Verktækni - 01.09.1995, Blaðsíða 5

Verktækni - 01.09.1995, Blaðsíða 5
___________________________________________VERKTÆKNI Einkavæðing í eftirlitsiðnaðinum. Hæfni - Faggilding - Cæðakerfi. í þessari grein verður fjallað um þær breytingar sem átt hafa sér stað í lögboðnu eftirliti víða um heim, en stjómvöld á Islandi hafa á undanfömum árum verið að inn- leiða þær breytingar. Sérstaklega verður vikið að þeim breytingum sem átt hafa sér stað í lögboðinni skoðun á ökutækjum. Verkfræðingar hafa vissulega tekið þátt í ýmiss konar eftirliti á síðastliðnum áratugum má þar helst nefna eftirlit með verklegum framkvæmdum. Með afnámi einka- leyfa ríkisstofnana á lögboðnu eftirliti ættu verkfræðingar að geta séð fyrir sér nýja fleti á þessum iðnaði. Þeir ættu hiklaust að geta tekið þátt í smíði nákvæmra verklagsreglna um framkvæmd eftirlitsins, annast uppsetningu faggiltra gæðakerfa, unnið við stjórnun þ.m.t. gæðastjómun, séð um tæknilegar úlfærslur o.fl. Þróun í eftirlitsiðnaðarins í Evrópu Undanfarin ár hefur átt sér stað þróun í meðferð lögboðins eftirlits og prófana í Evrópu. Þessi þróun felst í því að aflétta einkarétti ríkisstofnana og annarra á sviði skoðana, vottana, prófana og eftirlits. Þessi aðferðafræði byggir á vel skilgreindum verklagsreglum stjórnvalda um framkvæmd til- greindrar starfsemi og tilnefningu ríkisstofnunar sem fylgst getur með því að eftirlitsaðilar uppfylli tilskyldar kröfur sem meðal annars eru settar fram í evrópsku staðlaröðinni EN 45 000. Einstakir staðlar innan staðla- raðarinnar fjalla um starfsemi prófunarstofa, vottunarstofa, skoð- unarstofa, eftirlitsaðila og faggild- ingaraðila. Hafa þessir staðlar verið gerðir að íslenskum stöðlum, staðlaröðinni ÍST EN 45 000. Aðskilnaður löggjafar- og framkvœmdaaðila Forsenda einkavæðingar á eftirliti er aðskilnaður löggjafar- og framkvæmdaaðila. Þannig þarf hlutverk ríkisstofnana, sem sett hafa reglurnar, framfylgt þeim og úrskurðað um samræmi og niður- stöður, að breytast. I þessari nýju aðferðafræði er það hlutverk ríkisstofnana að sjá til þess að lagalegt umhveríi sé til staðar og skýrar verklagsreglur og kröfur fyrir hendi um framkvæmd þess eftirlits, prófana eða skoðana sem fram- kvæma á. Að þeim skilyrðum upp- fylltum geta einkaaðilar sem upp- fylla hlutleysiskröfur og telja væn- legt að starfa á viðkomandi sviðum aflað sér þekkingar, þróað gæðakerfi sem lýsir viðkomandi starfsemi, leitað faggildingar og fengið starfsleyfi á grundvelli hennar. Hœfni fyrirtækis könnuð með úttekt Starfsemi þess fyrirtækis sem ætlar að taka að sér eftirlit er lýst í smáatriðum í gæðakerfi sem er þungamiðjan í fyrirtækinu. Gæða- kerfið lýsir innri starfsemi þess og myndar umgjörð um fyrirtækið og gegnir því veigamikla hlutverki að tryggja núverandi og áframhaldandi hæfni fyrirtækisins til að sinna eftirlitinu. Uttekt faggildingaraðilans á því hvort fyrirtækið sé hæft til að sinna eftirliti felst m.a. í því að ganga úr skugga um að fyrirtækið lýsi starfsemi sinni á fullnægjandi hátt og fari eftir þeim lýsingum í raun, ásamt því að skoða aðstöðu og búnað. Á íslandi er það faggildingar- deild Löggildingarstofunnar sem stýrir og undirbýr úttektirnar og hefur deildin verið í nánu samstarfi við SWEDAC, sænska stofnun er gegnir svipuðu hlutverki og faggildingardeildin hér á landi. Til landsins hafa verið kallaðir erlendir sérfræðingar til að gegna hlutverki tæknilegra matsmanna og matstjóra. Ársæll Þorsteinsson, vélaverkfræðingur, veitir faggildingardeildinni forstöðu og hefur hann unnið frumkvöðlastarf vegna þessara mála hér á landi. Hæfni fyrirtækisins tryggir að framkvæmd eftirlitsins sé eins og til er ætlast, samkvæmt skilgreindum kröfum og eftir ákveðnum verklagsreglum. Ríkisstofnanir gegna hlutverki stjómvalds en framkvæmdin verður í höndum einkaaðila sem eru í frjálsri samkeppni sem skilar sér í betri þjónustu, meiri hagræðingu, lægra verði og öðrum þeim kostum sem fylgja frjálsri samkeppni. Þeir sem þurfa á þjónustunni að halda hafa valkost. Lögboðið eftirlit á íslandi Á undanförnum misserum hefur þróun átt sér stað hér á landi í þá átt að aflétta einokun ríksisstofnana í tilteknum greinum lögboðins eftirlits. Unnið hefur verið að niðurfellingu einokunar á bifreiða- skoðun og samsvarandi þróun hefur átt sér stað í rafmagnseftirliti hér á landi. Þar hefur Rafmagnseftirlit ríkisins hætt að framkvæma skoðun raffanga sem sett eru á markað hér á landi en sarnið við hlutlausa skoðunarstofu unt að annast eftirlit á markaði sem felst í því að athuga hvort rafföng uppfylli ákveðnar form- og öryggiskröfur. Einnig eru rafveitur að hætta að sinna eftirliti og úttektum á neysluveitum sínum en semja við óháðar faggiltar skoðunarstofur um að sinna því hlutverki. Samkeppni í skoðun bifreiða Einkavæðing bifreiðaeftirlits á íslandi hefur verið gerð á áður- nefndan hátt. Þ.e. að veita til þess hæfum aðilum starfsleyfi sem upp- fylla kröfur um hlutleysi, tækja- búnað og aðstöðu sem byggja á stöðlum, lögum, reglugerðum og ítarlegum verklagsreglum stjórn- valda. Fyrirtækin þurfa að öðlast faggildingu til að sýna fram á hæfni sína til að framkvæma verkið sent lýst er ítarlega í gæðakerfum þeirra. Með þessari leið sem stjórnvöld hafa valið er tryggt að aldrei verður um samkeppni að ræða gagnvart öryggisþáttum og framkvæmd skoðunarinnar. Vegna þessarar þróunar í fram- kvæmd bifreiðaeftirlits á Islandi hafa landsmenn átt valkost sem ekki hefur áður þekkst hér á landi. Ný skoðunarfyrirtæki hafa haslað sér völl á markaði. Nú er stefnan að veita faglega ökutækjaskoðun, persónulega þjónustu, stuttan bið- tíma og hafa hentugan opnunar- tíma. Með tilkomu samkeppninar hefur verð lækkað og má búast við því að sparnaður nenti allt að 20 milljónum á þessu ári sem er beinn hagur neytenda. Áframhaldandi þróun Vissulega er þróunin í skoðun ökutækja jákvæð og mætti hafa til eftirbreytni í öðru eftirliti. Stjórnvöld verða þó að hafa í huga að neytendur eru sá hópur sem þarf að fá upplýsingar um fyrir-hugaðar breytingar. Gagnrýnt hefur verið að ekki hefur verið aflétt öllum einka- leyfisþáttum í skoðun og skráningu ökutækja og skrefið því ekki stigið til fulls. Þetta hefur verulegt óhagræði og kostnað í för með sér fyrir alla sem að málinu koma. Neytendur eru almennt vanir að geta fengið hjá skoðunarfyrirtæki alla alntenna þjónustu er varðar skoðun og skráningu ökutækja. Næsta skref stjórnvalda hlýtur að verða það að finna leiðir til lausnar á því að samkeppnin sé á öllum sviðum skoðunarinnar þannig að allir sitji við sama borð, þótt sumir hafi augljóslega meira forskot. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort farið verður sömu eða hlið- stæða leið og farin hefur verið í skoðun ökutækja í afnámi einka- leyfis ríkisstofnana á ýmsu öðru lögboðnu eftirliti. Það er a.m.k. trú greinarhöfundar að flestir þeir sem hafa notfært sér þjónustu nýrra faggiltra skoðunarfyrirtækja hafa verið ánægðir með þá þróun sem átt hefur sér stað með afnámi einkaleyfis á aðal- og endurskoðun ökutækja á íslandi. Gunnar Svavarsson vélaverkfrœðingur. Aðalskoðun hf. Rannsóknasamstarf innan EES á sviði fjarskipta: Auglýst eftir verkefnistillögum Með gildistöku EES samningsins í ársbyrjun 1994 fengu Islendingar fullan aðgang að rannsóknasam- starfi Evrópusambandsþjóðanna á ýmsum sviðum tækni og fræða. Fjarskiptaáætlunin er nefnd ACTS sem er skammstöfun á "Advanced Communications and Services". Islendingar voru aðilar að nokkrum verkefnistillögum og fara í gang fjögur verkefni með íslenskri þátttöku á þessu hausti.(Styrkur frá ESB í þessi verkefni er að verðmæti 60-80 milljónir íslenskra króna) Þann 15. september sl. var aug- lýst öðru sinni eftir verkefnistillög- um. Eru 120 MECU eða um 10 milljarðar króna til ráðstöfunar. I eftirfarandi upptalningu eru verk- efnasviðin rakin. Þau eru auð- kennd með ACxx sem eru tilvís- anir í vinnuplagg ACTS áætlunar- innar. Skilafrestur á verkefnistillögum er til 1. mars 1996. Það virðist all rúmur tími en ekki veitir af honum. Vilji menn taka þátt í ACTS verkefni er fyrsta skrefið að fmna sér samstarfsaðila. Kynningar- miðstöð Evrópurannsókna (KER) aðstoðar menn við það ferli sent og hvers kyns upplýsingaöflun. Undinitaðir eru einnig til taks. Dagana 6. - 10. nóvember verður haldin í Vín ráðstefna um landsmiðstöðvar í fjarskiptum og einnig kynningardagur fyrir þá sent hyggjast taka þátt í ACTS. Þetta er kjörinn vettvangur fyrir menn til Þétttaka í verkefnum sem fyrir eru: AC50: Útvíkkun ACTS verkefna, með því að bæta við þátttakendum AC60: Brúun milli ACTS verkefna, (horizontal link tasks) AC70: Uppbygging og nýting breiðbandsfjarskipta (vertical link tasks) AC80: Netverkefni (Concerted Actions) AC90: Stuðningur við að senda gestavisindamenn til vinnu við ACTS verkefni eða til landsmidstöðva Tæknileg verkefni AC 112a: Sýniverkefni fyrir rauntíma fjarviðurvist (Telepresence) ACl 16a: Farsímatækni nýtt fyrir gagnvirkt sjónvarp og aðra breiðbandsþjónustu AC121a: Opinn arkitektúr fyrir miðlun og dreifingu upplýsinga AC211: Stýri- og stjórnunartækni fyrir Ijósleiðaranet AC 317a: Aðgerðir er miða að sem bestri nýtingu heildaðra háhraðaneta AC319a: Trygging nýtanleika í heilduðum netum AC320: Mat á hagkvæmni tæknilegra fjárfestinga (Techno-Economic Evaluation) AC407a: Gervihnattahluti „Universal Mobile Telecommunications System" (UMTS) AC408a: Breiðbandsfjarskiptatækni við færanlega notendur AC501a: Margmiðlunartilraunir að finna væntanlega samstarfs- aðila. Nánari upplýsingar um þetta og einnig almennt urn ACTS er að finna á netinu undir http://www.simi.is/icenh Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna má hringja í í símum 562 1320, 587 7000 og 525 4902 og heimasíða hennar er: http//www.rhi.hi.is/~ahi/Ker.html Sœmundur E. Þorsteinsson og Þór Jes Þórisson Fulltrúar Islands í stjórnunamefiid ESB fyrir rannsóknir ífjarskiptum. 5

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.