Verktækni - 01.04.2004, Síða 10
Rannsóknir og framkvæmdir
við Jökulsá á Breiðamerkursandi
Undanfarna áratugi hefur átt sér staö mikið rof á sjávarströndinni viö
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Frá 1904 til 1989 var rofiö 700 m
eöa um 8 m/ári. Vegagerðin hefur frá árinu 1991 framkvæmt árlegar
mælingar á rofinu og er niöurstaða þeirra mælinga sú aö rofhraðinn aust-
an og vestan árinnar hefur veriö aö meöaltali 5 m/ári frá 1991 til 2003.
Allt frá árinu 1990 hefurVegagerðin
staðið fyrir talsvert miklum rannsóknum á
Breiðamerkursandi með það að markmiði
að tryggja öryggi Hringvegarins á þessu
svæði. Fyrstu árin var áherslan lögð á
kortagerð af sandinum, lóninu, Breiða-
merkurjökli og landinu undir jöklinum.
Lagt var mat á þann kost að hopa með
veginn eins fjarri sjónum og mögulegt
væri. Niðurstaðan var sú að til greina kem-
ur að hopa með veginn allt að 250 m inn í
lónið. Vegfylling yrði þá byggð yfir syðsta
hluta lónsins í allt að 400 m fjarlægð frá
núverandi brú. Ný brú yrði þá hugsanlega
byggð yfir Jökulsá í gömlum farvegi árinn-
ar þar sem vegfyllingin kemur að landi að
austanverðu. Einnig kemur til greina að
velja annan stað fyrir sjálfa brúna t.d. í far-
vegi Stemmu sem er nokkru fyrir austan
við Jökulsárlón.
Strandvarnir
Arið 2002 hófVegagerðin samstarf við
Siglingastofnun um athugun á þeim
möguleika að verja ströndina. Búið er að
gera þrjár mælingar á sjávarbotninum
framan við Breiðamerkursand og voru þær
gerðar árin 1996, 2002 og 2003. Þá hefur
einnig fundist hentugt grjótnám í
gabbróinnskoti norðan við Breiðárlón sem
komið hefur undan jökli samfara hopi
Breiðamerkurjökuls. Fjarlægðin frá Jökulsá
að grjótnáminu er 12 km. Ráðgert er að
ljúka frumdrögum af strandvörnum á
þessu ári.
Vegagerðin hefur á undanförnum árum
styrkt með grjóti farveg Jökulsár. Stærsta
átakið var gert veturinn 2003 í kjölfar mik-
ils rofs sem átti sér stað á bökkum og botni
árinnar í flóði haustið 2002. Búið er að
verja árbakka Jökulsár eins og sýnt er á
meðfylgjandi teikningu. Þá hafa verið
gerðir tveir grjótþröskuldar yfir farveg ár-
innar, 100 m ofan og neðan brúarinnar,
sem hafa það hlutverk að takmarka rof á
árbotninum, draga úr innstreymi sjávar inn
í lónið og auk þess kemur efri þröskuldur-
inn í veg fyrir að stórir jakar geti borist nið-
ur að brúnni.