefur fundið heilmikið nýtt handa okkur til að gera eins og t.d filmuframköllun- arpoka o.s.frv. Árið 1983 ákváðum við að fara út í bókaútgáfu því okkur fannst vera að koma lægð í prentunina og vantaði ný verkefni og þá bjuggum við til Rauðu seríuna. Það hafði alltaf blundað í mér að gefa út svona íslenskar vasabrots- bækur, ódýra framleiðslu. Ég ólst upp á bókasafni sveitarinnar og þá fannst mér þetta alltaf vanta, að þeir sem læsu ekki erlendar bækur, gætu líka keypt einhverjar ódýrar bækur á íslensku. Mér fannst ósanngjarnt að geta ekki keypt ódýrt lesefni á íslensku. Við náðum okkur í erlend bókaleyfi sem ég nota enn þann dag í dag, ég fæ sendar um 60 enskar bækur á mánuði, er með einn forlesara og hún flokkar þetta niður fyrir mig, ég les svo um 15 til 20 ensk- ar bækur á mánuði og vel bækur í útgáfuna okkar. Við byrjuðum með tvo titla i mánuði og keypt- um okkur fræsingavél þar sem við gátum kápusett tvær bækur sam- tímis og skorið í sundur á eftir. Þetta gerum við enn þann dag í dag. Hvað gefurðn út niarga titla í dag? Þetta eru fimm titlar á mánuði. Fjórar bækur og eitt tímarit og þetta kemur út alla mánuði ársins. Þetta er ótrúlega stór bókaútgáfa, 60 titlar á ári, og hún er búin að vera okkur mikill styrkur og hún er ekkert að dala. Við eigum fyr- irtæki í Reykjavík sem heitir Ferðakort og gefur út tímaritið What's on in Reykjavík, lands- hlutakort og fleira. Ég er fram- kvæmdastjórinn fyrir þetta fyrir- tæki og sjáum við um bókhaldið hér fyrir norðan en erum með rit- stjóra og sölumenn fyrir sunnan. Þetta er orðin þónokkur yfirsýn. En það er gott fyrir fyrirtækið að vera með útibú í Reykjavík og gefur okkur aukna prentun. Hvernig er það með þitt starfsfólk, hefurþað tœki- fceri til að sækja námskeið hjá Prenttæknistofnun? Við höfum fengið menn frá Prenttæknistofnun hingað og reyndar á hún að vera búin að koma með tvö námskeið núna sem hún var búin að lofa mér s.l. vetur. En þeir komu ekki. Við borgum náttúrulega okkar hlut í Prenttæknistofnun og ég vil að þeir komi þá með að minnsta kosti eitt námskeið á ári hingað norður, við erum með það stórt fyrirtæki hér að það væri alveg fullbókað á námskeið. Við viljum fá að halda það hér i prentsmiðj- unni. Við erum búin að bíða í mörg ár eftir námskeiði í bók- bandi, hér eru öll tæki til staðar, einnig voru þeir búnir að lofa okkur námskeiði í PDF-fælum. Það er ekki ennþá komið. Við erum sár yfir því að landsbyggðin skuli ekki fá að sitja við sama borð og Reykvíkingar þó við greiðum sama gjald og hinir. Ég PRENTARINN ■ 11

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.