Prentarinn - 01.10.2001, Síða 15
II
umhugsunar
í Fréttablaðinu stóð nýlega, að
ófaglærður rafvirki væri að störf-
um og hann skildi eftir sig háa
reikninga sem innheimtir væru af
öflugum lögmanni. Mér datt í hug
að fréttamaðurinn hefði lesið um
þetta á heimasíðu Rafiðnaðarsam-
bandsins og það reyndist rétt. Þar
fann ég eftirfarandi:
„Ófaglærðir menn
Undanfarið hafa nokkrir
einstaklingar haft samband
við skrifstofur RSÍ og kvart-
að undan því að hafa lent í
því að hafa fengið í raf-
lagnir mann sem það taldi
að væri faglærður og hann
fullyrt að svo væri og rakið
mikinn og glæstan feril í
rafiðnaðarstörfum. En þeg-
ar verkinu var lokið kom í
Ijós svimandi reikningur,
verkið ekki úttektarhæft og
ekki hægt að tilkynna það.
Þessi maður laug sig inn á
verkmenntaskóla fyrir
nokkrum árum og hóf þar
kennslu á rafiðnaðarbraut
og var þar um nokkurt
skeið áður en það upp-
götvaðist að hann hafði
aldrei stigið fæti sínum inn
í rafiðnaðardeildi!
Viðkomandi „rafiðnaðar-
maður“ hefur svo farið með
reikninginn beint til lög-
manns sem innheimtir
hann með mikilli hörku. Við
höfum ráötagt fórnarlömb-
um þessa manns að leita
til Löggildingarstofu um út-
tekt og eins til SART um að
sjá svo til að verkið verði
ekki tilkynnt. Við höfum
haldið því fram að fólkinu
beri ekki að greiða reikn-
inginn fyrr en verkið sé út-
tektarhæft. En þegar á
hólminn hefur komið virðist
ekkert vera hægt að gera
nema greiða reikninginn.
Það er erfitt að sætta sig
við svona og óþolandi að
menn geti kynnt sig sem
rafiðnaðarmann með full-
gild réttindi, iagt raflagnir
sem ekki standast öryggis-
kröfur og svikist aftan að
fólki í skjóli lögmanna, sem
draga varnarlaust fólk fyrir
dómstóla greiði það ekki
svimandi reikninga og inn-
heimtugjöld. Menn af
þessu tagi setja svartan
blett á stétt lögmanna.
Sama má segja um
starfsheiður okkar því víst
er að það eru einungis
stærstu vandamálin sem
berast til okkar, fjöldi af
saklausu fólks stendur í
þeirri trú að það hafi átt
viðskipti við rafiðnaðar-
menn og þetta sé það sem
þeir sýni af sér.
Við höfum í gegnum árin
oft orðið vitni að því að fólk
ætli sér að spara með því
að sniðganga faglærða
rafiðnaðarmenn. En þegar
á hólminn er komið hefur
raflögnin orðið ansi dýr. Því
viðkomandi hefur orðið að
fá faglærða menn til þess
að ganga frá, laga og
hreinsa upp ófullgerða raf-
lögn, sem oft á tíðum hefur
verið stórhættuleg.
13.09.01 gg“ “
Það er skelfilegt hvað skilning-
ur löggjafans á tilveru iðnaðarins
er lítill. Það virðist sem mennta-
stefna „Samtaka iðnaðarins" hafi
keyrt í kaf alla tilburði til að
halda uppi merki iðnaðar í land-
inu. Þessi samtök, sem urðu til
við sameiningu Félags íslenskra
iðnrekenda, Landssambands iðn-
aðarmanna auk ýmissa annarra
hagsmunasamtaka iðnmeistara,
svo sem Félags íslenskra prent-
smiðjueigenda, virðast gjörsam-
lega hafa brugðist iðnaðinum.
Félag íslenskra iðnrekenda
voru samtök verksmiðjueigenda.
Starfsfólk verksmiðjanna var að
mestu óiðnlært og nefndist iðn-
verkafólk. I lögum var þessi starf-
semi nefnd „iðja“.
Landssamband iðnaðarmanna
voru hins vegar samtök iðnmeist-
ara, sem reyndu að halda upp
merki iðnaðarins í samræmi við
iðnaðarlög, og stóðu m.a. fyrir
mikilli iðnsýningu um það leyti
sem Iðnskólahúsið á Skólavörðu-
holti var tekið í notkun. Við opn-
un sýningarinnar lagði Bjarni
Benediktsson þáv. iðnaðarráð-
herra áherslu á gildi iðnaðarins í
þjóðfélaginu. Hann þyrfti að efla.
Innan Samtaka iðnaðarins eru
því fylkingar, sem byggðu á ólíkri
stefnu í atvinnumálum. Annar
hópurinn hefiir í ríkara mæli tekið
að sér verkefhi sem áður þurfti
iðnaðarmann til að vinna. Og
hinn hópurinn, löggiltur iðnaður,
á undir högg að sækja. Samtök
iðnaðarins þegja þunnu hljóði þar
sem það þjónar ekki „iðju“fyrir-
tækjunum að berjast á móti þró-
uninni. Rödd iðjunnar hefur
hækkað — en iðnaðar hjaðnað.
Sérhæfð menntun í iðnaði er ekki
lengur sá burðarás í þjóðfélaginu,
sem áður þótti eftirsóknarverður.
Það á ekki að taka tillit gæða,
eins og t.d. Þjóðverjar og Sviss-
lendingar gera. Það á bara að hafa
það eins og Chaplin benti á - það
á bara að skrúfa skrúíuna og
óþarfi að vita til hvers. Nú virðist
mest um vert, að framleiðslan sé
sem mest og gæðin skipti ekki
lengur máli. Það virðist nóg að
kenna einstaklingi hvemig á að
leggja múr í gólf og ekkert um
það hvernig á að hlaða vegg. Eða
kenna hvað letur heitir, en ekki
hvernig á að nota leturtegundir.
Það er hægt að segja fólki hvernig
á að hamra jám, en þar með er
ekki sagt að það geti hamrað járn.
Ríkið er alltaf að spara - sér
ekki krónuna fyrir aurunum. Það
er sagt dýrara að reka iðnskóla en
„fjölbraut“. Nám hjá iðnmeistara
er nánast óþarfi í dag. Það er nóg
að fúskarar reki fyrirtæki til að fá
iðnnema sem ódýran starfskraft.
Nú er varla hægt lengur að fá
byggð hornrétt hús, erfitt að fá
smið sem kann að byggja tröppur,
hvað þá í boga. Fúskarar vaða
uppi alls staðar -1 pípulögnum,
rafvirkjun, prentun, - hvar sem er.
Það virðist nægjanlegt að taka
bara smá námskeið í fjölbraut.
Hvað varð um lögverndun
iðngreina?
Til hvers er iðnnám og
sveinspróf?
Og til hvers er þá meist-
araskóli?
Til umhugsunar!
29. sept. 2001
Ólafur Emilsson.
PRENTARINN ■ 15