Verktækni - 01.09.1995, Blaðsíða 7
Nú enj aliic
sfmnotendur
tengdir vi5
stafrœna símkerfi5
Nú eru merkisdagar í sögu fjarskipta á Islandi, því öll símanúmer hafa
verið tengd stafrænum símtöðvum. Frá 1984 hefur Póstur og sími
unnið að því að setja upp stafrænar símstöðvar um allt land og íslenska
símakerfið er eitt af þeim fyrstu í heiminum sem er stafrænt að öllu
leyti. í stafrænu kerfi fá símnotendur alls staðar á landinu meiri talgæði
og öryggi en áður og jafnframt býður Póstur og sími upp á fjölbreyttari
símaþjónustu. Þú getur t.d. notfært þér Sérþjónustu símans sem
inniheldur m.a. Símtalsflutning, Vakningu/áminningu, Símtal bíður og
Þriggja manna tal. Kynntu þér
möguleikana sem þér standa til boða í
stafræna símakerfinu í símaskránni og á
næstu póst- og símstöð.
PÓSTUR OG SÍMI