Verktækni - 01.04.2004, Side 8
Viötaliö
Sverrir Norland:
Viðskipti í krafti þekkingar
Sverrir Norland var nýverið sæmdur heiðursmerki Verkfræðingafélags íslands. Hann fékk ungur áhuga á verkfræði og
yfirleitt öllu því sem lýtur að tækni. Hann var formaður Stéttarfélags verkfræðinga 1955-56 og hefur í gegnum tíðina
gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir VFÍ. Þá hefur Sverrir átt langan og farsælan starfsferil innan rafmagnsverkfræðinnar.
Sverrir Norland.
„Það er svo margt tilviljunum háð í lífinu,"
segir Sverrir þegar hann er spurður að því af
hverju hann hafi valið verkfræðina. „Þegar ég
var strákur bjó fjölskyldan á Laugaveginum
og faðir minn var með læknastofu í Bank-
stræti. Þegar ég var níu ára gamail skrapp ég
í eitt sinn inn á stofuna til hans, sem ég átti
normalt ekki að gera. Þá kom þar inn Svein-
bjöm Egilsson yfirmagnaravörður á útvarps-
stöðinni áVatnsenda Hann leitaði aðstoðar
föður míns vegna dóttur sinnar sem var eitt-
hvað lasin. Þegar hann sér mig þá býður
hann mér að koma með upp á Vatnsenda og
á meðan faðir minn sinnti sjúklingnum fékk
ég að skoða stöðina. Þetta hafði geysileg áhrif
á mig. Þegar ég var í bamaskóla hafði ég
mjög góðan kennara, sem kenndi okkur
meðal annars eðlisfræði. Hann hét Aðal-
steinn Sigmundsson og var frá Árbót í Aðal-
dal. Hann kveikti hjá mér
áhuga og ég man að tíu ára gamall var ég
að bralla svolítið með rafmagn. Fékk mér
leiðslu, batterí og pem, stakk niður tveimur
nöglum og kannaði hvað ég gat notað jörðina
langa leið sem annan leiðarann".
En hvemig stób á því ab þú valdir MIT?
Flestar nýjungar í radíófræðinni í seinni
heimsstyrjöldinni, eins og radar og lóran,
voru upprunnar frá þessum skóla og ég
ákvað strax í fjórða bekk í MR að stefna
að því að komast í MFT [Massachusetts
Institute of Technology]. Á þessum tíma
vom aðeins teknir inn einn eða tveir nem-
endur frá fslandi. Ég sendi umsókn í gegn-
um sendiráðið í Washington og komst inn.
Þetta var, og er reyndar enn, einn virtasti
verkfræðiskóli í heimi. Eins og algengt er
með nemendur frá Bandarískum háskól-
um, þá hef ég haldið tryggð við skólann og
fylgst með því sem þar fer fram. Einn liður í
því er að styrkja nemendur í fomámi (und-
ergraduate) því ég man að maður sjálfur
hefði þurft á slíku að halda á sínum tíma.
Var þetta þá erfitt peningalega?
Ég var orðinn föðurlaus á þessum tíma en
hafði það góðar einkunnir að ég fékk einn
af fjórum styrkjum sem íslenska ríkið veitti
til verkfræðináms í Bandaríkjunum. Það var
reyndar skilyrði að styrkþegar kæmu heim
til íslands að námi loknu og störfuðu hér í
fimm ár. Ég átti tvo bræður sem einnig
voru í námi, annar við Harvard, hinn í
verkfræðinámi við Tækniháskólann í
Stokkhólmi. Við bræðurnir vomm eins og
samvinnufélag og „púkkuðum" alltaf sam-
an, ef svo má segja, til að eiga fyrir nám-
inu. Við unnum í skólaleyfum við eitt og
Einar Kjartan Sverrir Norland, rafeindaverkfræðingur, f. 8. janúar 1927 í Haramsöy
í Noregi.
Námsferill: Stúdent frá MR1946. B.S.-próf í rafeindaverkfræði frá Massachusetts
Institute of Technology (MIT), Cambridge, Bandaríkjunum 1950.
Starfsferill: Verkfræðingur í radíódeild Pósts og símamálastjórnar 1950-54.
Kennari við Loftskeytaskólann 1953-54. Verkfræðingur hjá Paul Smith 1954-56.
Forstjóri og stjómarformaður Smith & Norland frá 1956.
Félags- og trúnaðarstörf: Formaður Stéttarfélags verkfræðinga 1955-56. Formað-
ur RafmagnsverkfræðingadeildarVFÍ (RVFÍ) 1964-65. í stjórn BHM 1962-66. í
stjórn VFÍ 1973, varaformaður 1974. í stjórn Félags raftækjaheildsala frá 1959, for-
maður 1967-76. í stjórn Verslunarráðs íslands 1967-74, Félags íslenskra stórkaup-
manna 1970-71, varaformaður 1971-74. í stjórnVerslunarbanka íslandsl974-80,
formaður 1980-84. Prófdómari við HÍ1973-77. í stjórn Rótaryklúbbs Reykjavík-
Austurbær 1985-88, forseti 1986-87. í ráðgjafarhópi verkfræðideildar 1994-2004.