Verktækni - 01.09.1995, Blaðsíða 6
VERKTÆKNI
Endurmenntun SV
/VI arkviss leið til að auka þekkingu og hæfni í starfi
Stjóm SV ákvað á fundi sínum
þann 30. ágúst síðastliðinn að
taka upp þráðinn þar sem frá
var horfið fyrir nokkmm ámm
þegar Stéttarfélagið hélt vinsæl
námskeið. Því hefur verið
ákveðið að félagið bæti nám-
skeiðahaldi við starfssemi sína
að nýju í þeim tilgangi að mæta
þörfum og væntingum félags-
manna um endurmenntun.
Námskeið á vegum SV em
fyrst og fremst ætluð verkfræð-
ingum og tæknifræðingum.
Þeim er ætlað að auka
þekkingu og hæfni þeirra í
starfi og almennt í umhverfi
sínu. Þau em flestöll stutt eða
um 3-4 klst. Markmiðið með
námskeiðahaldi Stéttarfélags-
ins er að byggja upp þekkingu
verkfræðinga til að gera þeim
kleift að bæta og styrkja stöðu
sína. Það er skoðun félagsins
að með því að auka þekkingu
og hæfni verkfræðingsins
treysti hann stöðu sína enn
betur á vinnumarkaðinum.
Það sem unnið er að þessa
dagana eru eftirfarandi
námskeið:
Starfsumhverfi
verkfrœðinga
A námskeiðinu verður farið
yfir hvernig standa skuli að at-
vinnuumsóknum, hvemig
starfsferilskrár em gerðar,
framkomu í viðtölum og nauð-
synlegan undirbúning fyrir við-
töl. Farið yfir gerð ráðninga-
samninga, lögfræðileg álita-
mál, einkaleyfi, höfundarétt
osfrv. Gerð grein fyrir launa-
kerfi verkfræðinga á íslandi
o.fl. Námskeiðið verður í
fyrstu haldið fyrir fjórða árs
verkfræðinema og síðan fyrir
verkfræðinga og tæknifræðinga
á vinnumarkaðinum. Nám-
skeiðið verður haldið í janúar
næstkomandi og er 4 klst.
Internet, rannsóknir,
þróun og nýsköpun
Á námskeiðinu verður kynnt
hvemig hægt er að nota Inter-
netið við rannsókna- og
þróunarverkefni, samskipti og
upplýsingar á netinu o.s.frv.
Kynnt er sérstaklega hvemig
hægt er að byggja upp sam-
skipti verkfræði-fyrirtækja
með notkun Internetsins. Nám-
skeiðið verður haldið á
tímabilinu febrúar - apríl 1996
og verður sniðið að þörfum
verkfræðinga og verður 4 - 5
klst.
/ undirbúningi:
Að semja með árangri
Farið verður yfir helstu atriði í
samningaferlinu, framkomu,
viðmót, og spurningatækni-
virka hlustun. Námskeiðið er
14 stundir og er haldið á
þremur - fjórum eftirmiðdög-
um. Námskeiðið verður haldið
í nóvember.
Sölutœkni
Sífellt fleiri verkfræðingar
stunda beina eða óbeina sölu
eða markaðssetningu vöru. Á
þessu námskeiði er farið yfir
helstu atriði sölutækni, mark-
aðtækni o.s.frv.
Starfsmannaviðtal/
starfsmannastefna
Þátttakendum kennd eigin
markmiðasetning í starfi,
starfsframaáætlun, mælanleg
markmiðasetning, sölu-
mennska á eigin menntun og
reynslu o.s.frv.
Nýjar reglur Sjúkrasjóðs
verkfræðinga
Styrkir sem tryggja betri heilsu og vellíðan
Sjúkrasjóður Stéttarfélags
verkfræðinga var stofnaður í
september 1992. Sjóðurinn var
stofnaður á sínum tíma vegna
ákvæða í lögum um að öllum
atvinnurekendum væri skylt að
greiða í sjúkrasjóð viðkomandi
stéttarfélags. Stéttarfélag
verkfræðinga hefur þó ekki
gengið hart eftir að ákvæðum
þessum sé fylgt, heldur beitt
sér fyrir því að félagsmenn
sjálftr geri kröfur um að greitt
sé í sjóðinn. Þetta
fyrirkomulag hefur gefist
ágætlega.
Sjóðurinn hefur vaxið mjög
á síðustu misserum bæði að
stærð (upphæð) og fjölda
félaga. Þar sem lítið hefur
verið greitt úr sjóðnum ákvað
stjóm sjóðsins að breyta
reglum hans þannig að hann
tæki meiri þátt í kostnaði
sjóðsfélaga til að stuðla að
bættri heilsu þeirra og
vellíðan. Því vom eftirfarandi
reglur samþykktar af stjórn
sjóðsins:
Sjúkranudd/sjúkraþjálfun
Sjúkrasjóður SV greiðir
helming kostnaðar sjúklings
að hámarki 15.000 kr. þriðja
hvert ár.
Krabbameinsskoðun
Krabbarneinsfélagsins.
Sjúkrasjóður SV greiðir allt
að 5.000 kr. annað hvert ár.
Hjartavernd
Sjúkrasjóður SV greiðir að
hámarki 2.500 krónur á
þriggja ára fresti.
Gleraugu/linsur
Sjúkrasjóður SV greiðir 75%
af kostnaði sjúklings vegna
glerja og/eða linsa að hámarki
7.500 kr á þriggja ára fresti.
Auk þessara styrkja gilda
eldri reglur um dagpeninga
vegna langvarandi veikinda og
fyrirvarar vegna fjárhagsstöðu
sjóðsins hverju sinni.
Allar greiðslur fara fram
gegn framvísun reiknings fyrir
viðkomandi sjóðsfélaga.
Greiðslur fara fram fjórum
sinnum á ári.
Sérstök eyðublöð fást hjá
Stéttarfélagi verkfræðinga
Engjateig 9, 105 Reykjavík.
Ennfremur er hægt að hafa
samband við félagið og panta
eyðublöð með tölvupósti:
sv@centmm.is
Það er ennfremur von
stjómar sjóðsins að verkfræð-
ingar sjálfir kanni hvort greitt
er fyrir þá í sjóðinn og gangi
eftir greiðslum ef misbrestur
verður á.
Launatafla SV
Gildirfrá 1.10 til 31.12. 1995
Viðmiðunarlaun verkfræðinga eru sem hér segir:
kriftarár Verkfrœði- Meistara-
Bsc próf gráða
1995 142945 153123
1994 153123 164025
1993 164029 175708
1992 175708 188218
1991 181855 194803
1990 188216 201617
1989 194805 208676
1988 201610 215964
1987 206284 220971
1986 211073 226101
1985 215976 231353
1984 220979 236712
1983 226096 242194
1982 231342 247814
1981 235359 252116
1980 239447 256496
1979 245022 262468
1978 247967 265622
1977 252112 270062
Launatafla Stéttarfélags verkfræðinga hækkar um
2,25%. Þessi hækkun er tilkomin vegna nýlegra samninga
SV við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og samninga SV
við Reykjavíkurborg. Þessi hækkun er því „vegin“ þ.e. að
þar sem einungis hluti verkfræðinga á íslenskum markaði
fengu 6% hækkun strax samkvæmt samningunum þá er
tekin hlufallsleg hækkun markaðarins í töfluna. Með
þessu móti fæst til lengri tíma þróun launa allra starfandi
verkfræðinga og taflan endurspeglar meðallaun allra
verkfræðinga.
6