Prentarinn - 01.10.2001, Blaðsíða 21
Ráðstefnugestir bera saman bœkur sínar.
NorðurlanMstefna Xplar
Internattonal 2001
Xplor International
eru samtök þeirra sem
vinna með gögn og
gagnavinnslu í víðasta
skilningi.
Norðurlandaráðstefna Xplor
Intemational er hluti af hinu ár-
lega „Road Show“ og er með
svipuðu sniði á öllum Norður-
löndunum. Byrjað var í Helsinki
þann 24. apríl og endað hér í
Reykjavík þann 18. maí.
Ráðsteíhan var haldin að Ver-
sölum, Hallveigarstíg 1, í húsi
Samtaka iðnaðarins, og stóð heil-
an dag. Haldnar era svipaðar ráð-
stefnur í öllum hinum Evrópu-
löndunum ár hvert.
Þar geta menn hitt bæði sam-
starfsaðila og keppinauta og borið
saman bækur sínar, um leið og
tækifæri er til að hlusta á það
nýjasta sem er að gerast i iðnað-
inum.
Ráðstefna samtakanna bar að
þessu sinni yfirskriftina „Printing
and the e-business“.
Xplor Nordic 2001
„RoadShow"
Dagskráin hófst með þvi að for-
seti norðurlandadeildar Xplor,
Sveinbjörn Hjálmarsson, setti ráð-
stefnuna. Sveinbjörn byrjaði á að
kynna samtökin og lét þess getið í
máli sínu að innan samtakanna
væru 6000 fastafélagar og 14000
manns hefðu sótt síðustu aiþjóða-
ráðstefnu sem haldin var i Miami
í nóvember á síðasta ári.
í lok ræðu Sveinbjöms kynnti
hann nýstofnaða Islandsdeild
norðurlandadeildar Xplor, en í
henni eru Snorri Páll Jónsson hjá
Skýrr hf, Kjartan Adolfsson hjá
Umslagi ehf, Ómar Ingólfsson hjá
Ríkisskattstjóra, Guðmundur R.
Benediktsson hjá Odda hf og
Heimir Óskarsson hjá Offsetþjón-
ustunni ehf.
Miklar vonir eru bundnar við
þessa nýju Islandsdeild í framtíð-
inni.
Að lokum var næsta alþjóða-
ráðstefna Xplor kynnt. Hún verð-
ur haldin í Orlando frá 28. októ-
ber til 2. nóvember næstkomandi.
Ber hún yfirskriftina „From dots
on paper to pixels on Screens".
Gestafyrirlesarar frá
Bandaríkjunum
Fyrstu fyrirlesararnir voru þau Pat
McGrew and Bill McDaniel, ráð-
gjafar við McGrew + McDaniel
Group Inc, ráðgjafar- og útgáfu-
fyrirtæki.
Fyrirlesturinn bar yfirskrifdna:
„Critical Mass: A Primer for Liv-
ing with the Future of In-
formation Delivery".
í fyrirlestri sínum gáfu þau
mynd af þeirri tækni sem til stað-
ar er í dag til að dreifa upplýsing-
um með hefðbundinni og staf-
rænni prentun og hvernig sumt af
því flyst yfir á þráðlaus sam-
skipti.
Þau samstarfsaðilarnir Bill
McDaniel og Pat McGrew skiptu
íyrirlestrinum á milli sín þannig
að Bill byrjaði að sýna hveraig
upplýsingar voru fluttar á milli
innsiglaðar í leirker, tákn og
myndir höggnar í stein og allt til
hinnar prentuðu bókar. Hann
sýndi því næst tæknilausnir nú-
tímans, þar sem hægt er að geyma
fleiri hundruð bækur á einum
stað, handhægt til lestrar í tölvu-
bók.
Námsmenn framtíðarinnar
munu örugglega ekki burðast með
fjölda námsbóka í töskunni, allt
verður þetta geymt á tölvutæku
formi í einföldu og léttu tæki.
Pat tók dæmi af amerískri bíla-
verksmiðju sem reyndi að fram-
leiða draumabílinn fyrir alla en
enginn vildi síðan kaupa af því
hann hafði ekki skírskotun til
ákveðins markhóps. Við fram-
leiðslu vöru og þjónustu geta fyr-
irtæki aldrei þjónað öllum heldur
verða að gera það sem þau eru
best í. Að öðrum kosti fer mikill
tími og fjármunir til spillis.
Tæknin mun alltaf breytast.
Hvert fyrirtæki verður að vera
með stöðuga endurmenntun til að
geta mætt hinni nýju tækni og
þörfúm viðskiptavinarins.
Lokaorð fyrirlestursins voru:
„Being prepared is your best
defense!"
PRENTARINN ■ 21
Internetið - gersemi eða
glópagull
Næsti fýrirlesari var Þórður Vík-
ingur Friðgeirsson hjá IMG.
í erindi sínu útskýrði Þórður
hvað fór úrskeiðis í nýja hagkerf-
inu.
Þórður tók sem dæmi þegar
bíllinn kom fyrst á markað og um
200 fyrirtæki byrjuðu að fram-
leiða bíla, svo eftir um 10 ár voru
aðeins um 20 fyrirtæki eftir. Hann
vísaði þar í mörg fyrirtæki sem
hófu starfsemi og ætluðu sér að
selja vörur í gegnum internetið,
en runnu á rassinn með það. Ekki
er nóg að hafa heimasíðu þar sem
fólk getur pantað vörur. Lager
þarf að vera til staðar, einhver
sem pakkar vörunni o.s.frv.
Þórður tók fram að netið skapar
ekki tekjur, heldur tækifæri til að
afla tekna. Og þótt netið sé ffá-
bært samskiptatæki skuli forðast
oftrú og fjárfestingar í fyrirtækj-
um því tengdum.
í Iok fyrirlestursins sýndi Þórð-
ur mynd frá Microsoft sem fjall-
aði um amerískan hrakfallabálk
sem slasaðist í umferðinni en
beitti nýjustu tölvutækni til að
hafa samband við lækni, sam-
þykkja greiðslur, finna lækna-
stofu í þeirri borg sem hann var,
og allt með því að þrýsta með
fingrinum á ákveðinn stað á sím-
anum sínum, sem auðkenndi