Prentarinn - 01.10.2001, Síða 12

Prentarinn - 01.10.2001, Síða 12
hef ítrekað haft samband en ekki haft árangur sem erfiði. Ég er reið yfir þessu fyrir mitt fólk. Hvernig sérðu annars fram- tíðina fyrir þér? Ég sé hana ekki svo slæma, ég er svo bjartsýn að eðlisfari, við erum að taka inn nýja fimm lita prentvél sem fer í gang á næstu dögum. Við erum að fikra okkur áfram með vefsíðugerð og tökum eitt þrep í einu þar, því ef maður ætlar að stökkva yfir einhver þrep þá er hætt við að maður kannski brjóti á sér tærnar. Ég sagði alltaf að við myndum fara inní þetta þrengingatímabil sem nú stendur yfir og vonum við að það verði mjög stutt. Málið er því miður að fyrirtækin standa ekki nokkurn hlut betur en almenningur. Sjáðu bara fyrirtækin í Reykjavík sem öll eru að sameinast. Bentu mér á það fyrirtæki í dag sem skilar hagnaði, þau eru ekki mjög mörg. Ert þú ekki eina konan sem er framkvœmdastjóri í prentsmiðju á landinu? Ég veit ekki um aðra, þær eru meira í verslunargeiranum, jú og svo í nokkrum iðnfyrirtækjum. Heftir það komið þér til góða eða orðið þér til trafala að vera kona í þessu starfi? Hvorugt. Reyndar, þegar við byrjuðum þá fékk ég ekki einu sinni að skrifa undir ávísanimar. Ég var nú fljót að fara út úr þeim banka. Þá vildi bankastjórinn ekki viðurkenna að ég mætti skrifa undir ávísanirnar og ég var ekki sátt viö það. Ég hef aldrei annars fúndið þetta valda mér nokkru, hvorki plús né mínus. Ég held að við séum það sem við viljum vera og við eigum ekki að flagga ein- hverju öðru. Við eigum bara að sýna okkur og sanna. Það eina sem ég finn er að á þessum stærri fúndum fell ég ekki inn í prógrammið þegar karlarnir fara að ræða veiðisögurnar sínar og svoleiðis. Ég verð svolítið stök þar. Ég viðurkenni það að konur eru oft voðalega leiðinlegir stjórnendur, þær eru svo smá- munasamar. Það er eins og þær séu svo hræddar við að viður- kenna mistök. Það er náttúrulega enginn fullkominn en það er eins og þær séu alltaf í vöm. Hefur þessi rekstur á ein- Itvern hátt bitnað á ykkur sem f/ölskyldu? Nei, þetta hefur aldrei bitnað á okkur þannig. Við höfum alltaf getað haldið fyrirtækinu fyrir utan fjölskylduna og við höfúm reynt að hafa það sem reglu að komast í frí og við Kári höfúm það fyrir sið að við ræðum ekki fyrirtækið þegar við erum sest uppí bílinn. Þegar við förum í frí þá förum við í frí og þá er prentsmiðjan ekki rædd. Annað væri ekki hægt. Hvað gerið þið í fríunum ykkar? Við forum nú ekkert endilega til útlanda í frí. Við ferðumst mik- ið hér innanlands, t.d. í sumar fór- um við í 5 daga gönguferð um Austfirði og röltum með bakpok- ann upp og niður fjallshlíðarnar. Við eigum sumarbústað úti í Olafsfirði og þangað sækjum við mikið um helgar, þar leikum við okkur á vélsleðum á veturna og forum í gönguferðir á sumrin. Einnig finnst mér gaman að vinna við grjót, geri listaverk úr stórum steinum sem ég saga með bretta- skífú og slípa með steinum og vatni þar til þeir verða glansandi. Þetta finnst mér mjög gaman og gefandi. Segðu mér meira frá þessu. Ég segi nú stundum í gamni að ég sé ofvirk en hér sit ég í þess- um stól allan daginn og þegar dagurinn er búinn hérna fer ég að vinna grjót til að slappa af. Þetta, að saga í grjótið eins og ég geri með brettaskífú, er dálítið merki- legt. Ég bara byrja og saga í grjótið þar til einhver mynd kem- ur út úr því og ég læt grjótið segja mér hvað ég á að gera. Síðan tek- ur við vatnsslípun sem er 10 stig og nota ég við það brettaskífu sem vatn kemur í gegnum og pússa þetta þannig að steinarnir verða háglansandi. Þetta finnst mér virkilega gaman og gefandi, ég veit ekki um neinn í dag sem vinnur þetta svona, en mér þætti gaman að vita af því ef einhver gerir það. A ferðalögunum okkar hef ég verið að pína Kára til að bera fyrir mig grjót sem ég hef fúndið á fornum vegi og eitt sinn sagði hann „Rósa mín, af hverju getur þú ekki bara heklað eða pijónað eins og aðrar konur“. Ég vinn líka dálítið í rekavið, ég ffæsi hann niður með brettaskíf- unni og vírbursta þannig að hann fer að blæða og svo ýki ég þetta aðeins þannig að úr verða myndir og listaverk. Þetta set ég saman, gijótið og rekaviðinn. Við látum þetta verða lokaorð Rósu og þökkum henni kærlega fyrir spjallið og óskum henni vel- famaðar í starfi. 12 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.