Verktækni - 01.04.2004, Qupperneq 7
Þjónusta
— Skýrr er fjölbrevtt, hagkvæm og örugg
internet
skýrr
Internetþjónusta Skýrr gerir fyrirtækjum kleift að spara tíma og fyrir-
höfn og ná niður kostnaði við upplýsingatækni. Þjónusta Skýrr er í
hæsta gæðaflokki og uppfyllir ítrustu kröfur atvinnulífsins um afköst,
áreiðanleika, þjónustu og öryggi. Internetþjónusta Skýrr er ein sú
öflugasta hér á landi og starfsmenn hennar eru þrautreyndir og
hámenntaðir.
Þeir sem tengjast Skýrr njóta öryggis bak við eldvegg og hafa að-
gang að þjónustuveri allan sólarhringinn. Starfsmenn fyrirtækja hafa
einnig möguleika á að tengjast staðarneti fyrirtækis sins með VPN-
þjónustu. Skýrr býður gagnaflutningsleiðir og nettengingar af öllum
stærðum og gerðum.
Internetþjónusta Skýrr býður vírusvarnir, VeriSign-lykil, eldvegg,
hýsingu léna og vefja, pósthólf, vefpóst, vefposa, vefverslun, iPass-
þjónustu, Internet-tengingar, sólarhringsþjónustu, öryggisafritun,
vöktun kerfa og hvers konar ráðgjöf.
Skýrr er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni, með
200 starfsmenn og liðlega 2.200 viðskiptavini. Skýrr býður fjöl-
breyttar lausnir og þjónustu sem hentar margvíslegum þörfum
kröfuharðra viðskiptavina. Skýrr er vottað samkvæmt alþjóðlega
gæðastaðlinum ISO 9001.
Öruggt gagnahólf
Öruggt gagnahólf Skýrr gerir notendum kleift að
nálgast skjöl og vinnugögn gegnum Netið. Hólfið
er óháð staðsetningu notenda, hvort heldur
heima, við vinnu eða á ferð og flugi.
Með öruggu gagnahólfi opnast fyrirtækjum og
einstaklingum kostur á að koma hvers konar
gögnum í örugga geymslu; rafrænt bankahólf.
Hólfið má einnig nota til að miðla gögnum á
Internetinu. Viðmótið er einfalt og hentugt.
Örugg aðgangsstýring gagnahólfsins gerir kleift
að stilla hólfið þannig að það sé ýmist læst, opið
vissum viðskiptavinum, hópum eða jafnvel öllum.
• Auðvelt að koma stórum skrám milli aðila
• Hægt að geyma mikið magn af gögnum
• Hópvinnsla með öflugri breytingastjórnun
• Traust gagnageymsla með fullkominni afritun
• Þægilegt aðgengi að skrám með FTP-biðlara
• Öruggt tengilag (SSL) fyrir viðkvæm gögn
Sk^rr