Verktækni - 01.04.2004, Blaðsíða 1

Verktækni - 01.04.2004, Blaðsíða 1
VerkTækni golfmótið 4 Heiðursmerki VFÍ 8 Viðskipti í krafti þekkingar 10 Rannsóknir við jökulsárlón Frá undirritun samningsins. F.v. Árni B. Björnsson, framkv.stj. SV, Arnar Gestsson, form. SV, Guðjón Kárason, form. FTL, Páll Pálsson og Guðmundur S. Pétursson, sem sitja í stjórn FTL. Samningur SV og Félags tæknimanna hjá LV 12 Aðalfundur KTFÍ 15 ÁLyktað um gæði verkfræðimenntunar Stéttarfélag verkfræðinga (SV) og Félag tæknimanna hjá Landsvirkjun (FTL) hafa gert með sér samning urn að SV taki að sér þjónustu við félagsmenn FTL á sömu for- sendum og um væri að ræða félaga í SV. FTL er kjarafélag tæknimenntaðra starfsmanna hjá Landsvirkjun og kemur fram fyrir þeirra hönd gagnvart fyrirtækinu. í félaginu er blandaður hópur tæknimanna. Framkvæmdastjóra SV er ætlað að vera bakhjarl félagsmanna FTL, hann mun vinna náið með kjaranefnd og menntanefnd félagsins, veita félagsmönnum ráðgjöf, aðstoða þá við gerð ráðningarsamninga o.fl. Þá munu þeir fá ókeypis lögfræðiaðstoð vegna ágreiningsmála við vinnuveitanda. Einnig veitir lögffæðingur SV stjóm og nefndum FTL ráðgjöf. Félagar í FTL eiga ekki aðild að Vinnudeilu- sjóði SV. Þeir geta gerst félagar í Orlofssjóði SV og/eða Sjúkrasjóði SV. Einnig öðmm sjóð- um allt eftir reglum sjóðanna og ákvörðun stjórna þeirra. Félagar í FTL, sem ekki em fé- lagar í SV, hafa hvorki atkvæðisrétt né kjör- gengi til stjórnar SV. Formenn félaganna munu hafa með sér náið samráð og samstarf um allt sem snertir sameiginlega hagsmuni fé- laganna. Félagsgjald í SV er nú 14.400 krónur á ári og munu félagar í FTL greiða sömu upphæð til félagsins. Samningurinn er gerður til eins árs en fram- lengist ótímabundið eftir það ef honum er ekki sagt upp þá en verður uppsegjanlegur með sex mánaða fyrirvara.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.