Prentarinn - 01.10.2001, Side 22
fingrafar. í gegnum þráðlaus við-
skipti gat hann bæði haft sam-
skipti við lækninn og greitt fyrir
þjónustuna.
Öryggi á veraldarvefnum
Þriðji fyrirlesari var Jóhann Krist-
jánsson hjá Skýrr.
í erindi sínu fór Jóhann í gegn-
um þá aðferðafræði sem VeriSign
beitir til að auka traust og öryggi
i rafrænum viðskiptum í samræmi
við PKI staðalinn (Public Key
Infrastructure).
Það sem gerir VeriSign frá-
brugðna og betri en aðra á sínu
sviði er vottunarferlið. Það tryggir
vönduð og öguð vinnubrögð við
vottun og útgáfu skírteina sem
gerir einstaklingum og fyrirtækj-
um kleift að stunda traust rafræn
viðskipti með hámarksöryggi.
Þegar notandi sækir um skír-
teini í fyrsta sinn þarf að tryggja
með óyggjandi hætti að umsækj-
andi sé sá sem hann eða hún seg-
ist vera. Þetta er hægt að gera
með ýmsum hætti (sjálfvirkum og
handvirkum), en VeriSign búnað-
urinn býður upp á sérstakt sjálf-
virkt auðkennaferli.
Jóhann lagði áherslu á að fram-
legð af Ijárfestingu í VeriSign
lausnum væri mikil borin saman
við aðrar lausnir þar sem kostnað-
ur við eignarhald (e. Total Cost of
Ownership) væri alla jafnan tals-
vert hærri og fæli í sér mikla
áhættu. Einnig nefndi hann að
styrkur VeriSign fælist í framúr-
skarandi þjónustu, skuldbindandi
langtímasamstarfi og því hversu
einfalt það er í uppsetningu.
Frumkröfúr almennra viðskipta
eru gagnaleynd, staðfesting, heið-
arleiki, samvirkni og heilleiki, en
VeriSign hefur með sínunt lausn-
um tekist að búa til stafræna
lausn sem uppfyllir þessar kröfur
fullkomlega.
Aðalatriðið í öryggi á veraldar-
vefnum er traust. Fyrst og fremst
þarf kaupandi að treysta seljanda
fyrir persónuupplýsingum,
greiðslumáta og slíku, og um leið
þarf seljandi að treysta því að
greiðsluupplýsingar séu réttar og
staðfestar. Þetta er nokkuð sem
allir gætu nýtt sér.
Helstu notendur VeriSign í dag
eru fyrirtæki, stofnanir og ein-
staklingar sem vilja eiga traust og
örugg samskipti sín á milli. T.d.
notar íslenski Tollurinn þessar
lausnir við VEF tollafgreiðslu.
í lokin sýndi Jóhann mynd um
„göt“ á tölvupóstinum, hvernig
hægt er að breyta óvernduðum
tölvupósti, og svo aftur á móti
hvernig hægt er að forðast
óprúttna netveija með því að
útvega sér búnað frá VeriSign.
Framtíð prentunar
Næstur var Volker Leonhardt,
sölu- og markaðsstjóri fyrir
Heidelberg í Evrópu. Fyrirlestur
hans bar yfirskriftina „Future of
Print".
Hann hóf mál sitt á því að
spyrja hvort einhverjar ástæður
væru til þess að íjárfesta ekki í
stafrænni prentun. Hann lýsti því
næst öllum þeim möguleikum
sem stafræn prentun hefur upp á
að bjóða, svo sem litlum upplög-
um, litlum lagerkostnaði, hraðri
þjónustu, breytilegum upplýsing-
urn og persónugerðum bréfum.
Hann sýndi fram á að kannanir
sýndu að aukning til ársins 2005
hjá prentmiðlum væri langmest í
stafrænni litaprentun eða 18%, í
svart/hvítri stafrænni prentun er
11 % aukning, og Offset 3%.
í máli Volker kom fram að staf-
ræn prentun ætti aðeins að vera
viðbót við hina hefðbundnu
prentun og prentsmiðjur ættu að
kynna sér þetta sem best til að
geta þjónað viðskiptavinum fram-
tíðarinnar. Þetta væri ekki ógnun
við prentiðnaðinn, heldur tæki-
færi.
Að lokum lýsti Volker framtíð-
aráformum Heidelberg um að
vinna sem nánast með prentiðn-
aðinum, með heildarlausnir og
þjálfa prentara framtíðarinnar.
Breytingar höndlaðar
í hátækniveröld
Eftir að ráðstefnugestir höfðu
borðað léttan hádegisverð var
komið að Pat McGrew og Bill
McDaniel að tala í annað skiptið.
Að þessu sinni nefndist fyrirlestur
þeirra „Managing Change in a
Hi-Tech World: 10 Rules for
Outsourcing".
I iyrirlestri sinum töluðu Bill
og Pat aðallega um 3 atriði.
í fyrsta lagi þarf að velja réttan
birgi, sem hefúr þau tæki sem
henta viðkomandi verkefni og
getur komið fram af fullri ábyrgð.
Mikilvægt er að hafa einn ákveð-
inn starfsmann innan fyrirtækisins
sem stjórnar verkefninu. Birgirinn
þarf að sjá um að allar upplýsing-
ar berist til hans.
í öðru lagi þarf að velja réttan
viðskiptavin. Akvarða þarf kröfur
verkefnisins, einnig tækniþekk-
ingu viðskiptavinarins. Velja þarf
einhvern starfsmann til að hafa
heildaryfirsýn yfir verkefnið/sam-
starfið.
Varast ber að láta viðskiptavin-
inn einoka það samstarf sem á
hefur verið komið. Einnig þarf að
varast loforð varðandi tækni og
lok verkefhis.
I þriðja lagi þarf að hafa i huga
samvinnu fyrirtækja. Hlutverk og
ábyrgð allra sem að verkefninu
koma þurfa að vera vel skil-
greind. Bera þarf virðingu fyrir
hverjum og einunt einstaklingi í
verkefnahópunum. Aðilar þurfa
að vera tilbúnir til að ræða málin
opinskátt og vera sveigjanlegir,
raunsæir og nota heilbrigða skyn-
semi. Síðast en ekki síst má ekki
bregðast of harkalega við breyt-
ingatillögum í samningaferlinu.
E-prentun
(rafræn prentun)
Næsti fyrirlesari var Erwin Bus-
selot hjá Indigo Europe.
I erindi sínu leitaðist hann við
að sýna fram á að Indigo er eini
framleiðandi stafrænna prentvéla
sem getur prentað með offset
gæðum.
I íyrsta lagi sagði hann frá því
að val viðskiptavinar á birgi
byggist einkum á þremur stað-
reyndum, tíma, gæðum og kostn-
aði.
Hann talaði einnig um að með
Indigo prenttækni væri hægt að
prenta á hágæða glansandi pappír
án þess að punktastærðin breyttist
nokkuð.
Því næst talaði Erwin um heild-
arkostnað við prentun þar sem
stafræn prentun hefúr yfirburði í
litlum upplögum, þar sem ekki
þarf að eyða eins miklu í undir-
búning auk þess sem lagerhald og
rýmun er rnjög lítil.
Hann sagði viðskiptavininn
ekki einungis byggja kaup sín á
verði, heldur einnig gæðum og
hagkvæmni.
Hann tók dæmi um viðskipta-
stefnur, bæði áður íyrr og það
sem koma mun.
* Framleiðandinn mun ekki
lengur einoka þarfir viðskiptavin-
arins, heldur getur viðskiptavinur-
inn valið sjálfúr þá vöru sem
hentar honum best og í stað þess
að markaðssetning sé miðuð við
ár, er hún miðuð við daga eða
vikur.
• í stað þess að Ijöldaframleiða
hefðbundna verksmiðjuvöru
munu vörur verða skilgreindar
eftir sambandi framleiðanda
við viðskiptavininn.
Hjörtur Guðnason, Benedikt Guðmundsson og Guðjón Sigttrðsson.
22 ■ PRENTARINN