Verktækni - 01.04.2004, Page 4

Verktækni - 01.04.2004, Page 4
Viðurkenningar Tveir verkfræðingar heiðraðir Frá afhendingu heiðursmerkjanna. F.v. Steinar Friðgeirsson, formaður VFÍ, Þorgeir Pálsson, flugmála- stjóri, Sverrir Norland, forstjóri og Logi Kristjánsson, framkvæmdastjóri VFÍ. Nýverið voru verkfræðingarnir Sverrir Norland og Þorgeir Pálsson sæmdir heiðursmerki Verkfræðingafélags íslands fyrir vel unnin störf innan verkfræðinnar og í þágu félagsins. Báðir luki verkfræðiprófi frá MIT (Massachusetts Institute of Technology) í Bandaríkjunum, Sverrir í rafeinda- verkfræði en Þorgeir í flugverkfræði. Sverrir Norland lauk námi í rafeindaverk- fræði frá MIT árið 1950. Hann var annar af stofnendum fyrirtækisins Smith og Norland 1956 en vann áður hjá Pósti og síma. Hann vann brautryðjendastarf hér á landi er varð- ar raflagna-, lýsingar og háspennuverkefni. Sverrir hefur einnig haft veg og vanda af uppsetningu ýmissa lækningatækja sem voru nýjung hér á landi á sínum tíma. Sverrir hefur unnið ötullega að fram- gangi VFÍ og setið þar í stjóm. í tíu ár átti hann sæti í ráðgjafarhópi Verkfræðideildar Háskóla íslands. Hann hefur átt langan og farsælan starfsferil á breiðu sviði innan raf- magnsverkfræði. Þorgeir Pálsson lauk doktorsprófi í flug- verkfræði frá MIT1971. Hann starfaði hjá HÍ1976-1992, fyrst sem dósent og síðar sem prófessor. Þar hafði hann forgöngu um stofnun Kerfisverkfræðistofu og fyrirtækis- ins Hugkerfa sem starfar að verkefnum á sviði flugumferðarstjómar. Þá vann hann brautryðjendastarf að sjálfvirkri tflkynninga- skyldu fyrir skip. Þorgeir hefur verið flug- málastjóri frá 1992 og sinnar þar ásamt öðr- um skyldum stjóm flugsamgangna og flug- umferðarstjóm á Norður-Atlantshafi, einu stærsta úthafsflugstjómarsvæði í heimi. Hann hlaut þann alþjóðlega heiður að vera kosinn forseti Allsherjarráðs Alþjóðaflug- málastofnunarinnar árið 1995. VFÍ afhent brjóstmynd af Sigurði Thoroddsen Afkomendur Sigurðar Thoroddsen sem afhentu VFÍ brjóstmyndina sem gerð var af Sigurióni Ólafssyni. Afkomendur Sigurðar Thoroddsen verkfræðings afhentu nýverið Verk- fræðingafélagi íslands brjóstmynd af honum sem Sigurjón Ólafsson gerði á sínum tíma. Sigurður var frumkvöðull á sviði verkfræðiráðgjafar og stofnaði fyrstu verkfræðistofuna hér á landi. Sigurður SkúlasonThoroddsen (f. 24. júlí 1902 - d. 28. júlí 1983) varð stúdent frá MR1919, lauk Cand. phil.-prófi frá HÍ1920 og prófi í byggingarverkfræði ffá DTH í Kaupmannahöfn 1927. Pyrstu árin að námi loku vann hann hjá vita- og hafnamála- stjóra, rak eigin verkfræðistofu 1932-61 og stofnaði ásamt samstarfsmönnum sínumVerk- fræðistofu SigurðarThoroddsen (VST) árið 1962 og var fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins til 1974. Árið 1976 var félaginu síðan breytt í hlutafélag. Nú starfa um 100 manns hjá VST. Það var djarft tiltæki að stofna verkfræði- stofu á þessum tíma. „Barátta kreppuár- anna snerist fyrst og fremst um að fá vinnu og það varð hlutskipti Sigurðar um skeið eins og svo margra annarra. Verkfræðistörf buðust einungis með höppum og glöppum en þess á milli fékkst hann við kennslu. En þegar fram í sótti tók að rætast úr fyrir hon- um. Verkefnin, sem hann fékk, voru af fjöl- mörgu tagi, meðal annars athuganir á virkj- unarstöðum á vegum Rafmagnseftirlitsins, bryggjur og hafnargarðar, vatnsveitur og hitaveitur, vatns- og olíugeymar og síðast en ekki síst vatnsaflsvirkjanir." (Frumherjar í verkfræði, bls. 205-206). Sigurður var landskjörinn alþingismaður 1942-46 og gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum. Hann átti sæti milliþinga- nefnd í raforkumálum 1944-45, í raforkuráði 1947-49, hitaveitunefnd Reykjavíkur 1954-62, jarðskjálftanefnd Rannsóknaráðs 1956-57, Náttúruvemdarráði 1956-72, ráðgjafarnefnd í virkjunarmálum 1957-58, stjóm Landsvirkj- unar 1965-69 og raforkunefnd 1971-75. Sig- urður var formaðurVFÍ 1962-64, Byggingar- verkfræðideildarVFÍ 1960-61 og Félags ráð- gjafarverkfræðinga (FRV) 1961-66. Hann fékkst við myndgerð og hélt sýningar bæði í eigin nafni og með öðrum. Sigurður var gerð- ur að heiðursfélaga VFÍ árið 1972, íslenska jarðgangafélagsins 1977 og FRV1979.

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.