Fréttabréf Félags bókagerðarnema - 01.02.1977, Blaðsíða 9
Alyktun félags bökagerðarnema.
Aö lokum fylgir ályktun aéalfundar félags bókageröarnema: A
aéalfundinum voru umræður um málið og voru teknir saman punktar til
aö vinna úr ályktun í nafni hans. Stjórn F.B.N. vann svo upp eftir-
farandi ályktun:
Aðalfundur félags bókagerðarnema ályktar eftirfarandi:
Aðalfundur F.B.N. fagnar þeirri ákvöréun skólanefndar Iðnskól-
ans í Reykjavík að byggja upp bókagerðardeild.
Ljóst er, að bókagerðargreinarnar koma aldrei til með að fá
fullnægjandi aðstöðu innan menntakerfisins nema eftirfarandi þáttum
sé fullnægt:
1. Bak við bókagerðardeildina verður að vera mjög stór byggðakjarni
og því aðeins kemur Reykjavíkursvæðið eitt til greina.
2. Að reynslukeyra námsskrá er illmögulegt, nema góð bókagerðar-
deild sé fyrir hendi.
3. Vegna fámennis í hverri bókagerðargrein yrði aldrei fullnægt
þörfum þeirra nema með einni deild bókagerðargreina.
4. Vegna örra breytinga innan bókagerðargreinanna þarf að vera vel-
búin bókagerðardeild til endurmenntunar sveina.
Það er því áskorun okkar aé skólanefndin verði sívakandi yfir
velferð bókagerðardeildarinnar.
Alyktun hefur verið send skólanefndarmönnum og afrit hefur einn
ig verið sent sveinafélögunum og prentsmiðjustjórum.